Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 24
Einhverntíma, þegar viÖ verðum ríkir, og hvergi vantar girðingar, þá á að reisa stóran vita á Seley. Þar þarf líka að koma þokuhorn og einnig á Papey. Austfjarðaþokan er þykk og hagvön. Það er siglt fyrir Gerpir og Norðfjarðar- horn, inn á Norðfjörð. Á Norðfjarðarhorn vantar vita. Á Norðfirði hefir verið mikil útgerð og fiski- sæld, en höfnin er ekki eins góð þar og á hinum fjörðunum. Þó mun vera þar meiri útgerð en annars staðar á Austfjörðum og sýnir það dugnað Norðfirðinga. Þar er síldarverksmiðja og mörg lagleg hús, sem möi’g eru máluð. Ef húsin væru almennt máluð á þessum stöð- um, myndi það gera staðina fegurri og húsin eigulegri. Ég held, að rétt væri að spara neftó- bakið og kaupa í stað pess menju og aðra liti, til viðhalds híbýlum manna — þá myndu líka sparast vasaklútar og skeggið og nefið yrði fallegra. Á Norðfirði er margt dugandi manna. Fjörðurinn er fallegur á sumrum. Frá Norðfirði er haldið til Mjóafjarðar. Þar er ávalt s'tutt viðdvöl. Þar er höfuðbólið Brekka, sem margir dugnaðarmenn hafa búið á, fyr og síðar. Innst í firðinum er Fjörður. Þar býr Sveinn Ólafsson, fyrv. alþingismaður, ís- lenzkur sveitarhöfðingi. Mjóifjörður er feng- sæll fjörður. Þá er haldið fyrir Dalatanga og inn á Seyðis- fjörð. Á Dalatanga er viti og þokuhorn. Þau eru tvö á íslandi, hitt á Sauðanesi við Siglu- fjörð. Utarlega í Seyðisfirði er Brimnes. Þar á að vera viti og kvað hafa kostað mikið að gera breytingu á honum, sem aðallega mun hafa verið á undirstöðunni, því að enn er í honum sama týran, sem aldrei hefir sézt af sjó, þcgar eitthvað hefir verið að veðri. Á Seyðisfirði eru margar bryggjur og mörg stór hús — einhverntíma hefir verið þar vel- megun. Þar eru flest hús máluð. Fjörðurinn er fallegur og þar er oft heitt á sumrum. Þar býr margt góðra manna. í görðunum við húsin eru víða tré. Þeir, sem elska blóm og gróður, elska lífið. Frá Seyðisfirði er haldið til Borgarfjarðar. Þar á milli er LoðmundarfjÖrður. í»ar kvað vera mikið fuglalíf á sumrum. Fuglarnir elska frið og ró. Það hlýtur að vera gott að dvelja þar á sumrum. Á leiðinni til Borgarfjarðar er Álftanes, Skálanes og Glettinganes og er viti á hinu síð- astnefnda. Þar þyrfti einnig að koma þoku- horn í framtíðinni. Við mynni Borgarfjarðar er Kaupmanns- stapi. Við Borgarfjörð vantar vita, þ. e. a. s., ef menn eiga að búa þar áfram. Þar er afar slæm höfn og fá Borgfirðingar því oft hvorki póst né vörur tímum saman. Velmegun er þar víst fremur lítil, öll hús eru þar ómáluð og er það synd í því sumarfagra landslagi. Frá Borgarfirði er haldið til Vopnafjarðar, fyrir Héraðsflóa, þar sem Lagarfljót rennur til sjávar. Éljagangur er og stormur, en fátt far- þega. Farið er fram hjá Bjarnarey og Kollu- múla — á Bjarnarey er viti. Á Vopnafirði er fallegt að sumri til og mikl- ar sveitir eru þar upp af, en kauptúnið frekar lítið. Höfnin er ekki góð. Frá Vopnafirði er haldið fyrir Kolbeins- tanga og Digranes, til Bakkafjarðar. Á Kol- beinstanga og Digranes vantar vita. Við Vopnafjörð eru tíð dimmviðri. Utanvert við Vopnafjörð, að norðanverðu, er Strandhöfn. Þar er raflýst. Stór pera er í staur á hlaðinu, einhver bezti vitinn á land- inu, kostar mjög lítið. f Vopnafirði eru mikl- ar segultruflanir. Á Bakkafirði er slæm höfn, fá hús og mjög ömurlegt á vetrum, en menn segja að þeim líði þar vel. Athugandi væri nú samt, hvort ekki væri hægt að láta þeim líða betur annars staðar; hvers vegna ekki að þjappa fólkinu meira saman, þar sem lífsskilyrði eru hent- ugri? Á Bakkafirði er fiskisælt nokkuð á sumr. um og gæti því verið þar sumarver, sem eftir- látið ætti að vera hröfnunum á vetrum. Frá Bakkafirði er haldið fyrýr Langanes. Á Langanesi, að austanverðu, eru Skálar. Já, Skálar. Þar er sjaldan komið við nú orð- ið. Einu sinni var þó fiskisælt þar og margt manna á sumrum og þá var byggður þar sjó- VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.