Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 28
Þessi mynd er af
Matkúsi Bjarna-
syni skólastjðra,
er hann var 30
ára gamall.
seti á „Fanney“, er líklega hefir verið fyrsta
þilskipið sem íslendingar eignuðust og gekk til
fiskiveiða frá Suðurlandi.
Um þetta leyti var á Prestaskólanum í
Reykjavík, afburða reikningsmaður, er talið
var að hefði af sjálfsdáðum numið nokkuð í
stýrimannafræði. Það var Eiríkur Briem. Til
hans leitaði nú Markús í erfiðleikum sínum.
Var það honum til hinnar mestu gæfu síðar.
Ekki aðeins fyrir það, að hjá honum gat Mark-
ús svalað fróðleiksþorsta sínum hvað stýri-
mannafræðina snerti, heldur einnig og ef til
vill öllu fremur, að þar kynntist hann mennt-
uðu prúðmenni, er hafði djúptæk áhrif á skap-
gerð Markúsar, er honum entist æfilangt og
urðu yfirsterkari ruddamennskunni, sem þá
var víðast ríkjandi meðal sjómanna.
Hinn 30. júlí 1873 gekk Markús undir próf
í stýrimannafræði að loknu námi hjá Eiríki
Briem. Prófdómendurnir voru 2 danskir sjó-
liðsforingjar af varðskipinu „Fylla“. Stóðst
hann prófið með prýði og mun það hafa sam-
svarað minna stýrimannaprófinu við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík, eins og það var um
síðustu aldamótin. Prófið veitti engin réttindi,
því engin lög voru þá til á landi voru um þessi
efni, enda lítið um haffærar fleytur í eigu
landsmanna. í Danmörku veitti það heldur
ekki rétt til skipstjórnar né stýrimennsku. Það
var því ekki til þess að ná í aukin réttindi til
VÍKINGUR
skipstjórnar að Markús hafði lært, heldur af
fróðleikslöngun og menntunar.
Sama árið sigldi Markús til Danmerkur og
lærði seglasaum í Faaborg á Fjóni og naut til
þess lítilsháttar styrks frá útgerðarmönnum
„Fanneyjar”. Að því námi loknu kom hann
heim og tók við skipstjórn á „Reykjavík",
annari fiskiskútunni, er Geir Zoega eignaðist.
Stundaði hann svo skipstjórn á sumrin og
seglasaum að vetrinum. Sennilegt tel ég að
hann hafi jafnframt haft pilta í tímum við
kennslu í stýrimannafræðum einnig, en um
það hefi ég ekki getað aflað áreiðanlegra
heimilda.
Árið 1880 sigldi Markús aftur til Danmerk.
ur og gekk á stýrimannaskóla þar og lauk hinu
meira stýrimannaprófi að 11 mánuðum liðnum.
Jafnframt aflaði hann sér skólalærdóms í far-
mannalögum, verzlunarfræði og vélfræði. í
þessari utanferð kyntist hann ýmsu fleiru, er
snertir hag sjómanna, þ. á. m. vitamálum.
Hafði hann áður minnst á þörfina fyrir vita
hér á landi, en þar sem annars staðar átti hann
við þekkingarleysi og skilningsskort að stríða
og fékk litlu áorkað. Fyrsti vitinn sem reistur
var á íslandi, — gamli Reykjanesvitinn, var
þá reyndar upp kominn — var reistur árið
1879. — En oft mun Markús hafa verið búinn
að nefna það við útgerðarmenn o. fl. hver þörf
væri á vitum á íslandi sem allar aðfluttar og
útfluttar vörur verða að fara sjóleiðina að og
frá landinu.
Eftir heimkomuna 1881 hélt Markús áfram
sjómennskunni og seglasaum að vetrinum ,en
hafði jafnframt á hendi tilsögn í stýrimanna-
fræði um nokkur ár. En 1885 fékk hann opin-
beran styrk til þessarar kennslu, kr. 500 á ári
og hélt honum þar til Stýrimannaskólinn var
stofnaður 1890. Frá því 1885 að Markús fékk
opinberan styrk til kennslunnar og til þess, að
fyrstu prófin frá skólanum voru afgreidd
1893, hafði Markús útskrifað 18 nemendur, er
stóðust próf í stýrimannafræði. Með stofnun
Stýrimannaskólans var Markús gerður for-
stöðumaður hans og aðal kennari. Fyrstu árin
starfaði skólinn í leiguhúsakynnum, svo-
nefndu „Doktorshúsi", er stendur enn, þó
nokkuð sé það breytt og nú hefir fengið nr. 13
28