Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Blaðsíða 3
Um hvað er talað?
í Sódóma var drukkið dátt,
og dansað villt og sungið hátt.
Um reðar lýðsins eitur rann,
og enginn virti skaparann,
né boð og bann.
Hver sál var trvllt, af böli blind
af blóðsins þrá, af boldsins synd,
og allt var selt, og allt var keypt,
og allt var levft.
Davíð Stefánsson.
Mikið er nú rætt um siðferðisástandið í land-
inu, kvenþjóðin okkar er nú umsetin af ásæln-
um og í sumum tilfellum kynferðislega tryllt-
«m erlendum mönnum. Hrottaleg illvirki hafa
verið framin á varnarlausu fólki á förnum
vegi.
Nokkuð stór hópur af konum og stelpu-
krökkum hafa sjálfviljugar af fáfræði eða
ístöðuleysi lent í hringiðunni og beðið siðferð-
islegt skipbrot, og sumar hafa gert það að
yfirlögðu ráði. Blöðin köstuðu fyrst steinum
að hinum ólánssömu manneskjum, en sneru
síðan við blaðinu, og ásökuðu lögregluna fyrir
að hafa haft opin augun fyrir því, sem var að
gerast.
Fáum eða engum datt í hug að setja út
björgunarbátinn. Menn hafa hér á landi
komið upp allskonar loftvörnum gegn ímynd-
uðum árásum, og myndað hjálparsveitir til að
geta sinnt særðum og limlestum meðborgurum,
en þegar menn sjá íslenzka kvenæsku, og til-
vonandi mæður væntanlegra íslendinga, af-
vegaleiddar eða í bráðum voða, hreyfir enginn
niaður hönd eða fót þessum manneskjum til
bjargar, eða hinum til verndar.
Til þess að forða kvenþjóðinni frá spillingu,
þarf að sannfæra hana um að kvenleg siðprýði
sé nokkurs metin. Eins og nú standa sakir,
kynnist hún því gagnstæða. Ennþá er það
ekki nema umkomulausasti eða lélegasti hlut-
inn af kvenþjóðinni, sem hefir fallið. Merki-
lega lítill hluti, þegar tekið er tillit til hvað
Htið þeim hefir verið liðsinnt, og hvað árásar-
liðið er miklu fjölmennara. En því lengur sem
umsátin stendur, því hættulegra er að vörnin
bili, nema varnarþrekið fái nýja og nýja nær-
ingu.
Jónas Jónsson alþm. hefir skrifað athyglis-
verða grein um ástandið í Reykjavík, þar
sem hann bendir á tvær leiðir, sem hann álít-
ur þær einu, sem hægt er að fara. Að safna
sjálfboðaliði til að mynda öflugan félagsskap
til að efla og styrkja hina vanmáttugu for-
eldra í bæjunum til að koma öruggu skipulagi
é heimili sín og uppeldi barna sinna. Og að fyr-
irbyggja notkun eiturlyfja.
Jónas Jónsson telur ástandið stafa frá kjall-
ara þjóðfélagsbyggingarinnar og þaðan muni
sýkin berast upp á efri hæðirnar, ef ekki er
að gert. En það, sem þjáir þjóðina miklu frem-
ur er þakleki. Mesta hættan í siðferðismálum
stafar frá fyrirmönnunum. „Höfðingjarnir
hvað hafast að, hinir halda sér leyfist það“.
í illa byggðu hreysi er alltaf hætta á að það,
sem rennur út úr á þakhæðinni. leki yfir þá
sem undir búa.
Er ekki ástandið nú, nærri bein afleiðing
af léttúð ráðandi stjórnmálamanna að und-
anförnu, sem hafa sí og æ samrekkst í því
sem miður fer, og nærri alltaf brugðist skyld-
um sínum ef þeir áttu að neita sér sjálfum um
nokkurn hlut?
Hvað syndir kvenna við setuliðið snertir. —
Eiga þeir þá enga sök, sem mælt hafa með
þeim sem sambýlismönnum og velkomnum
gestum? Þegar ekki var hægt að fyrirbyggja
komu þeirra, var alveg fyrirsjáanlegt að skera
þurfti upp herör í landinu, til verndar íbú-
unum.
Mikið er hægt að gera með fortölum og öfl-
ugum samtökum, en myndugu kvenfólki, með
óbrjálaða skynsemi, er ekki hægt að meina
að haga sér eins og þeim sýnist í einkamálum,
á meðan það snertir þær einar og skaðar ekki
aðra og umhverfi þeirra. En komi hið gagn-
stæða á daginn, og sérstaklega að þær leiði út
í það aðrar stúlkur með sér, þá á tafarlaust
að afkróa þær, þar sem öðrum er óhætt fyrir
starfsemi þeirra. En hinu kvenfólkinu, sem vill
halda sér utan við þetta, á að sýna virðing og
veita þeim fulla vernd.
Lögregan hefir hlotið góða æfingu og tek-
ið miklum breytingum til hins betra, undir
stjórn núverandi lögreglustjóra. Á því þarf
að verða framhald. En eins og ástandið er nú,
er hún ekki nægilega mannmörg og ekki
nægilega vel vopnum búin, til að skapa til-
hlýðilega virðingu meðal brynjaðra og óstýr-
VÍKINGUR
3