Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2007, Qupperneq 33

Skinfaxi - 01.02.2007, Qupperneq 33
PtjáJMfráUiwaJ^vUi^ í kjöif'ar UK^UM^cd&AiAtmMs í Vik í MýriaJ: Áhugasamir krakkar sem eru tilbúnir að leggja sig fram Frjálsíþróttavakning hefur orðið á keppnissvæði USVS eftir að Unglingalandsmótið árið 2005 var haldið ÍVÍk í Mýrdal. í kjölfar Unglingalandsmótsins hefur svæðið fengið glæsilegan íþrótta- völl með toppfrjálsíþróttaaðstöðu. Þetta vakti mikinn áhuga hjá börnum og unglingum á svæðinu og eru nú um 35-40 krakkar á aldrin- um 6-16 ára að æfa frjálsar íþróttir hjá íþrótta- félögunum Drangi og Dyrhólaey. Farin að skila árangri Kristín Marti, þjálfari félaganna, er hæstánægð með þessa þróun og segir marga efnilega íþróttamenn vera á svæðinu. Þetta eru hæfi- leikaríkir og áhugasamir krakkar sem eru tilbún- ir að leggja sig alla fram, segir Kristín Marti og það má sjá á úrslitum frá stórmóti (R sem haldið var í janúar. Þar var fremstur I flokki Arnar Snær Ágústsson sem vann langstökk pilta 13-14 ára og var í 3. sæti í 60 m hlaupi. Friðbert Elí Gísla- son vann silfurverðlaun í hástökki stráka 11-12 ára og Ægir Máni Flauksson vann silfurverðlaun í 800 m hlaupi í sama flokki. Erna Guðrún Ólafsdóttir vann silfurverðlaun i 600 m hlaupi hnáta 9-10 ára og Ólöf Sigurlína Einarsdóttir vann bronsverðlaun í langstökki pæja 8 ára og yngri. Þetta er frábær árangur og þess má geta að markvissarfrjálsíþróttaæfingar byrjuðu ekki hjá USVS fyrr en þessi glæsilega aðstaða kom upp sumarið 2005. Einnig er það eftirtektarvert að um helmingurgrunnskóla- barnanna á svæðinu æfir núna frjálsar íþróttir. Aðstaðan skiptir öllu Það er greinilegt að aðstaðan skiptir öllu máli því að ekki skortir virknina hjá börnunum. Ekki er það að ástæðulausu sem bæjarfélögin úti á landi sækja í það að fá að halda Unglinga- landsmót, því að ef afraksturinn er sem þessi víða um land þá á okkur ekki eftir að skorta ungt og efnilegt íþróttafólk í framtíðinni. Svipmyndir frá æfingu hjá krökkunum í Umf. Drangi og Umf. Dyrhólaey sem æfa í Vik. Eftir Önnu Guðrúnu Steindórsdóttur 22 ára nema á þriðja ári í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Islands á Laugarvatni. Flún var í vettvangnámi hjá UMF[ í þrjár vikur. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 33

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.