Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 6
sjálft hvaða óhemju vinna var að ausa þetta allt með venjulegum vatnsfötum. Mikið lán var það, að veður og sjór lægði mikið þegar leið á morguninn, og gjörði það okkur kleift að hamast við verkið, einkanlega við austurinn. Klukkan milli 11 og 12 á hádegi er búiö að ausa svo að hugsanlegt var að lifað gæti í eld- holunum og var þá kveikt upp. Skönnnu áður var búið að kasta hverjum fiski úr bakborðs- hlið upp til stjórnborðs. Var skipið orðið hálf- reist, eða möstrin mynduðu ca. 45° horn. Meira var ekki hægt að rétta, vegna þess að ógjör- legt var að kasta til kolum, en þau fóru öll úr stjórnborðs- yfir í bakborðshólf. Það gekk illa að láta lifa í eldunum undir katlinum, sökum þess að ekki „trekkti", en það kom af því að sjór hafði komizt í sótrör öll, en sótið varð að þéttri klessu, sem hleypti ekki vindgusti í gegn. Samt varð komið upp smáþrýsting það mikium, að hægt var að hreyfa vélina með hægri ferð. Það mátti ekki tæpara standa, því að nú hafði rekið allan tímann undan vindi og var skipið komið í mynni Hvalfjarðar, átti skammt í land við Andriðsey. En alltaf leggst eithvað til, og hefðum við lik- lega rekið í land ef ekki hefði viljað svo til, að þegar skipið fékk áfallið, hafði fremri vörpu- hlerinn á bakborða farið fyrir borð og rutt með sér allri vörpunni með rúllum og öðru, og hékk þetta við afturhlerann, sem fastur var inni í afturgálga. Dró þetta drifakkari úr ferð skips- ins, og varð líklega til þess að ekki strandaði, ofan á allt annað. Merkilegt má það heita, að engin teljandi meiðsli urðu á neinum manni við þetta ógnar- áfall. Þó urðu tveir af skipshöfninni illa staddir um tíma. Annar var matsveinninn, Hillaiúus Guðmundsson, mjög harðgerður og duglegur maður. Hann var staddur uppi í eldhúsi, sem er bakborðsmegin í yfirbyggingu á þilfari, en vegna þess að það var þeim megin, fylltist það og munaði minnstu að Hillaríus drukknaði þar. Með harðfengi kraflaði hann sig úr kafinu og komst út úr húsinu. Hinn var Tryggvi Tómasson kyndari. Þegar sjórinn kom yfir skipið, stóð svo á fyrir hon- um, að hann var að snúa loftrörinu, en loftrör eru, eins og allir vita, nokkuð hátt sett, hærri en stjórnpallurinn. Þegar Tryggvi sér sjóinn gínandi himinhátt yfir sér, verður honum það til lífs að í einhverju ofboði eða samkvæmt hár- réttri ákvörðun, stingur hann sér inn í loftrörið; verður þar fastur og losnaði ekki þaðan fyrr en eftir þó nokkuð langan tíma. Hafði hann misst meðvitund og legið í því ástandi nokkuð lengi, en fór svo að umla og kalla á hjálp. Náðist í hann eftir nokkra fyrirhöfn. Hann var iengi að'jafna sig eftir þetta. Eins og fyrr var frá sagt, var vélin komin í gang. Var lónað í áttina til Reykjavíkur, látin upp þau segl sem tiltækileg þóttu, og gekk nú hægt í áttina. Vindur hjálpaði til, því nú var hann genginn í norðvestrið, en hægur. Þegar tók að nálgast, höfðu menn tekið eftir því að ekki mundi allt með feldu á þessu skipi. Sendur var á móti okkur mótorbátur, tilheyrandi höfn- inni í Reykjavík. Lagðist hann við síðuna og létti undir, svo að allt gekk vel inn á höfn. Margt manna var viðstatt þegar komið var að bryggju. Undruðust menn yfir hvað skipið var illa komið, ekki tannstöngulsefni til laust ofan þilja. Allt fór, sem losnað gat: kistur, tunnur og margt sem geymt var á bátapalli, báð- ir lífbátarnir með bátauglurnar með sér. Það af því, sem ekki fór af járni, var kengbeygt. Gátu menn varla skilið, þótt skýrt væri fyrir þeim, hvernig slikt mætti ske. Allir vorum við skipsmenn orðnir slæptir og þreyttir, ekki þurr þráður á neinum og enginn hafði fengið í sig neitt, utan kaldan vatnssopa öðru hvoru, síðan daginn áður. Urðu allir að fara í land og heim, því að öll föt, sem áttu að vera til skipta, voru auðvitað blaut. Svona er nú sagan af því hvernig farið getur úti í Flóanum ef ekki er öll varúð viðhöfð til að forðast grunnin, í vestan- eða suðvestan ill- viðrum, einkanlega ef ólga er í hafinu. Það er ótalið, hvað margir hafa orðið fyrir barðinu á brimbrotum þeim. Frá því að ég fór að stunda sjó, í rúm 40 ár, man ég eftir nokkrum skipum sem áttu leið hér inn í Flóann og ekki komu fram, bæði þýzk og ensk fiskiskip, ásamt innlendum fleytum. Og ekki munaði miklu í þetta sinn að við kæmum ekki í land, aðeins því að skipið lagðist á bakborðshliðina en ekki á stjórnborðshlið. Niðurganga í vélarúm og káetu er stjórn- borðsmegin í þilfarsbyggingunni, og var því ofan sjómáls meðan skipið lá á hliðinni. Það hlífði því að ekki fylltist allur afturhluti skips- ins, en það hefði skipið ekki afborið og orðið að hverfa í djúpið með allri áhöfn, eins og svo mörg önnur. Þótt illviðri þessu tækist ekki að fyrirfara Skallagrími þessa nótt, þá varð annað skip fyrir því. Skip, sem var mörgum sinnum stærra. Hér norður í Flóanum var stórt flutninga- skip, norskt, Balholm að nafni, sem ekki réði við neitt í slíku ofviðri og varð að hrökklast undan veðri og sjó ósjálfbjarga, án vonar um hjálp, því að strönd sú, sem stefnt var á, skilar engu með lífi. Fórust þar 20—30 menn, þar á 3B V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.