Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Page 30
kveðin þannig, að báturinn gengi um 9 mílur
með 130 hestafla afkasti, er svarar til 1250
snúninga á vél, en 285 á skrúfu, og með tilliti
til þess var skurður skrúfunnar hafður mjög
mikill eða 118 cm. á snúningi.
Skrúfan er fastaskrúfa með 3 breiðum
blöðum og er þvermálið 120 cm.
Þáð mun hafa verið sagt á Akranesi, áður
en vélin var reynd, að annað hvort hlyti vélin
eða skrúfan að vera vitlaus, því að það kæmi
ekki til mála að svona lítið vélarkrýli gæti
snúið þvílíki'i skrúfu.
En reynzluförin fór á annan veg, því að
vélin fór ekki aðeins upp í 1250 snúninga, er
svarar til 285 snúninga á skrúfu og 9—10
mílna gangs, heldur komst hún upp í 320
snúninga með þessa þungu skrúfu, — en það
svarar til 1400 vélarsnúninga.
Reyndist þá gangur bátsins um lOþíj míla,
en vélarafköst 140 hestöfl.
Með skrúfu þeirri, sem nú er á Hermóði,
verður ekki nýtt meiri orka úr vélinni en þetta.
Með annarri skrúfu og minni skurði, væri
hinsvegar hægt að auka ganghraða bæði vél-
arinnar og bátsins um sem svarar 25 hestafla
auknu afkasti, en til þess þótti eins og að fram-
an var sagt ekki ástæða.
M.b. Hermóður hefir nú vei’ið við rekneta-
veiðar undanfarinn mánuð og hefir vélin það
sem af er og í ýmsum veðrum reynst í alla
staði prýðilega.
Gangur bátsins hefir verið því nær jafn í
barningi sem í logni, enda gefur það að skilja
að dráttarafl jafn stórrar og hæggengrar
skrúfu sem á Hermóði, hlýtur að vera mikið.
Vélin er einföld í gæzlu. Er hún ræst með
rafmagni eins og bílmótor og fer í gang sam-
stundis og stutt er á hnapp.
Sérstakir mælar sýna snúningshraða, raf-
hleðslu, smurolíuþrýsting, smurolíuhita og
kælivatnshita.
Er því auðvelt að fylgjast með öllum gangi
vélarinnar.
Á vélinni er ábyggður rafall 250 watta, er
hleður rafgeymi, sem notaður er til að ræsa
vélina.
I vélarrúmi Hermóðs er auk þess Stuart-
ljósavél, en annars er hægt að fá Gray-vélarn-
ar með ábyggðum Ijósavélum 750 eða 1500
watta.
Von er á um 10 Gray-dieselvélum með öll-
um útbúnaði til landsins á næstu mánuðum, ef
nauðsynleg útfluttningsleyfi fást frá Ameríku.
Eru vélar þessar þegar seldar.
Gísli Halldórsson.
Óbreytt ástand Framh, af bls. 15.
einhverju leyti og með a. m. k. einn vel vopn-
aðan togara til varnar. Jafnvel að heimta það
af verndurum okkar. Það er alls ekki of hörð
krafa. Og ótrúlegt er það, að þeir neiti henni,
þar sem þeir viðurkenna skipalestakerfið sem
hið eina framkvæmanlega, til að halda sín-
um siglingum í horfinu, og þykir þær nógu á-
hættusamar samt. Hvernig eiga líka verndar-
ar landsins að neita okkur um þá einu vernd,
sem vér höfum þurft á að halda hingað til og
sem staðreyndirnar hafa sýnt. að er nauðsyn-
leg. Almennt er viðurkennt, að missum við
2—3 skip enn, þá verði hætt að sigla aftur.
Hvað sýnir betur fánýti núverandi fyrirkomu-
lags? Ef svo illa færi, þá verður að breyta til,
hvað sem það kostar. Því þá ekki að gera það
strax? Höfum vér ekki þegar næga reynzlu,
eða þarf að gera fyrst eina tilraun? Það mega
Bretar eiga, að þeir slaka ekki á árvekninni,
þó skipatjónið minnki með köflum Það gríp-
ur þá ekki nein óeðlileg bjartsýni. En hjá okk-
ur ríkir skammarlegt sleifarlag og skipulags-
leysi á þessum málum. Vandamál og hirðu-
leysi.
VÍKINGUR
Á meðan orustan um Atlantshafið geysar í
öllum sínum hatrama hrikaleik og þar sem
þýzkir kafbátar liggja hrannaðir í leyni með
gljáfægða gínandi fallbyssukjafta og galopin
tundurskeytarör og bíða fórnarlambanna, og
þýzkar sprengjuflugvélar svífa yfir hafinu
leitandi að bráð, þá leggja bandamenn sig
alla fram til gagnráðstafana til verndar skipa-
flotum sínum og reyna öll hugsanleg ráð til að
draga sem mest úr skipatjóninu og nota til
þess bæði flugvélar sínar og herskip o. fl. En
þá ætla íslendingar sér þá dul, að sigla sínum
skipum einum sér og óvörðum um sama svæði,
jafnvel með áætlunarsnioi sem væru venju-
legir friðartímar. Þess væri óskandi, að þessi
dæmafáa bjartsýni léti sér ei til skammar
verða. Það vonum vér allir. En væri ekki rétt-
ara að búast við því versta og reyna að birgja
brunninn áður?
Krafa allra hugsandi sjómanna hlýtur því
að vera sú, að reynt verði að koma siglinga-
málunum í viðunandi horf, og það fyrr heldur
en seinna. Og eina hugsanlega leiðin, miðað
við fengna reynslu er sú, að taka upp skipa-
lesta kerfið í einhverri mynd.
Kristján Jónsson, loftskeytamaður.
10