Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2008, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.02.2008, Qupperneq 23
Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra, hefur fyrirtækið um árabil stutt íþróttakennara og verið öflugur tengiliður skólanna og átaks- verkefna tengdum heilsu barna- og unglinga. Að sögn hennar er Skóla- hreysti stærsta einstaka verkefnið sem Mjólkursamsalan hefur ráðist í á þessum vettvangi og hefur það vakið mikla athygli, bæði meðal nemenda grunnskólanna og almennings. Skólahreysti er frábær viðbót við söngva- og spurningakeppnir skól- anna þar sem Skólahreysti reynir á líkamlegt og andlegt atgervi og sýnir hrausta unglinga í leik. Þá er keppnin góð viðbót við skólastarf á íslandi og ein leið til að auka íþróttaleg sam- skipti grunnskóla. Hreystiþrautirnar eru byggðar upp á svipaðan hátt og notkun ýmissa leiktækja á leikvöllum sveitarfélaga og tengja því saman leik og íþrótt. Hreysti er ekki öfgakennd íþrótt heldur eitthvað sem allir geta stundað og prófað og haft gaman af. Frítt er inn á allar keppnir og engin keppnisgjöld. Sýnt er frá Skólahreysti á Skjá 1 á þriðjudögum kl. 20:10. Skjár 1 sýnir beint frá úrslitakeppninni 17. apríl og hefst keppnin kl. 20:00. Nánari upplýsingar um Skóla- hreysti má nálgast á vefsíðunni www.skolahreysti.is. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.