Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2007, Page 26

Skinfaxi - 01.02.2007, Page 26
Linda Ósk lenti í ævintýri eftir veru í dönskum íþróttalýðháskóla: Á Levð í jwdeifaýerð um S'Awœrífai m&ð dmtsfamt kápi Linda Ósk Þorvaldsdóttir er ein af þeim sem hefur sótt lýðháskóla í Danmörku. í janúar 2006 fór Linda í Gymnastik- og Idrætshöj- skolen ved Viborg þar sem hún fékk að kynnast nýju landi, nýjum skóla, nýju fólki og síðast en ekki síst að stunda íþrótt sína af kappi. Linda valdi stökkfimleika og dans sem aðalfög en fékk einnig að kynnastýmsum nýjum og skemmtilegum hlutum. Úrtökupróf Kennararnir voru fullir af orku og hugmyndum sem gerði það að verkum að engin vika var eins, hver dagur bar með sér ný ævintýri. í júlí var svo komið að heimför en ævintýri Lindu var alls ekki lokið. Henni var boðið í úrtöku fyrir GIV's Elitehold sem er sýningarlið fyrir gamla nemendur úr skólanum sem skarað hafa fram úr á fimleikasviðinu. Linda sló til og mætti aftur til Danmerkur í ágúst þar sem úrtakan fór fram. Linda fór í úrtöku fyrir stökkhópinn þar sem 35-40 manns mættu en aðeins 20 komust inn. Úrtakan tók heila helgi og þurfti Linda að sýna hvað hún gæti á dýnu, trampolíni, stökki og í dansi. Linda var ein af fjórum stelp- um sem komust inn í stökkhópinn ásamt 16 strákum en einnig voru valdar 20 stelpur í danshóp. Býr á íslandi - sýnir í Danmörku Hópurinn kemur fram fyrir hönd skólans og heldur sýning- ar víðs vegar um Danmörku. Þrátt fyrir að vera í þessum hópi býr Linda á íslandi og æfir fimleika af kappi með meistarahópi Umf. Selfoss. Sá hópur samanstendur af 28 stelpum, fæddum á árunum 1985-1993, og stefna þær á að komast á Evrópumót Juniora sem haldið verður í haust. Það er ekki auðvelt að búa á íslandi og vera í fimleikahópi í Danmörku en Linda fer út að meðaltali einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði til þess að æfa og sýna með hópnum. Linda hefurfengið styrkfrá afreksmannasjóði íþrótta- og tómstundaráðs Árborgar til að æfa með hópnum en vonast að sjálfsögðu til þess að fá fleiri styrki til að standa undir kostnaði. Einnig hefur hópurinn komið einu sinni til íslands þar sem þau voru á landinu í fjóra daga við æfingar og að skoða landið. Ferðalag til Suður-Ameríku í október í október fer Linda svo með hópnum í þriggja vikna ferða- lag um Brasilíu, Kólumbíu og Perú þar sem þau munu kynna og sýna fimleika. Marga dreymir eflaust um svona ævintýri og þá er ekkert annað hægt að gera en að láta drauminn verða að veruleika. Eftir Önnu Guðrúnu Steindórsdóttur, 22 ára nema á þriðja ári í íþrótta- fræðum við Kennaraháskóla íslands á Laugarvatni. Hún var í vett- vangsnámi hjá UMFl í þrjár vikur. 26 . SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.