Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 33
Fremst í blaðinu er góð og fróð-
leg grein um sjósókn frá Akranesi
og fleira, í kringum síðustu alda-
mót. — Hafa Akwnesingar jafn-
an sótt fast sjóinn og alltaf haft
ötulum og liarðfengum sjómönnum
á að skipa.
Þykir VÍ-INGNUM tilhlýðilegt,
um leið og hann minnist á sjósókn
og sjómenn frí Akranesi, að birta
þessar myndir. Eru þær af vél-
bátnum „Ægir" og björgunnrsveit-
inni á Akranesi og skipshöfninni
á „Ægi“, sem gengu vasklegast
fram í björgunartilraununum þeg-
ar franska hafrannsóknarskipið
„Pourquoi pas?“ fórst fram undan
Straumfirði á Mýrum, hinn 16.
september 1936.
neitt þarft verk, er ómagi í þjóðfélaginu, og
upp á aðra kominn með fæði og klæði, hversu
sprenglærður, sem hann er. Langur lærdóm-
ur er því aðeins nauðsynlegur að hann leiði
til ákveðinna viðfangsefna, sem viðkomandi
sé hlutgengur til, en því miður virðast of-1
margir sækjast eftir þeh’ri menntun, sem
fjarlægir þá frá athafnalífinu, en staðreynd-
irnar sýna að allir athafnamennirnir koma úr
skóla reynslunnar.
Yið erum á villigötum, þegar tómri bók.
menntinni er gert hærra undir höfði en hinni
hagnýtu fræðslu, eins og alltaf hefir verið
gert í voru landi. Það er mikil hætta á því,
að hin mikla háskólabygging, sem reist hefir
verið hér í höfuðstaðnum, verði ekki annað
en ófeimið tákn þess, sem ekki verður í ask-
ana látið, nema að allverulegur hluti hennar
verði tekinn undir hagnýta fræðslu fyrir hin-
ar ýmsu starfsgreinar sjómannastéttarinnar,
meðan rúm er þar fyrir og ekki er búið að reisa
hinn fyrirhugaða Sjómannaskóla.
Sjómennirnir geta ekki til eilífðar sætt sig
við það ófremdar ástand, að hafa ekkert
sómasamlegt húsnæði, þar sem þeir, í v.ið-
bót við verklega reynslu, geti orðið fullnuma
í hinu gagnlega ætlunarverki sínu. En ég hefi
talað við marga sjómenn, og þeir vilja fúsir
sætta sig við að komið verði á almennri
þegnskylduvinnu. Sjómannaheimilin á Islandi
verða ekki þeir hnullungar, sem þetta nauð-
synlega mál fellur um.
S
VÍKINGUR