Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 1
SlÓmRNNRBLRÐIÐ
U í K 1N S U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS AM B A N D ÍSLANDS
II. órg., 6.-7. tbl.
Reykjavík, apríl 1940
Hvert stefnir?
Það hefir verið og er mikið áhyggjuefni
meðal sjómanna og raunar allra hugsandi
landsmanna, að vita skipastól landsins —
annað heimili sjómannanna — ryðga og fúna
niður, án þess að nokkuð verulegt sé geii; til
að viðhalda þeim skipastól, sem fyrir er,
hvað þá heldur að endurnýja hann sem
skyldi.
Þó að ástand þetta sé alvarlegt vegna at-
vinnu og aðbúnaðar sjómanna, er það þó
ennþá alvarlegra vegna þjóðfélagsheildarinn-
ar hvernig þessum málum er skipað.
Margur er hugsandi út af því, hvað veldur
þessu öfugstreymi hér á landi. Norðmenn
hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp
á að endurnýja og auka fiskiflota sinn og
Englendingar hafa að miklu leyti endurnýj-*
að sinn fiskiflota á síðastliðnum 10 árum. —
Þessar þjóðir hafa lagt ógrynni fjár til
styrktar þessu viðreisnarstarfi og hafa því
sjáanlega gert sér ljóst hvert stefndi, ef kyrr-
staða eða hnignun ætti sér stað-
Nú er það vitað, að velferð og velmegun
okkar íjslendinga byggist á því, að útflutn-
ingsverzlun landsins vegi meira en upp á
móti þörfinni fyrir aðfluttar vörur og annari
gjaldeyrisþörf landsmanna. Og þar sem sjáv-
arútvegurinn skapar mestan hluta af þeim
gjaldeyri, er landsmenn (gjaldeyrisnefnd)
ráða yfir, er það hreinasta glapræði að hefta
framtak þeirra manna, sem vilja og hafa
möguleika til þess að endurnýja og viðhalda
skipastól landsins.
Tafla sú, er birt er hér á eftir, sýnir út-
flutningsverzlun landsmanna síðastliðin 10
ár:
Sjávarafurðir Annar útfl. Heildar útfi■
Ártal 01 10 þús. kr. 01 10 þús. kr. þús. kr.
1930 88.5 58.502 11.5 7.602 66.104
1931 89.8 43.689 10.2 4.962 48.651
1932 89.8 43 689 10.2 4.962 48.651
1933 90.8 47.014 9.2 4.819 51.833
1934 90.0 43.069 10.0 4.785 47.85?
1935 86.2 41.180 13.8 6.592 47.772
1936 84.1 41.759 15.9 7.883 49.642
1937 82.0 48.370 18.0 10.618 58.988
1938 93.8 48.519 6.2 9.234 57.753
1939 93.2 59.349 6.8 10.305 69.654
Þessi tafla sýnir betur en nokkuð annað
hvílíkur meginþáttur sjávarútvegurinn er í
atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar, og þá
jafnframt hvílíkur voði er á ferðinni fyrir
land og lýð, ef ekki er stöðugt verið vel á
verði með það, að viðhalda og endurbæta þau
framleiðslutæki, sem allt þetta mikla verð-
mæti skapar.
Ef þeir aðiljar, sem mestu ráða í landinu
um það, til hvers þeim erlenda gjaldeyri, sem
þjóðin hefir ráð á, er varið, hefðu haft nægÞ
legan skilning á nauðsyn þessa máls, þá
hefði mátt ætla að eitthvað hefði náðst inn
í landið af góðum — og eftir atvikum —
ekki mjög dýrum fiskiskipum á síðastliðnu
hausti. En þessi skilningur var ekki fyrir
hendi og þess vegna hafa engin fiskiskip verið
flutt inn.
Það er nú að vona, að gipta íslands verði
það drjúg nú, eins og svo oft áður, að þetta
skilningsleysi og skammsýni hafi ekki stóral-
varlegar afleiðingar í för með sér fyrir land og
lýð. — En stefnunni verður að breyta, ef allt
á að fara vel í þessu efni í framtíðinni. —