Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 7
gerðum. Var þeim fest neðan í stóra útblásna gúmmíbelgi, sem komust iðulega upp í 20 km. hæð. í tækinu er útvarpsstöð, sem send- ir í sífellu skeyti eða merki, sem tekið er á móti með venjulegu viðtæki, og má af þeim reikna loftþrýstingu, hita og raka loftsins á leiðinni upp. Veðurkortin. Byrjað er að dreifa veðurskeytunum fá- um mínútum eftir hverja athugun, og tekur hver loftskeytastöðin við af annarri, alltaf í sömu röð. Með lítilsháttar breytingu á still- ingu viðtækisins sækir svo loftskeytamaður- inn veðurskeyti frá hverju landinu á fætur öðru. Þannig koma skeyti frá 5 dönskum stöðvum, 10—15 sænskar stöðvar, yfir 20 norskar, um 40 frá Bretlandseyjum o. s. frv. Auk þess nást oft skeyti frá skipum á sigl-i ingaleiðum. Frá íslandi eru send skeyti frá 5 stöðvum (Reykjavík, Bolungavík, Akur- eyri, Dalatanga og Vestmannaeyjum). Þeim er nú dreift frá stuttbylgjustöðinni í Gufu- nesi, en áður voru þau send með ritsímanum til Englands, og þaðan var þeim dreift með ensku skeytunum. Loftskeytamaðurinn aíhendir skeytin jafn óðum öðrum starfsmanni, sem tekur að skrifa þau niður á landakort með margvíslegum tölum og táknum. Verður að nota nýtt kort í hvert skipti, en það eru hér 3—4 á dag, eða yfir 1000 á ári. Á kortinu eru engin nöfn, aðeins skipting láðs og lagar og lands- lag merkt með litum eftir hæð yfir sjó. At- hugunarstöðvarnar eru merktar með dökkum deplum, og hefir hver einstök stöð sitt núm- er. Annars eru kortin mjög mismunandi að stærð og útliti, og fer það m. a. annars eftir því, hvaða aðferð er notuð við veðurspár. í Frakklandi t. d. eru teiknuð mörg kort við hverja athugun: 1. Loftvog og vindur. 2. Hiti. 3. Ský og úrkoma. 4. Hitabreyting síð- ustu 12 tíma. 5. Hitabreyting síðustu 24 tíma. 6. Loftvogarbreyting síðustu 3 tíma. 7. Loftvogarbreyting síðustu 12 tíma o. s. frv. Á Norðurlöndum og víðar er allt þetta teikn- að á eitt og sama kort, að undanteknum hita- og loftvogarbreytingum. Að þessu loknu er tekið að ,,kanna“ kortið. Dregnar eru með blýanti línur í gegnum þá staði, sem hafa jafna loftþrýstingu (isobarer, jafnþrýstilínur), líkt og hæðarlínur á landa- bréfum. Koma þá fram svæði með hárri og lágri loftþrýstingu, hinar svonefndu ,,hæðir“ og ,,lægðir“. Þá eru afmörkuð regnsvæði, skúrasvæði, þokusvæði, dregnar jafnhitalínur (isothermer) o. fl. Oft eru þessu svæði merkt með litum, svo að auðveldara sé að glöggva sig á veðurkortinu. Þannig eru úrkomusvæði merkt með grænu, þokusvæði með gulu, svæði með háum hita með rauðu og köld svæði með bláu. Það kemur sem sagt í ljós við athugun veðurkortanna, að veðrið breyt- ist ekki af handahófi frá einni stöð til ann- arar, heldur nær sama veðurlagið — svo sem regn og snjór, skúrir og él, þoka, kuldi, hiti — yfir stærra svæði samfellt. Og þegar borin eru saman kort frá sama sólarhring eða frá degi til dags, sjást venjulega á þeim sömu lægðirnar eða hæðirnar, sömu regn- svæðin o. s. frv., en hafa jafnan færzt meira eða minna úr stað. Og hreyfingin er heldur ekki af handahófi, heldur oft mjög regluleg, einkum yfir úthöfum, bæði um stefnu og hraða. Stefnan er oftast frá vestri til aust- urs. Mjög oft er stefnan norðaustlæg, stund- um suðaustlæg, það má heita undantekning, ef lægðirnar hreyfast til vesturs. Hraðinn er einnig mjög breytilegur. Lægðir og regn- svæði fara að meðaltali 50 km. á klukku- stund á sumrum, en 60 km. á vetrum. Oft fer hraðinn niður í núll, þ. e. a. s., að lægðin verður kyi’rstæð, sem kallað er, en regn- svæðið getur samt haldið áfram ferð sinni. Hinsvegar getur hraði lægðanna farið upp í og yfir 100 km. á klukkustund. Ber það stundum við hér í norðanverðu Atlantshafi. Sem dæmi má nefna lægðina, sem olli strandi franska hafrannsóknaskipsins „Pourquoi pas?“ í september 1936. Hún kom sunnan af hafi og fór norður með vesturströnd íslands með um eða yfir 100 km. hraða á klst. Hæðirnar eru miklu hægari i ferðum en lægðirnar og halda stundum kyrru fyrir dög- um og vikum saman, Framh. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.