Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2007, Page 41

Skinfaxi - 01.02.2007, Page 41
Fyrvti (nMMmœtáhir&tvtiU Umf. Seíjms íjwvitihimt Fimleikadeild Ung- mennafélags Selfoss sendi tvö lið til þátt- töku á Bikarmóti Fimleikasambandsins 18. febrúar sl. Selfoss 1 urðu bikarmeistarar fyrir æfingar sínar á gólfi með einkunnina 7,95 og í öðru sæti á dýnu og trampolíni. Selfoss 2 urðu í 2. sæti fyrir gólfæf- ingar, með einkunnina 7,65. Þetta er glæsilegur árangur hjá báðum lið- um og jafnframt fyrsti bikarmeistaratitill Selfyss- inga í fimleikum. Á þessu móti tryggði Selfoss 1 sér þáttöku á öllum áhöldum á (slandsmótinu í hópfimleikum (landsreglum) en fyrir eru þær jafnframt líka þúnar að öðlast þátttökurétt á (slandsmótinu í Teamgym. Lið Selfoss 2 er búið að tryggja sér þátttöku á gólfi og trampólíni á Islandsmótinu í landsreglum sem og SelfossT3 og SelfossT8 fyrir æfingar á gólfi. Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd 100 ára Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd hélt upp á mikil tímamót í sögu félagsins 3. mars sl„ en þá fagnaði félagið 100 ára afmæli sínu. Fjölmenni var við afmælishátíðina þar sem gestir nutu góðra kaffiveitinga. Ræður voru fluttar við þetta tækifæri en margt góðra gesta heimsótti félagið á þessum merku tímamótum. Félaginu bárustmargargjafirog mikil hátíð- arstemning ríkti. Marinó Þorsteinsson, formaður Reynis, ávarpaði samkomuna og þakkaði hlý orð. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMF(, flutti ræðu við þetta tækifæri og flutti kveðjurfrá UMFl. Meðal annarra gesta á afmælishófinu voru Fialldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, og Ólafur Rafnsson, forseti (SÍ. Knattspyrnusambandið sæmdi fjóra félaga Reynis silfurmerki KSÍ, þá Gylfa Baldvinsson, Garðar Níelsson, Svanlaug Þorsteinsson og Kristján Sigurðsson. Þá færði Halldór B. Jónsson félaginu sjálfu mynd að gjöf frá sambandinu. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 41

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.