Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 30
á ferð, enda er landið þarna fremur gróður- lítið og óbyggilegt. Um morguninn lægði storminn og héldum við þá af stað, og þegar dróg lítið eitt norð_ ar, var komið logn og sólskin. — Daginn þar á eftir sigldum við fram hjá skriðjöklinum við Friðrikshaab., Er það geysimikill skrið- jökuli, sem gengur beint í sjó fram og er að því leyti frábrugðinn grænlenzku skriðjökl- unum, sem flestir ,,skríða“ fram í dali og fjarðarbotna. Næsta dag komum við undir Svartasker og sigldum síðan sem leið lá inn sundin til Fær- eyingahafnar, sem átti nú að verða áfanga- staður okkar í rúman ársfjórðung. Höfðum við þá verið rétta viku á leiðinni frá ílslandi til Grænlands. Búist um í Færeyingahöfn. Ekkert höfðum við séð til skipa á okkar leið og ókomin var skonnortan ,,Arctic“. (Er það sama skipið, sem Fiskimálanefndin er nú búin að kaupa af Dönum og ætlar að hafa í freð- fisksflutningum til Englands). En hún átti að vera ,,móðurskip“ okkar um sumarið. Hafði hún farið frá Keflavík viku á undan okkur, en kom ekki til Færeyingahafnar fyrr en viku á eftir okkur. Eftir að búið var að binda bátinn við klapp- irnar (við Grænland er víða svo aðdjúpt, að hægt er að leggja allstóru skipi alveg upp að klöppunum) fór ég með Finnboga skipstjóra í land með skjöl bátsins og skilríki. — Hefir danska stjórnin þarna umboðsmann. Hét sá Möller, sem þetta starf hafði með höndum. Reyndist hann okkur hinn almennilegasti og bezti maður. Ennfremur var þarna danskur loftskeytamaður, og höfðu þessir tveir dönsku embættismenn þrjá Grænlendinga í þjónustu sinni, ráðskonu og tvo karlmenn. Nú liðu dagarnir í aðgerðaleysi, því ekkert var hægt að hafast að fyrr en ,,Arctic“ kæmi, en með skipinu var umboðsmaður ,,reiðar_ ans“, Gunnar Thordarsen, góður maður og gegn. Eftir fjögra daga bið og aðgerðaleysi kom ,,Arctic“ og batt sig við klöppina í Fær- eyingahöfn. Voru þær festar ekki leystar fyrr en um haustið. Var þó svo umtalað áður en farið var vestur, að skipið ætti að fylgja okk- ur eftir á miðunum til þess að gjöra okkur auðveldara fyrir með veiðiskapinn. Hafði þetta af okkur mikla veiði eins og síðar verð- ur frá sagt. Nú var tekið til óspilltra málanna, timbri og sementi skipað í land úr ,,Arctic“ og reist- ur úr því lítill geymsluskúr til afnota fyrir okkur. Ennfremur voru látin í land þau veið- arfæri, sem við gátum ekki haft um borð. Ég skal skjóta því hér inn í, að þetta sama sumar lét trúboð Færeyinga reisa sjómanna- heimili í Færeyingahöfn og Danir lítinn spít- ala, svo að staðurinn leit heldur en ekki upp um sumarið og fleira varð til að prýða hann heldur en við og báturinn okkar! Uppskipun úr Snorra goða við klappirnar í Fœreyingahöfn. VÍKINGUR Veiðin hafin. Að þessari vinnu lokinni tókum við ís, salt og kost úr ,,Arctic“ og héldum út á veiðar. Eru fiski-,,bankarnir“ mjög víðáttumiklir, en djúpir álar í kringum þá. Dýpið á grunninu er þetta frá 25—40 faðmar, en álarnir 400— 600 faðma djúpir. — Veldur misdýpi þetta straumum og talsverðum sjó jafnskjótt og nokkuð hvessir. í þessum fyrsta róðri lögðum við 2000 öngla af haukalóð í hallann á ,,Fyllu-banka“. Var afli fremur rýr, mig minnir 10 lúður og engin stór, allmikið af steinbít og hlýra, svolítið af blágómu og karfa og nokkuð af stórum þorski. Var hann mag- ur og lifrin eins og dökkar tægjur. 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.