Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 2
Frá Akranesi
Haraldur Böðvarsson segir frá fiskiveiðum frá Akranesi á opnum bátum eftir
aldamðtin síðustu, ásamt mörga fleiru.
Allir, sem vettlingi gátu valdið fóru til
sjós á skúturnar, en hinir, sem eftir voru
heima, voru aðallega eldri menn og ungling-
ar og svo heimilisfeður, sem ekki áttu heim-
an gengt.
Á vetrarvertíðinni 1901 réri ég (þá 12 ára
gamall) nokkra róðra á sexmannafari, sem
hét „Sigurfari“, úr Bræðrapartsvör. Formað-
ur og eigandi skipsins var Sigurður Jóhann-
esson þá á Bræðraparti; hásetar voru: Ólafur
Jóhannesson, samastaðar; Hannes Ólafsson
í Háteig, Sigurður Sigurðsson, Nýjabæ á
Innnesi, Hallmundur í Öskjuholti og ég, sem
þessar línur rita. Þetta mun hafa verið í
apríl og maí. Við komum til skips kl. 4—5 á
morgnana hver með sína skrínu, til að hafa
undir hrognkelsaræksni og svo matarbita til
dagsins, en formaðurinn sá um að hafa
drykkjarvatn á kútnum (10 lítra kút).
Þegar allir voru komnir til skips, voru
hlunnar bornir á sinn stað og sett niður í
Jesú nafni og allir signdu sig. Þegar fjara
var, fórum við ekki í skinnbrækurnar, fyrr
en við vorum búnir að setja skipið niður að
sjó, en annars fórum við í þær áður en byrj-
að var að setja. Þegar skipið var komið á
flot og búið að snúa við, lásu allir í hljóði
sjóferðabæn og Faðir vor o .s. frv. Nú var
róið út að grásleppunetunum og vitjað um
3—5 trossur, því innýflin úr hrognkelsunum
voru notuð til beitu. Að því búnu var róið
eða siglt út á fiskimiðin, ýmist í „Forina“,
„Sviðið“ eða út á Hraun. Þegar á miðin var
komið, -var lagst við dreka eða stjóra og
menn fóru að hafa til færin og beita. Það
voru notaðir stórir önglar og beitt á að gizka
hálfu kílógr. af innýflum á hvern öngul, og
bundið utan um með seglgarni, til þess að
það tylldi sem bezt á önglinum. Færin voru
látin síga þangað til kenndi botns, síðan tekið
grunnmál og byrjað að keipa. Alltaf var
talsverður metnaður um að vera fyrstur að
ná í fisk. En aflinn var alltaf mjög tregur.
Við fengum 4—10 í hlut, en þetta voru væn-
ir þorskar. Það var setið undir færum allan
daginn og kippt til öðru hvoru og í land
komum við venjulega um kl. 6 á kvöldin.
Þá var fiskurinn borinn á land í skrínunum
á bakinu, skipið sett upp fyrir flæðarmál og
fiskinum síðan skipt milli manna og fór svo
hver heim til sín, með sinn hlut. Þegar heim
var komið með aflann, var gert að. Fiskur-
inn flattur og saltaður. Sundmagi skorinn úr
hryggjum, hausarnir þvegnir og breiddir á
grjót eða grindur, til herzlu; lifur, kútmagar
og hrogn oft notað til matar samdægurs,
slorið látið í þró til áburðar og hryggirnir
þurrkaðir til eldiviðar og þannig fór ekkert
til spillis.
Á vorin og haustin var stundum notuð ýsu-
lóð, sem kallað var þá, og beitt fjörumaðki
eða krækling og öðru, og aflinn var oft
rýr, þó lóð væru notuð. Mér er minnisstæð ein
sjóferð sem ég fór haustið 1903 á sexmanna-
farinu „Dagmar“, með ýsulóð, beitta fjöru-
maðki. Við fengum 14 fiska á skip. Þegar
VÍKINGUE
2