Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 11
Það er hvort tveggja, að ísland er umflotið sæ, enda hefur það ávallt verið svo allt frá því að menn tóku sér þar bólfestu, að allmikill hluti landsmanna hefur sótt sjó að meira eður minna leyti, og hvað sem öðru líður, er það víst, að hagur íslenzku þjóðarinnar hefur þá verið bezt- ur, þegar hún hefur átt mestan og beztan skipa- kost, en á mestu hörmungarárunum, sem hafa yfir hana komið, var hafskipakostur hennar enginn og bátar þeir, sem voru í hennar eign, yfirleitt litlir og lélegir. En jafnan hefur íslenzka þjóðin orðið að færa miklar fórnir til þess að öðlast þá björg, sem sótt hefur verið í sjóinn eða yfir höfin, og þó að menn harmi það almennt, þegar svo vill til, að sjóslys verða, þá hygg ég, að fæstir geri sér svo ljósa grein fyrir því, sem vert væri, hvert afhroð þjóðin geldur við sjósókn og far- mennsku. Mér hefur virzt, að almenns skilnings á tjóni þjóðarinnar gæti helzt ekki nema þegar tugir manna farast í einu — og að flestum finn- ist það heldur lítil tíðindi, þá er mann tekur út af skipi, eða þegar bátur ferst með fjórum eða fimm mönnurn. Það mundi þykja mikil fregn og ill, ef Útvarpið segði frá því, að drukknað hefðu þúsund fiskimenn úr 50.000 manna fisk- veiðabæ í Bretlandi eða Bandaríkjunum, en ekki er samt tjón slíks bæjarfélags hlutfallslega meira heldur en það er fyrir 250 manna sjóþorp hér á íslandi, þegar það missir 5 menn, og þá er 30 menn farast í einu, þá er það ekki minna tap fyrir íslenzku þjóðina heldur en 750 manna tjón hjá Norðmönnum, 12000 manna hjá Bret- um, 30000 hjá Bandaríkjamönnum og 50000 hjá Ráðstjórnarríkjunum. Á stríðsárunum fór- ust samtals 410 íslenzkir menn af völdum sjó- slysa og vegna hemaðaraðgerða á sjó. Nú heyr- um við frá því sagt, að Danir hafi misst á sjó og landi á fjórða þúsund manns á stríðsárun- um, en ef tjón þeirra hefði verið eins mikið hlutfallslega og okkar, þá hefði það numið ekki minna en 12000, og tjón okkar svarar til hvorki meira né minna en 6—7 hundruð þúsunda í hinum fjölmennu Ráðstjórnarríkjum, en um það bil hálfrar annarrar miljónar í Bretaveldi. Ann- ars nam manntjón okkar af ófriðarástæðum eingöngu 261 manni, og er það hlutfallslega rúmlega helmingi meira en manntjón Dana. Ég hygg, að ýmsir verði þess vísari við þennan samanburð, að þeir hafi ekki gert sér það eins ljóst og æskilegt gæti talizt, hve tilfinnanlegar fórnir íslenzka þjóðin hefur orðið að færa til þess að afla sér lífsbjargar og velmegunar — og hve stórkostlega skuld við eigum að gjalda íslenzkum sjómönnum og aðstandendum þeirra. Það er og sannast máia, að fslendingar hafa ekki öðlast sæmilegan félagslegan þroska fyrr en enginn maður unir því, að nokkurt íslenzkt skip sé ekki svo búið að viðum og vélum og hverju öðru, sem líf sjómanna er undir komið, að þar verði ekki á betra kosið, og það þyki svo ekki nema sjálfsagt, enda verði tryggt með lög- um, að nánustu aðstandendum hvers þess manns, sem lætur líf sitt á sjónum, sem fiski- maður eða farmaður, sé séð þannig farborða, að þá skorti ekki neitt og að þeir þurfi ekkert að V I l< I N G U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.