Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 36
bóta, en á eynni eru margir vogar og víkur, sem taldir
eru tilvaldir felustaðir fyrir þá. — Það er því viðbúið,
að eyjarekeggjar verði að sætta sig við það, að fá engan
póst, fyr en að stríðinu loknu.
★
Verið er nú að reyna nýja ameríska uppgötvun. Er
það nokkurskonar neðansjóvar ljósmyndavél. Telur upp-
finningamaðurinn,, að sé þessu áhaldi sökkt í sjóinn frá
skipi, þá geti skipshöfnin séð all-langan veg neðansjávar
út frá skipinu, og geti þetta áliald þannig orðið til þess,
að hægt verði að forðast kafl)áta, tundui’dufl, tundur-
skeyti, skipsflök, ókortlögð sker og grynningar o. s. frv.
★
Sjómannslíf.
Farmannsæfi um sollinn sjó
seggjum hæfir knáum,
blandin lævi, en líka þó
leik við gæfu sjáum.
Gnoð þótt reiki um grimman sjá,
gleði veiki bagi,
aldrei smeykar hetjur há
hildai'leik við Ægi.
Hafið.
Hyl.jir ólga. Hæstu fjöll,
hylur kólgan skæða.
Kyljubólgin boðaföll
banasólgin æða.
Hafið sneiðir yndis-önn,
éflir seið til dóina,
þar sem reiðiþrungin Hrönn,
þrumar neyðar hljóma.
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ábyrgðai'maður:
Gu’Sm. H. Oddsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
KonráS Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og
kostar ói’gangurinn 10 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli,
Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", Pósthólf
425, Reykjavík. Sími 5653.
Farmanna- og fiskimannasamband Islands:
Skipstjóra- og Stýrimannafél. „Ægir“, Sigluf.
Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur.
Skipstjórafélagið „Aldan“, Reykjavík.
Vélstjórafélag Islands, Reykjavík.
Félag islenzkra loftskeytamanna, Reykjavík.
Skipstjói’afélag íslands, Reykjavík.
Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík.
Skipstjóra- og stýi'imannafél. „Kári“, Hafnai'f.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan“, ísaf.
Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
Bjart, sem raf, með hótin hlý,
hugró gaf það blíða,
er lognsins vafui'loga í
liggur hafið fríða.
Gæfusjóður ættlands ert,
oi'kuglóðir þrinnar.
I sögu og ljóði lofað sért,
lífæð þjóðai'innar.
Haraldur Zophóntasson, Dalvík.
★
Það vakti mikla athygli, er frétt kom um það, að búið
væri að finna út sérstakan útbúnað, sem ver skipin hætt-
unni af' segulmögnuðu tnudurduflunum.
Eru lagðir vírar, sem rafmagn er leitt um, utan lun
•skipsskrokkinn, og hefir það þau áhrif, að segulmagns-
áhrifa tundurduflanna gætir ekki.
★
Ungur maður er að taka stýrimannspróf.
Spurning: — Þér nálgizt höfn í hvössu veðri, en verð-
ið að bíða flóðs, til þess að komast inn. Hvað munduð
þér gera?
— Láta bakborðsakkerið falla.
— Nú hvessir meira. Hvað munduð þér þá gera?
— Láta stjórnborðsakkerið falla,
— Nú er komið hvínandi rok. Hvað nrunduð þér þá
gera ?
— Láta enn eitt akkeri falla.
— Veðrið versnar enn meira og nálgast fárviðri. —
Hvað munduð þér þá gera?
— Lóta ennþá eitt akkeri falla.
— Heyrið þér nú, ungi maður. Hvaðan fáið þér öll
þessi akkeri yðar?
— Frá sama stað og þér fáið — vindinn!
★
Sendið ,,frívaktinni“ gamlar sagnir um sjó-
garpa, munnmæla og kímnissögur o. þ. h.
Kaupendur „Víkings“
eru beðnir að gera afgreiðslu blaðsins aðvart, ef' þeir
f'á ekki blaðið með skilum, svo að hægt sé að bæta úr
vanskilum undir eins.
Látið þá, er auglýsa í „Víking“ njóta við-
skipta yðar — og látið „Víkings“ getið um
leið!
Sími blaðsins er 5653, Gerist áskrifendur!
VÍKINGUR
36