Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 34
ösUrin á KaldbaU
Þegar ég las söguna af Upsa-Steina og sæskrímslun-
um, sem birtist í ágústhefti „Víkingsins“ mundi ég allt
í einu eftir annari gamalli skrímslasögu og segi hana nú
hér.
Föður-faðir minn hét Steingrímur Aðalsteinsson og'
bjó lengi í Lyngholti við Akureyri. Síðar fluttizt hann
astur aö Kaldbak á Tjömesi, en sá bær stendur skammt
í suðurátt frá þorpinu Húsavík við Skjálfandaflóa.
Einn þann vetur, sem afi minn bjó á Kaldbak, var
einmuna góð tíð frá því um veturnætur þangað til seint
á þon'a. Þó voru vötn öll ísi lögð. Eitt kvöld í önd-
verðum janúarmánuði gekk afi út á hlað, heldur í seiinna
lagi. Þá var tunglsljós nokkuð, en þó eigi vel skýrt. Þeg-
ar afi stendur þarna á hlaðinu, heyrir hann ámátlegt
liljóð, sem virðist koma úr norðvestri, þeirri átt, sem
Skjálfandaflóinn liggur. Skilur afi þetta á þá leið, að
menn muni vera í hættu staddir, ef til vill á ís við mynni
Reykjadalsár, er fellur í flóann þar all-næm. Snarar
karl sér inn í skemmu og tekur með sér langan kaðal
og spor-reku.#Og þar sem annara karlmanna var eigi völ
á hans heimili, hleypur hann af stað í áttina, sem vælið
kom úr, og hraðar sér það mest hann má. Er hann
kemur niður á ísbreiður árinnar, sér liann þústu mikla
korna vaggandi inn ísinn, í áttina frá árósunum. Slettist
þessi „fígúra“ sitt á hvað, Iíkt því sem hún hafi enga
fætur, en þurfi að mjaka sér á röndum, eins og kerald.
Per kvikindið þó furðu hratt yíir og brátt er það komið
svo nærri afa, að hann sér, að hér muni ekki vera um
neina venjulega skepnu að ræða, heldur sæskrímsli, eða
djöfulinn sjólfan. Snýr afi þegar við og tekur á rás
heim að bænum af'tur, en rétt í því rekur skrímslið upp
þvílíkt öskur, sem hið fyrra var, er ati heyrði heima á
hlaðinu. Slettist það síðan á eftir afa, sem lileypur í
blóðspreng og lafmóður, unz liann kemst með naumind-
um inn í hesthúskofa, sem hann átti yzt og neðst ó
Kaldbakstúni.
Þama lá afi innan á hesthússkofahurðinni alla nótt-
ina og skalf af kulda og hræðslu. Um inorguninn, þegar
birtu tók að leggja inn um l.jóra kofans, staulaðist karl
út og gáði tíðimda. Var fólkið orðið dauðhrætt um
hann; hafði meðal annars hlaupið um kring og kallað,
en engra undra orðið vart. annara en hvarfs heimilis-
föðurins.
Allmörgum árum síðar, þegar faðir minn var 18 ára
gamall, komu þeir feðgar úr kaupferð frá Iíúsavík, að
haustlagi, og áttu leið um bi'ekkuna framan við Kald-
VÍKINGUR
þakshæðina. Vissu þeir þó ekki fyrri til en hátt öskur
dundi yfir og lá við að hestar ærðust. Vildi þá pabbi
flýta sér heim, en afi öskraði á móti, af öllum mætti og
heyrðist þá ekkert svar. Eullyrti faðir minn síðar, að
skrímsl mundii þarna á ferð verið hafa og kvað afa hafa
orðið hræddan, eftir að hann svaraði því svona sköru-
lega.
Buldur í Bjarkahlíð.
Þorgeirsboli þrumar á bágstaddan
Sigþór hét maður og bjó á Skarði í Dalsmynni í Þing-
eyjarsýslu. Það var um 1800. Að vetrarlagi datt hann
eitt sinn ofan um ís á Fnjóská, að nóttu til. Tunglskin
var ó og gott veður. Sigþór náði aðeins með höfuðið
upp úr vatninu og stóðst átök straumsims, með því, að
standa fast í botni og halda höndum í ís-skörina. Tók
hann svo að æpa og kalla á hjálp. En er slíkt hafði geng-
ið nokkra stund, heyrir hann allt í einu ógurlegt nauts-
öskur kveða við allfjarri. Hljóðnaði í Sigþóri við þetta
óvænta svar, en þó fór hann brótt að hrópa aftur. Leið
nú eigi á löngu áður en maður kom og bjargaði Sig-
þóri. En það orð lék ó, að Þorgeirsboli fylgdi þeim
manni jafnan.
Baldur í Bjarkahlíð.
Björn FriðriUsson, verkamaður,
heíir sent ”Frívaktinni« eftirfarandi:
Allt frá landnámi hefir farmannseðliö verið mjög áber-
andi og sterkur þáttur í skapgerð íslendinga, og er það
sízt að furða, um afkomendur hinna hraustu víkinga og
sægarpa, er land nómu og ekki hikuðu við að sigla um
úthöfin landa á milli og í landaleit, með jafn lítilli tækni
og þá var til slíkra hluta; mundi ]iað nú þykja lítil for-
sjá í ef svo væri gjört. En svo hefir það verið alla tíð,
að hafið, með allri sinni fegurð, hættum og mikilleik,
hefir seitt að sér hugi uppvaxandi og þroskaðra sona
landsins, og það á meðan bændur,- vinnumenn og leysingj-
ar voru sem ein stétt að því leyti, að þeir stunduðu jöfn-
um liöndum sjósókn og landbúnaðarvinnu.
Yerferðirnar norðan úr Húnavatnssýslu, Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarsýslum, vestur undir Jökul eða til Suður-
nesja, og austan úr Skaftafellssýslum til Faxaflóa, um
hávetur, gangandi og berandi fatnað og nesti,, hafa ekki
verið áhættu- né erfiðislausar, svo að ganga sömu leið til
baka eftir lokin. Þá voru engir vegir og allar ár óbrúað-
34