Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 26
og fólkið frjálsmannlegt. Þar ér falleg kirkja
og mikil ræktun. Heitt vatn kvað vera þar í
jörðu. Þar er útgerð nokkur og góður rauð-
magi.
Kauptúnið er raflýst og mætti setja sterka
peru á staur út á höfðanum, á meðan ekki
kemur þar viti. Það myndi greiða fyrir sigl-
ingum til Húsavíkur í slæmum veðrum. Föstu
vitarnir eru beztu vitarnir fyrir íslenzkt veð-
urfar, eða þeir, sem eru með föstu ljósi og
myrkva, en þeir eru víst dýrari, en hinir.
Frá Húsavík er haldið til Akureyrar, siglt út
Skjálfandaflóa og að þessu sinni staðnæmst
hjá Flatey. Þar er útræði og fiskisæld. Flateyj-
ingum líður vel — þar er enginn fátækur.
Frá Flatey er haldið fyrir Gjögratá. Á Flat-
ey er viti, en ekki enn þá á Gjögratá.
Siglt er inn Eyjafjörð, fram hjá Hrólfskeri
og Hrísey, Grenivík, Höfða, Hjalteyri, Sval-
barðseyri og Oddeyri.
Eyjafjörður allur er mjög fallegur, fegurst-
ur fjarða á íslandi. Þar er mikil útgerð víða,
ræktun, og fögur bændabýli. Það er eins og
að koma í æfintýraland, að sigla inn Eyja-
fjörð í blíðskaparveðri. Við Eyjafjörð eru síld-
arverksmiðjur þrjár og mikið verkað af síld á
sumrum.
Akureyri, höfuðborg Norðurlands, hefir yfir
sér eitthvað hreinlegt og borgarlegt. Bæjar-
stæðið er dásamlegt. Akureyri er miðstöð
verzlunar og samgangna um allt Norðurland.
Út frá Akureyri liggja akbrautir til austurs og
vesturs.
Byggingar á Akureyri eru mjög myndarleg-
ar margar. Akureyri er perlan í hálsmeni
Fjalladrottningarinnar. Landið er fagurt, út-
sýn góð og fólkið eftir því.
Hér verður nú staðar numið með sögubrot
þetta að sinni, en þannig er viðburðarásin,
eða þessu lík á strandferðunum við ísland.
Þar skiftast á að jafnaði skyn og skúrir, góð-
viðri og hrakviðri. Farþegar koma og fara, nýir
menn, með svipaðar spurningar og endurtekna
sjóveiki, en hjá skipshöfninni eru störfin hin
sömu, eða svipuð að minnsta kosti, á öllum
þessum ferðum.
Á. S.
Hallgrímur
Jónsson
vélsfjóri
fimmfugur
Þann 5. apríl s. 1. varð Hallgrímur Jónsson
yfirvélstjóri á e.s. Dettifossi fimmtugur. —
Hallgrímur er breiðfirzkur að ætt, hann lærði
járnsmíði á vélaverkstæði í ísafirði. Árið 1914
lauk hann hinu minna vélstjóraprófi, en árið
1915, þegar Vélstjóraskólinn í Reykjavík var
stofnaður, byrjaði hann strax að lesa undir
hið meira vélstjórapróf og lauk fullnaðarprófi
í vélfræði árið 1916 með ágætiseinkunn.
Mest allan þann tíma, sem Hallgrímur hefir
starfað sem vélstjóri, hefir hann unnið hjá
Eimskipafélagi Islands eða um 23 ár. Á þess-
um tíma hefir hann aflað sér trausts og virð-
ingar jafnt yfirboðara sinna sem undirmanna,
með sinni prúðmannlegu framkomu og sam-
viskusemi við starf sitt.
Afkastamaður hefir Hallgrímur verið í
störfum fyrir Vélstjórafélag íslands öll þau 28
ár, sem hann hefir verið meðlimur þess. Fyrir
árvekni hans og fórnfýsi í þágu þess félags-
skapar á vélstjórastéttin honum mikið að
þakka í þau 16 ár, sem hann hefir verið for-
maður félagsins.
Hallgrímur er námsmaður góður, löngun
hans til þess að afla sér menntunar kom strax
í ljós, er hann byrjaði smíðanám á ísafirði. Að
afloknu dagsverki var Hallgrím hvergi annars
staðar að hitta en við lestur í herbergi sínu,
enda hefir iðni hans við lesturinn gefið hon-
um ríkulegan ávöxt.
Vinir hans og kunningjar óska honum allra
heilla í nútíð og framtíð og vona að mega njóta
mannkosta hans og dugnaðar um langan tíma.
Þ. Á
VÍKINGUR
26