Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Side 5
áfram, og það undarlega skeði, að vélamaðurinn svaraði — og vélin fór í gang.. Og það sem mér þótti einnig undarlegt; Skipið lét að stjórn, þótt það lægi svona. Þegar ég fór að virða fyrir mér sjólagið, var til kuls að sjá brimskafl slíkan sem skriðjökull væri; bar hann undarlega hátt við loft að sjá. Þaðan heyrðist voðalegt brimhljóð, hærra en svo að ég geti líkt því við neitt, sem ég þekki. Þarna úti voru aðalbrotin. Þetta, sem við feng- um á okkur, var aðeins afleiðing þaðan, enda var skipið á ca. 20 faðma dýpi. Fyrir það að vélin fór i gang, komumst við svo langt frá brot- unum, að ekki var hætta á að við fengjum annað. Gufuþrýstingurinn minnkaði ört á katlinum, og var því ekki hægt að halda vélinni í gangi nema stutta stund, en þetta bjargaði þó þvi að nú var öruggt fyrir brotunum. Veðrið var nú orðið dágott og bjart í lofti, vindur genginn meir til vesturs. Sá ég nú Reykjavíkurljósin, og virtumst við vera staddir um Melakrikann eða Kambsleiru. Nú er að lýsa því hvernig umhorfs var í skip- inu. Frammi í hásetabyrginu, sem er neðan þil- fars, var ástandið svo að það meira en hálf- fylltist af sjó. Kom það af því, að niðurgangur í það er bakborðsmegin út við byrðinginn undir hvalbak og streymdi þar sjórinn viðstöðulaust niður. Þar voru staddir allir hásetar, sem þar bjuggu, nema þeir sem voru uppi á verði. Ólaf- ur, sem áður er nefndur, var nýsloppinn niður þegar áfallið varð. Allir þeir er lágu í rúmum sínum í stjórnborðssíðu, hentust fram úr. Hinir komust úr rúmum sínum með erfiðismunum. Auðséð var að ekki varð komizt upp um aðal- uppgönguna, því að þar -kom blár fossinn nið- ur. Þó varð einn hásetanna til að freista upp- göngunnar. Stakk hann sér þrisvar í fossinn, eins og lax, en kom jafnharðan niður aftur. Sagðist hann líklega hafa komizt upp ef ekki hefðu vírar og annað rusl verið þar fyrir og hálflokað hurðunum. Þessi harðgerði piltur var Benedikt R. Steindórsson, vestan úr Hnífsdal, og hefur nú verið mörg áf heppnisformaður á vélbátum þar vestra. Þá varð að reyna aðra útkomu. Svo er háttað á enskbyggðum togurum, að uppi yfir miðju byrgi er hreyfanlegur gluggi, sem er hafður svo stór að maður getur smogið upp í gegnum hann ef þörf krefur. Þverslá úr greiðum og traustum viði er höfð í hæfilegri hæð, svo að menn geti með góðu móti komizt þar upp og út um glugg- ann. Þessi útbúnaður er mjög nauðsynlegur, bæði þegar svona stendur á, og eins í árekstri við önnur skip, sem gæti ef til vill lokað fyrir uppgönguna. Þarna var nú ekki um annað að ræða en að nota þennan glugga, og var það gjört. Að visu sögðust sumir ekkert fara upp, það væri sama hvort þeir dræpust þarna niðri eða uppi, skipið væri auðsjáanlega sokkið eða það sykki bráð- lega. Samt komu nú allir upp. Ég benti þeim að koma til mín. Það varð ekki gengið eftir þilfarinu eins og venjulega, heldur komu þeir utan á byrðing skipsins, sumir skríðandi, aðrir gangandi, hver eftir sínum geðþótta og hæfni. Enginn sýndi minnsta vott um ótta, heldur jafnvel hið gagnstæða. f þann sama mund eru allir komnir til mín úr káetunni, sem eru híbýli manna aftast í skipinu, eins og kunnugt er. Þeir lýstu því fyrir mér, að þar væri mikill sjór, og sérstaklega væri orðið mikið af sjó í vélarúm- inu. Ég spurðist fyrir um hvort nokkur hefði orðið var við bilun á skipinu sjálfu, þannig, að hætta væri á að það sykki. Þess sögðust þeir ekki hafa orðið varir, við fljóta athugun. Ég var nú orðinn viss um að skipið héldist á floti. Skipt var nú liði og skyldu vera tveir hópar, annar hópurinn ætti að ausa vélarúmið, hinn átti að brjótast fram i fisklest og fleygja fiskinum úr bakborðshlið upp i stjórnborðssíðu. í þessa hópa skipaði ég mönnum þannig að ég ávarpaði hvern með nafni, og sagði um leið í hvorum hópnum hver skyldi vera, ásamt smá- uppörvun, sem þó þurfti ekki. Fyrir liðunum voru: Ólafur Teitsson báts- maður, frægur dugnaðarmaður, skyldi hann sjá um verkið i fisklestinni, en Jónas Ólafsson fyrsti vélstjóri skyldi sjá um austurinn úr véla- rúmi. Sigurður stýrimaður átti að vera milli- göngumaður milli min og flokkanna. Sjálfur ætlaði ég að hafa gát á öllu frá stjórnpalli. Verkið var nú hafið umsvifalaust og orða- laust, og var þá klukkan orðin rúmlega hálf sjö. Þeir, sem í lestina fóru, urðu að brjóta tréhlera mjög öflugan, sem lokaði göngum aftui' í ketil- rúmið, en göng þessi eru notuð þegar kol eru geymd í lestinni, annars er þeim lokað með þessum hlera. Það, sem margir hafa dáðst að, bæði útlendir og innlendir menn, sem eru dómbærir á þetta ástand sem skipið var í, var, að hver maður skyldi hlýða orðalaust skipun undir þessum kringumstæðum, þar sem enginn vissi með vissu hvort skipið sykki eða ekki, og jafnvel meiri líkur á að það mundi ekki fljóta, vegna þess að enn rann sjór í hásetabyrgið fremst í skip- inu. En einmitt af þessari ástæðu var okkur lífsnauðsyn að rétta skipið við, svo mikið, að uppgangan kæmi úr sjó, og það sem fyrst. Unnið var af miklu kappi niðri í skipinu. Var af miklu að taka. Til dæmis voru öll eldholin á gufukatlinum (þau eru 4) í kafi, og segir sig V I K i N G U R 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.