Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 17
 <TINN I Hverri mús þykir verst í sinni holu. „Láti guð haldast", sagði karlinn, hann krækti í stökkulinn. Fyr er bati en albati. Hákarlinn er ekki hörundsár. Hlífir hangandi tötur. Betri eru tíu ær aldar en tuttugu kvaldar. Enginn er fæddur með formennskunni. Smíðaðu ekki fyrr negluna en bátinn. Það, sem hallast er fallinu næst. Enginn veit, hver ósoðna krás hlýtur. Þar er annars von, sem einn er dreginn. Ör er óhófsmaður á annars fé. ★ Danir og Norðmenn sögðu marga skrítluna á her- námsárunum á kostnað Þjóðverja. Voru sumar þeirra naprar mjög og komu óþægilega við kaun „herraþjóðarinnar'. Verður það seint metið til fulls, hversu mikinn þátt skopsögurnar og skrítlurnar hafa átt í því að halda uppi viðnámsþrótti og jafn- aðargeði fólks með hernumdu þjóðunum. — Hér koma nokkrar skopsögur frá þessum árum, flestar danskar. ★ Stór, þýzkur hermaður stóð einhverju sinni við dyrnar á strætisvagni, og komst enginn fram hjá honum. Skrifstofustúlka nokkur ætlaði út úr vagn- inum og ýtti lítið eitt við öxl hermannsins. Það kom að engu haldi. Þjóðverjinn stóð í sömu sporum. Þá sagði stúlkan: — Ekki mæti biðja yður að hörfa svo sem hálf- an meter samkvæmt áætlun? ★ Blað nokkurt í smábæ í Danmörku hafði sagt frá enskri loftárás, sem gert hafði ógurlegan usla í herbúðum Þjóðverja þar nálægt. Þýzka herstjórnin ákvað að hegna blaðinu fyrir að flytja slíkar lyga- fréttir, og bannaði útkomu þess í tvo daga. Jafn- framt gat hún þess, að allar ensku sprengjurnar hefðu fallið á auð svæði og ekki gert annan usla en þann, að drepa eina kú. Þegar danska blaðið hóf göngu sína aftur eftir tveggja daga hvíld, stóð frétt á áberandi stað: — „Kýrin brennur ennþá“. ★ í Libyustyrjöldinni hét Montgomery einhverju sinni einum shilling fyrir hvern ítala, sem hermenn hans tækju til fanga. Skoti nokkur, sem heyrði þessa tilkyningu, stóð þegar á fætur og hélt burt úr herbúðunum. í heila viku var hans saknað, en þá kom hann loksins aftur. Hann rak á undan sér 500 ítali. — Hér með hef ég unnið fyrir laglegri upphæð, sagði Skotinn við Montgomery. Gramur veiöimaður, sem misst hefur marks: — Skjóttu þig Jtá sjálfur, fjandinn Jm.nnJ — Hvar í ósköpunum náðirðu þeim? spurði hers- höfðinginn steinhissa. — Ég keypti þá af Þjóðverjum á tvö pence stykk- ið, svaraði Skotinn. ★ Árið 1942 voru tveir Svíar teknir höndum í Jap- an. Þeir bentu á það, að land þeirra væri hlutlaust í ófriðnum, en það kom ekki að neinu haldi. Japan- irnir svöruðu: —■ Já, þið eruð hlutlausir óvinir. Englendingar og Ameríkumenn eru hernaðarlegir fjandmenn vorir, en Þjóðverjar og ítalir vinsamlegir fjandmenn. ★ Tillaga um þýzka hernaðartilkynningu veturinn 1944—1945: „Fjöldi óvinaflugvéla réðist á Þýzkaland í.nótt. 99 flugvélar bandamanna skotnar niður. — Einnar þýzkrar borgar saknað. ★ Þegar ítalir tóku að æfa fallhlífarhermenn urðu þeir að hafa þrettán manna áhöfn í hverri flugvél. Tveir menn stjórnuðu vélinni en tíu höfðu þann starfa að henda fallhlífarhermanninum út. Mörg háðsyrði voru sögð um hinar rómversku hetjur Mússolinis, er Grikkir fóru sem hraklegast með þær áður en Þjóðverjar sendu lið á vettvang. Segir sagan, að Frakkar hafi sett upp áletruð spjöld víða á landamærum ítalíu og Frakklands, þar sem stóð á grísku: — Nemið staðar. Hér eru frönsku landamærin. ★ Einhverju sinni skoðuðu nokkrir þýzkir liðsfor- ingjar sjóminjasafn í Danmörku. Þar var meðal annars stórt líkan af fornu víkingaskipi. Einn Þjóðverjinn horfir á það um stund og segir síðan: — Ekki get ég séð neitt merkilegt við þetta skip. — Það getur vel verið, svaraði safnvörðurinn, — en við höfum nú sigrað England tvisvar með svona skipum. V I K I N □ U R 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.