Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 19
Frá síðasta Sjómannadags-
fagnaði í Reykjavík. —
Lúðrasveit leikur »ís/ands
hrafnistumenn« fyrir mann-
fjöldann.
Hér er vísupartur eftir Maríus Ólafsson.
Hörð er sóknin hetjudáða
háð í kring- um ættarströnd,
þegar Vetur vopnar báða
Vind og Ægi sér við hönd.
Þeir, sem stríðið þarna heyja,
þúsundir um fiskimið,
hetjur lifa og hetjur deyja,
Hvergi á ísland betra lið.
í sumum kvæðunum er líka talað um frið
og fegurð hafsins, t. d. í þessum línum eftir
Sig. Baldvinsson:
Og hafið á seiðandi fegurð og frelsi
og friðsæla töfra og bragandi mál,
sem leysa vorn anda úr hömlum og helsi
og hrífa til flugs hverja vakandi sál.
Enn aðrir yrkja í gamni og alvöru um sjó-
mannalífið, eins og Jónas Jónsson:
Það er sjómanna æðsta yndi
að afla mikils og lifa glatt,
aka seglunum eftir vindi,
elska konur og tala satt,
minnast þess, sem að lék í lyndi,
láta gnoðin sigla hratt.
Annars eru flest kvæðin um alvöru sjó-
mannalífsins og um „starfsins menn sem
starfið virða“ eins og Jak. Jóh. Smári kemst
að orði í sínu kvæði. Þetta eru aðeins sundur-
laus sýnishorn úr Sjómannaljóðunum, en þau
hefjast á kvæðinu eftir Örn Arnarson, er
hann byrjar svo:
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið,
er sjómannsins beið.
Þessi kvæði verða alveg sérstæð á bóka-
markaðinum, enda munu margir hafa löngun
til að eignast þau.
19
VÍKINGUR