Skinfaxi - 01.02.2007, Side 25
ÞUitj UnýiMseMAiaféíaxjs Ahureyrar:
Lagabreytingar sam-
þykktar á þingi UFA
Gísli Pálsson.
Jón „Lambi" Haraldsson.
Þing Ungmennafélags Akureyrar, UFA, var haldið í íþrótta-
höllinni á Akureyri 28. febrúar sl. Þingið tókst vel og þing-
störf gengu hratt og greiðlega undir traustri stjórn
Kristjáns Þórs Júlíussonar fundarstjóra. Gísli Pálsson lét af
formennsku og verður nýr formaður valinn úr nýkjörinni
stjórn á næstunni.
Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á þinginu
og svo var skemmtileg kynning á nýstofnaðri Glímudeild
innan UFA. Það var Jón„Lamþi" Flaraldsson sem átti veg
og vanda af stofnun
deildarinnar. Jónsagði
að undirbúningurinn
hefði hafist fyrir ári en
þá hafi verið liðin 100
ár frá fyrstu Grettisglím-
unni á íslandi og nú er
þetta orðið að veruleika.
Æfingar glímudeildar-
innar eru á þriðjudögum
kl. 18-19 í íþróttahúsinu
við Laugagötu og á
fimmtudögum kl. 17-18
í Oddeyrarskóla. Krakkar í 4.-10. bekk eru velkomnir á æfingarnar.
Birgir Ari Hilmarsson, framkvæmdastjóri UMSK, var með kynningu á Landsmótinu í
Kópavogi í sumar og eins kynnti Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFf, Unglinga-
landsmótið á Höfn um verslunarmannahelgina.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMF(, ávarpaði fundinn og fór m.a. yfir
starfsemi hreyfingarinnar. Kynntar voru tillögurfrá Akureyrarbæ um uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja, m.a. vegna Landsmóts UMFl sem verður haldið á Akureyri 2009. Kaffiveit-
ingar voru að sjálfsögðu á borð bornar og svignuðu borðin undan glæsilegum tertum og
góðgæti.
Frá verðlaunaafhendingu á þingi UFA.
rA
íbróttamóttgqlhverskvnslmannamot
HHflÞJONUSTfl
Borgarflöt 1 5 :: 550 Sauðárkrókur
Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778
Netfang: okgam@simnet.is
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 25