Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 6
BJQRN JÓN5S0N veðurfrœðingur: Um veðurspdr V eðurathuganir. IJm allan heim eru gerðar veðurathuganir reglulega oft á dag, allt árið um kring. Að jafnaði eru athuganir þessar gerðar í borgum eða þorpum eða á sveitabýlum, þar sem ætla má, að athugunin gefi sem réttasta mynd af veðurlaginu í héraðinu umhverfis og vel hagar til að öðru leyti. T. d. er óheppilegt að reisa athugunarstöð í þröngum dal eða firði, eða við rætur fjalls, því að þar getur vindátt, veðurhæð og úrkoma verið með allt öðru móti en í nágrenninu. Þá liafa verið settar upp stöðvar víðsvegar í óbyggðum, bæði á eyðieyjum og uppi á reginfjöllum. Má þar til nefna eyjarnar Jan Mayen — um G00 km. til norðausturs frá Islandi —, þar sem Norðmenn hafa gert veðurathuganir í fjölda mörg ár. 1 Evrópu eru margar fjallastöðvar, sú hæsta í Jóm- frúnni í Sviss í 3450 m. hæð. En hæsta stöð í heimi er í Asíu-hálendinu norövestanverðu (Turkestan) í 3580 metra hæð. Helztu áhöld við athuganir þessar eru: Hitamælar (,,þur“ mælir og annar ,,votur“ til að finna rakastig loftsins, hámarksmælir, lágmarksmælir, sjálfritandi hitamælir), loft- vog (kvikasilfursloftvog og sjálfritandi loft- vog), og úrkomumælir. Sumstaðar eru mæl- ai til að mæla vindátt og veðurhæð, einnig til sjálfritandi ((á Veðurstofunni í Reykja- vík er sjálfritandi vindhraðamælir). Þá eru víða sólskinsmælar til að mæla, hve lengi sólskin er (Reykjavík og Akureyri), og ýms fleiri áhöld eru til, þótt ekki verði talin hér. Á sumum stöðvum eru aðeins fá þessarra áhalda, og nokkrar eru alveg áhaldalausar. Þær hafa mikla þýðingu, því að það eru að- eins örfáir þættir veðursins, sem lesa má af mælunum. Athugunarmaðurinn verður að athuga, hvaða tegundir skýja eru á lofti, hve hátt þau eru frá jörðu og hve mikinn hluta loftsins þau ná yfir. Ennfremur skyggni, úrkomu, sjávaröldu o. fl. Og vind- átt og veðurhæð eru víðast hvar athugaðar án áhalda. Um allar þessar athuganir fer athugunar- tnaðurinn ef'tir nákvæmum leiðbeininguíú, sem honum eru látnar í té, og þarf mikla að- gælni og æfingu til að þetta fari vel úr hendi. Athuganirnar eru gerðar á sömu mínútu um heim allan, og eru aðal-athugunartím- arnir þessir eftir íslenzkum meðaltíma: Kl. 6, kl. 12 og kl. 17. Auk þess hefir hvert land sína eigin athugunartíma, sem miðað- ar eru við þarfir þess. Þannig athuga allar íslenzkar stöðvar kl. 8, tveimur tímum tím- um á eftir hinum alþjóðlega athugunartíma, sem er of snemma til þess að unnt sé að notast við hann fyrir allar íslenzkar athug- unarstöðvar, vegna þess að landssímastöðvar eru ekki opnaðar fyrr en kl. 9. Hinsvegar hentar tíminn kl. 17 vel fyrir okkur. Þar sem flugsamgöngur eru vel skipulagðar, eru gerðar athuganir á 1 til 2 tíma fresti á flugleiðunum. Að athugun lokinni raðar athugunar- maðurinn upplýsingunum í skeyti, sem inni- heldur eintóma tölustafi, og fer þar eftir ,,lykli“ (kóda). I hverju veðurskeyti eru venjulega 4—6 „ojrð“ og 5 tölustafir í hverju orði. Skeytið er samstundis símað til veðurstofunnar þar í landi, en á aðal athug- unartímunum eru skeyti frá tilteknum st'ðvum símuð til loftskeytastöðvar, sem dreifir þeim út á skeytamáli (morse). Hafa alþjóðafundir veðurfræðinga komið sér saman um vissa senditíma og bylgjulengdir fyrir hvert land, til þess að ekki verði árekst- ur og hægt sé að taka skeyti frá sem flest- um löndum án þess að til þurfi mörg viðtæki eða marga loftskeytamenn. Auk þeirra athugana, sem að framan er getið, hafa á síðustu árum færzt mjög í vöxt athuganir á vindi, hita, raka og loft- vægi í hærri loftlögum. Á Veðurstofunni eru við og við gerðar athuganir á vindi með litl- um gúmmíblöðrum, sem fylltar eru með vatnsefni, sleppt lausum og kíkt á með þar til gerðum kíki. Árið 1932—’33 voru hol- lenzkir flugmenn hér við rannsóknir af þessu tægi. Og síðastliðið vor og sumar voru hér tveir Þjóðverjar, sem ásamt starfsmönnum Veðurstofunnar fengust við slíkar rannsókn- ir hér með litlum tækjum og hugvitssamlega VÍKINGUR $

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.