Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 22
ur fyrir eyjarnar og lagðist á leguna þar. Alda var enn þá mikil og fékkst ekki afgreiðsla fyr en skipið hafði legið þar í 4 tíma. En þá var loks þessum áfanga lokið og haldið af stað austur með landinu, til Hornafjarðar. Veður fór hrað-batnandi, bæði landið og vit- ar þeir, sem á þessari leið eru, sáust. Á leiðinni austur með landinu er Dyrhóla. ey, með gatinu, sem hún ber nafn af. Reynd-i ar er þetta ekki eyja, heldur höfði, er stend- ur úti við sjó, upp úr sandinum, sem er fyrir austan og vestan. Þar eru drangar fram af höfðanum, nokkra faðma frá landi og er svo djúpt milli þeirra, að stundum, þegar sjór er sléttur, er farið á milli þeirra, til þess að gleðja farþegana og sýna þeim fegurð umhverfisins, svo vel sem unnt er. Þegar gott er veður og jörðin græn, eru staðir þessir með fegurstu blettum á landinu. Örlítið austar er Vík í Mýrdal. Þar er engin höfn, en lagleg sveit. Hjörleifshöfði tekur við þar fyrir austan. Á þessu svæði og austur að Hornafirði eru hinir alþekktu sandar, Skóga-, Sólheima-, Mýr_ dals-, Meðallands-, Bruna-, Skeiðarár- og Breiðamerkursandur, þar sem ótölulegur fjöldi skipa hefir séð sitt skapadægur. Austan við Meðallandsbug er Ingólfshöfði. Á honum er lítill viti, en enginn á Hjörleifs- höfða, sem er vestan bugarins. Höfðarnir eru því sinn hvoru megin bugar- ins, eins og sagan greinir, er þeir fóstbræð- ur kynntu eldana á þeim um veturinn, svo að þeir gætu séð, hvor um sig, að hinn væri við líði. Úti fyrir söndunum, austan Ingólfshöfða, eru Tvísker og Hrollaugseyjar, en úti fyrir Hornafirði eru Hvanneyjarsker, auk fjölda boða og grynninga. Þar eru oft þokur og þykk- viðri úti fyrir og því ekki alltaf girnilegt að- komu. Er lítill og ómerkilegur viti á Hvann- ey, sem á að leiðbeina sjófarendum upp undir ósinn, en það er með hann eins og svo marga aðra vita, sem reistir hafa verið á Islandi, að ljósmagn hans er ekki í samræmi við þá hættu, sem hann á að vara við. Sýnir það fá- tækt þjóðfélags vors á mjög áberandi hátt og það svo að skilja mætti á tvo vegu, að við skulum ennþá sætta okkur við að sýnast. Næsta dag var komið til Hornafjarðar, en svo stóð þá á sjó, að bíða varð, unz fært þætti að leggja í ósinn. Alda var fyrir utan, sem er mjög algengt og því engin vellíðan hjá farþegunum. Hornafjörður; þar er fögur sveit og fögur fjallasýn, þar býr margt góðra manna, enda er oft gert mikið fyrir þá og teflt í tvísýnu dýru skipi og farmi, til þess að bæta þeim upp, hve þessi fagra sveit er einangruð, sök- um legu sinnar, með því að leggja í ósinn, þótt slæmur sé, svo að þeir geti fengið vörur og póst, hið misholla líkamlega og andlega fóð- ur. Út af Hornafirði halda ensku herskipin sig og liggja þar fyrir þýzku skipunum, er leggja leið sína um þennan hluta Atlantshafsins á leið sinni til Þýzkalands. Þarna sitja þeir um bráð sína, eins og kettir um mýs og koma út úr þykkninu, þegar minnst varir og verður við það stundum saklaust strandferðaskip hinnar ævarandi hlutlausu íslenzku þjóðar fyrir óþarfa töfum. Skammt fyrir utan Hornafjarðarós var fyrsta sjóorustan háð, sem íslendingar hafa augum litið, sást \\i<5ureignin frá lalndi og skotdrunurnar heyrðust þangað greinilega, er vesalings Bertha Fisser, þýzkt skip, var skotin þar í bál og rak inn að ós. Lenti skipið þar á svonefndum Þinganesskerjum, rétt austan við ósinn. Höfðu Englendingar tekið alla skip- verja til fanga, en eftir var lifandi um borð einn azoreyzkur köttur og eitt svín frá Argen- tínu. Svínið kvað hafa verið búið að laga vel í kring um sig í lúkuábreiðum o. fl. Var mér sagt það af sjónarvottum, er komu um borð í skipið, þar sem það stóð á skerinu, áður en það liðaðist í sundur. Nú sést ekkert eftir af skip- inu. Vesalings svínið var skotið og því síðan fleygt í sjóinn ; hefir eflaust þótt of gott í munn íslendinga, þar sem það hafði lifað á kornfarmi skipsins í langa tíð. Kötturinn lifir ennþá og syngur serenade sína svo vel, að allir kettir í Hornafirði leggja undir flatt af aðdáun og skilja ekki hvaðan úr veröldinni hann er kom- inn. VÍKINGUR 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.