Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Qupperneq 13
þá enginn skaði skeður, þó að við þurfum að
hleypa. Ég þarf svo hvort sem er að hitta hann
að máli, hann Guðmund mág minn!
Nú var farið á sjóinn og haldið út á hákarla-
mið — og loks lagzt við stjóra alllangt undan
yztu nesjum. En þegar legið hafði verið tæpan
klukkutíma, hvessti mjög á suðvestan, og brátt
var komin kröpp og illvíg alda. Þá var létt og
síðan snúið undan, undin upp segl og ekki linnt
förinni fyrr en komið var þangað, sem Guð-
mundur mágur formannsins bjó. Förin gekk
ágætlega, enda var formaður orðlagður stjórn-
ari. Og nú skal þess getið, að hann átti heima
vestur í Arnarfirði, en mágur hans bjó norður
í Önundarfirði, og er beinasta sjóleið á milli
nokkurra klukkutíma ferð á miðlungs ganggóð-
um vélbát. Ekki voru orð bónda um nóttina
sögð af neinum drýgindum, heldur svipað og
maður segði: Það ætlar, held ég, ekki að verða
engjaveður í dag, en ég fer nú samt, því ef hann
hvessir og fer að rigna einhver ókjör, þá skrepp
ég bara heim að Hóli, þa-rf að hitta hann Jón
sem snöggvast.
Þá veit ég sönnur á því, að formaður fór í
hákarlalegu frá Sellátrum í Tállmafirði, hreppti
hvassviðri og lenti í Bolungarvík við Isafjarð-
ai’djúp.
Báðir voru þessir formenn á áttæringum.
★
Það var vani á seglskipum vestra, hvað sem
kann að hafa tíðkazt annars staðar, að skip-
stjórar slepptu ekki stýri í vondum veðrum, og
ef það kom fyrir, að einhver gerði það, var frá
því sagt honum til óvirðingar. Það er og sann-
ast mála, að á litlum seglskútum var líf allrar
skipshafnarinnar í höndum þess, sem stýrði,
þegar hvassviðri var og verulega vont í sjó.
Vestfirzk skip voru oft við veiðar fyrir austan
Horn, og þegar svo bar undir, að hvassviðri
skall á af austri eða norðri, var það algengt,
að skipstjórar stóðu við stýri alla leið af Horn-
grunni eða austan fi’á Reykjarfjarðarál og vest-
ur á Skutulsfjörð, Önundarfjörð eða Dýrafjörð.
Stýrishús voru ekki á skútunum, svo að það var
ærið votsamt og kalsalegt að standa við stjórn
í margar klukkustundir, þegar allt fylgdist að:
stormur, frost og snjókoma, — nú, og svo við
og við ærleg sjóskvetta, minnsta kosti á smá-
skipunum. Var stjórnin vandasamt verk og á-
byrgðarmikið, en líka mjög lýjandi og reyndi á
herkju manna og þrautseigju. Er því óhætt að
fullyrða, að hún hafi reynt menn jafnt andlega
sem líkamlega, og að þeir myndu hvergi hafa
verið taldir vesalmenni eða veifiskatar, sem
stóðust með prýði slíka raun — og það langt
fram á efri ár.
★
Það var eitt sinn sem oftar, að gamall skip-
stjóri stýrði skipi sínu alla leið frá Horni og
vestur á Haukadalsbót í Dýrafirði, en þangað
leituðu mjög undan veðri ekki aðeins vestfirzk
skip, heldur og skip frá Breiðafirði, Faxaflóa
og frá Norðurlandi — ennfremur Færeyingar
og Frakkar. Þegar lagzt hafði verið við akkeri
á Haukadalsbót, fór gamli maðurinn ofan í ká-
etu. Þar logaði ljós, og tveir menn voru þar
fyrir, þegar skipstjóri kom. Hann leysti nú af
sér sjóhattinn, rykkti honum síðan af höfðinu
á sér, leit innan í hann og mælti:
— Hvort er nú ónýtt, hárið eða hatturinn?
Stýrimaður leit í hattinn og sá, að við koll-
inn var föst allstór hárflygsá. Stýrimaður sagði:
— Ætli það sé ekki frekar hatturinn.
— Nema hvort tveggja sé það! mælti skip-
stjóri með hægð.
Eftir þetta var ávallt hárlaus blettur í hvirf 1-
inum á honum, eins og hestbitið rjóður í vel
sprottnu túni.....í þetta sinn var mikið frost,
en hatturinn gamall, og hafði drepið inn úr
honum.
★
Dæmi vissi ég til þess, að skipstjóri kom frá
stýri á mjög litlu seglskipi, eftir langa siglingu
í afar vondu veðri og stórsjó, votur mjög að
neðanverðu, en þó voru stígvél hans og sjóbux-
ur það vel heldar hlífar, að sjóvotur var hann
ekki. Hitt er annað, að hann hafði ekki árætt
að sleppa stýrinu svo lengi, að hann fengi af-
stýrt þeirri vosbúð, sem börn þurfa stundum
við að búa meðan þau skortir vit og lag til að
hafa fullorðinna manna hentisemi.
★
Margar sögur eru sagðar af kaldlyndi sjó-
manna á hættustundum, og virðast sumum
slíkar sögur mjög hneykslanlegar. Mig minnir,
að í Sjómannabladinu Víking væri sögð fyrir
nokkrum árum saga sú, sem hér fer á eftir eins
og ég man hana:
Prestur var farþegi á skipi, og þótti honum
sjómennirnir bölva mikið, og fannst honum
þetta miður sæmandi. Þó þótti honum allra sízt
viðeigandi orðbragð skipstjói’ans, sem blótaði
oft og kröftuglega. Fannst presti hann gefa
mönnum sínum illt fordæmi. En þá er prestur-
inn hafði orð á þessu við einhvern af skipsmönn-
unum, þá sagði sá, að hann skyldi prísa sig sæl-
an, meðan skipstjóra hrytu blótsyrði af vörum,
því að svo lengi sem orðbragðið væri þannig,
mundi öllu óhætt. En prestur lét sér fátt um
finnast þessa kenningu. Svo var þá það, að veð-
ur versnaði stórum, og loks þótti presti mjög
úr hófi keyra. Hann spurði nú einhvern skips-
manna, sem hann náði til, hvað væri að segja
af skipstjóranum.
V I K I N G U R
45