Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 11
kl. 1 e. h. — Þegar við lögðum af stað var
dumbungsveður, en þegar leið á daginri birti
upp svo veðrið var hið bezta. Rétt um sól-
arlagið gaf forystuskipið merki, sem þýddi:
,,Það verður sprenging, en takið ekkert til—
lit, til hennar“. Þá fóru tundurspillarnir á að
gizka 2 sjómílur aftur fyrir flotann, og í
námunda við þá, varð svo hver sprengingin
á fætur annarri. Vatnsgusurnar stóðu eins og
Geysisgos langt upp í loftið, og það hrikkti
í gömlu „Borg“, þó hún væri svona langt
í burtu. — Tundurspillarnir höfðu verið að
henda út sæsprengjum; þetta var í fyrsta
skipti, sem ég sá þær springa, og ég undr-
aðist þennan voðalega kraft, sem henti vatns-
súlunum svo langt í loft upp. Orsökin til þess
að þetta var gjört var sú, að það hafði komið
fyrir að kafbátur hafði elt flota í kafi —
líklega farið eftir hljóðinu — meðan bjart
var, en í ljósaskiptunum, eða þegar farið var
að dimma komu kafbátarnir upp á yfirborð-
ið, þannig, að „periskopen“ stóð upp úr. Þá
sáu fylgdarskipin ekki þetta litla ,,sæauga“,
vegna þess, hve farið var að skyggja, en
kafbáturinn sá til að miða skipin og skaut
eitt eða fleiri í kaf. Þetta voru því varúðar-
ráðstafanir, sem gerðar voru, til að hræða
kafbát, sem kynni að vera á eftir flotanum
neðansjávar.
Annað atvikið, sem ég minnist kom fyrir
í fyrstu ferðinni frá Methill til Bergen. Flot-
inn var búinn að taka beina stefnu frá Peter
Head til Bergen, og var kominn á að gizka
50 sjómílur frá landi. Það var fyrrihluta dags
í bezta veðri. Þá allt í einu eru öll fylgdar-
skipin komin á fleygiferð og láta sæsprengj-
unum rigna niður allt í kringum flotann.
Sum skipin, sem útbúnað höfðu til þess,
huldu sig í reykjarmökk, og svo var flotanum
snúið við í áttina til Skotlands. Síðan komu
flugvélar frá Orkneyjum og sveimuðu fram
og aftur yfir flotanum og í kringum hann.
Eftir nokkurn tíma fór þó að koma kyrrð á
allt aftur, og eftir svo sem tvær klukku-
stundir var snúið við aftur til Bergen, og
ekkert sérstakt bar við á leiðinni þangað. Ég
vissi aldrei hvað verið hafði á seiði í þetta
skipti, en auðvitað hafa fylgdarskipin orðið
vör við kafbát einhvers staðar í námunda
við flotann.
Þriðja atvikið, sem ég ætla að minnast á,
kom fyrir í annað skipti á leiðinni frá Met-
hill til Bergen. Flotinn var að halda norður
með Skotlandi, og fór um kvöldið kl. 11
fram hjá Kinnard Head, sem liggur sunnan
við Morayflóann. Þetta var dimm haustnótt
með rigningu en þó engin þoka. Þegar for-
ystuskipið var búið að gefa merki um stefn-
una, sem stýra átti norður undir Orneyjar,
hugði ég að ekki myndi í annan tíma hent-
ugi'a að leggja sig, en einmitt nú, meðan við
værum að skríða norður yfir Morayflóann.
Og ég gjörði það. En þegar ég er rétt að
sofna kemur 2. stýrimaður, Ófeigur Ófeigs-
son, inn með miklu fasi og segir, að nú sé
allt að verða vitlaust. Forystuskipið hafi allt
í einu stöðvaðist fyrirvaralaust og þá hafi aft-
ari skipin í flotanum runnið fram á hin
fremri, svo nú sé allur flotinn kominn í eina
kös. Ég flýtti mér upp í brúna og ég minnist
þess, að það eina sem ég sá fyrst, þegar ég
kom út úr ljósinu út í myrkrið voru rauð og
græn ljós allt í kringum okkur. Okkur hafði
nefnilega verið leyft, að ef í nauðir ræki að
nóttu til, mættum við bregða upp grænu og
rauðu hliðarljósunum til að leiðbeina skip-
unum í kringum okkur og þar með varast á-i
rekstur, og þetta höfðu skipin gjört. Mörg
skipin komu nærri hvert öðru í þetta skipti,
en ekki varð ég var við að neinir árekstrar
yrðu. Eftir nokkura ringulreið var svo hald-
ið af stað aftur með hægri ferð, en þá var
stefnt inn í Morayflóa. Um hádegi næsta dag
var allur flotinn lagstur til akkeris inni á
Cromartyfirði, sem er lítill fjörður, sem
skerst norður úr Morayflóa nærri botni fló-
ans. Þegar búið var að liggja þarna við akk-
eri í þrjár stundir, er skipað að létta akk_
eri aftur og haldið af stað. Þá var farin hin
vanalega leið til Bergen, og ekkert bar meira
til tíðinda á leiðinni. Þegar við komum til
Bergen, fréttum við, að skipin, sem fóru á
undan flotanum, hefðu uppgötvað það, að
Þjóðverjar væru búnir að leggja tundurdufl-
um á leið þeirri, sem við áttum að fara, og
því varð að tefja flotann í 18 stundir meðan
11
VÍKINGUR