Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 2
GúSmundur Júnsson, skipstjóri: SÖGULEG VEIÐIFÖR á togaranum Skallagrími Árið 1926, í byrjun deserabermánaðar, eða fyrir réttum 19 árum, er haldið í veiðiför úr Reykjavíkurhöfn seinni hluta dags. Og eins og sjálfsagt var um þetta leyti árs, var ákveðið að fara á miðin fyrir Vestfjörðum norðan fsa- fjarðardjúps, eða Halann. Þegar komið var út og norður af Gróttu, lét ég kalla á stýrimann- inn, sem var Sigurður Jónsson frá Bakka á Seltjarnarnesi. Sigurður kom að vörmu spori, og ég segi við hann: „Taktu hér við stjórninni, ég ætla að leggja mig. Stefnan er N. N.V., og hafðu svo góðar gætur á öllu“. Ég bjóst ekki við að sofa lengi. Ég fór niður í herbergi mitt, og er að líta í kortið af Faxaflóa. Dettur mér í hug að gaman væri að reyna vestur Hvalfellið eitt „hal“ um leið og farið er þar framhjá. Veðri var svo háttað, að stinningskaldi var á af austri, úrkomulaust en skýjað. Útlit var ekki sem bezt. Þetta mið er ágætt fiskimið; er þá komið vestur og norður fyrir vestara hraun. Gengur oft fisk- ur þarna um, um áramótin, nýskriðinn vestan úr Jökuldjúpi. Ég kalla til Sigurðar upp á stjórnpallinn, og segi við hann: „Við skulum reyna eitt „hal“ þarna á áðurnefndu miði, eða þegar komið er um 19 m. á loggið frá Akureyjarbauju. Þú getur kastað og togað í einn klukkutíma". Sigurður þessi var þaulkunnugur á flestum slóðum flóans, eins og þeir Seltirningar aðrir. Eftir þetta líður ekki á löngu þar til ég er fallinn í væran svefn. Eftir fjóra tíma vakna ég, og skynja undir eins að skipið er enn á fullri ferð. Ég fer því upp á stjórnpallinn, og held að þar hafi ekki verið kastað, eða að það hafi orðið lítið vart við fisk, og Sigurður hafi haldið af stað vestur af þeim sökum, því það hafði ég sagt honum að gjöra ef honum litist ekki á veiðina. Hafði verið sett vakt og var Sigurður stýrimaður far- inn niður. Ég spyr nú vökuformann um veið- ina. Sagði hann að það hafi verið sæmilegur' poki í drættinum af laglegum þorski, og ýsu hafði orðið vart í því. En með því að veðurútlit fór versnandi, og ég bjóst við verra veðri í Guðmundur Jónsson. vændum vestra, lét ég snúa skipinu inn um aftur og hugði að reyna betur á þessu miði. Þegar þangað er komið, læt ég vörpuna út, og fer eftir dýpi, því að engin merki sáust vegna náttmyrkurs. Dreg ég nú í einn og hálfan tíma. Þegar varpan kemur upp, eru í henni tveir dágóðir pokar af þorski og stórýsu. Þykir mér nú vænkast útlitið, því að sannfærður var ég um það að ekki væri kastandi fyrir vestan. Læt ég nú út dufl á því dýpi sem mér fannst ráð- legast. Held ég síðan áfram veiðinni og fæ 2—3 poka í drætti meðan dimman er. Þegar birti af degi, örfaðist veiðin allt upp í 5—6 poKa í drætti meðan birtunnar naut, meðfram af því að nú sá ég til miðanna. Um hádegisbil kom til mín enskur togari. Virtist mér hann gjöra sér lítið gagn, líklega vegna lélegra veiðarfæra. Var hann ávallt að sprengja belginn, því að aldrei fékk hann meira en poka í drætti, og gat það stafað af belgrifrildi. Þegar dimma tók, treg- aðist veiðin aftur, en var þó sæmileg alla nótt- ina. Jafnframt versnaði veður, og gjörði þunga undiröldu. Var nú auðséð að uppgangs illviðri var í vændum af vestri eða norðri, og loftþyngd- armælir mjög lágur. Haldið var samt áfram við veiðina þótt aðstaða öll versnaði til muna. Reitt- 34 V IK I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.