Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 19
ekki eins góða eða jafnvel betri raun. Það er t. d. ómótmælanlegt, að B. & W. jafnstreymis- skolun er mjög mikilvirk, en hefur þó þann galla, að hún getur valdið mishitun á strolckn- um, eins og áður er minnst á, og kemur það einkum fram við háan meðalþrýsting. Til baka skolun hefur þó þann óhjákvæmilega ágalla, að ekki er hægt að nota hinar samfall- andi sveiflur útstreyroisgassins í afrásarleiðslun um til þess að auka eða bæta skolunina. Kemur það af því, að bæði opnun og lokun fvrir skol- lofts- og úLstrevmisopin er framkvæmd með ein- um og sama hlutnum, þ. e. bullunni. Hinsvegar er óhætt að fullyrða, að til baka skolun er engan veginn óhentugri til þess að ná háum snúnings- hraða en jafnstreymisskolun. Einn af ágöllum tvígengis Dieselmótoranna er það, að ekki verður hjá komizt að hafa sér- staka skolloftsdælu. Á fvrstu tvígengis Dieselmótorunum, sem Atlas-Diesel smíðaði árið 1907. var notuð bullu- skolloftsdæla tengd við sveifarásinn (direkt koblet). Reyndist hún einföld og gangviss. Eru slíkar dælur notaðar enn í dag af mörgum mótorsmið j um. Til þess að stvtta vélina, voru gerðar tilraun- ir með tannhjólahreyfðar skolloftsdælur, bæði bulludælur og aðrar af Root's-gerðinni. Þær fyrrnefndu reyndust of dýrar og ekki gangviss- ar. Þær síðarnefndu revndust heldur ekki vel. Til þess að Root’s-blásarar séu mikilvirkir, verða valsarnir að falla nákvæmlega hver að öðrum, og eins að dæluhúsinu. Þá verða og ,,drifin“ og lokin yfir þeim að vera gerð af mikilli nákvæmni, og verður því mjög dýrt að smíða þá. Með hliðsjón af því, að skolloftsþrýstingur í „Polar“-Diselvélinni er tiltölulega lágur — milli 0.10 og 0.30 kg./cm.2 — var sú hugmvnd nær- tæk að nota miðflóttaafls-blásara. Var þetta tekið til yfirvegunar í Atlasverksmiðjunum fyr- ir fyrri heimsstyrjöldina, en ekki framfylgt, líklega sökum þess, að útreikningar sýndu fyrir- fram, að þær tilraunir mundu gefa lélegan ár- angur. Slíkar skoðanir komu og fram í ritum jafnvel fram til ársins 1935. Var þá t. d. stað- hæft í vel þekktri bók um tvígengis-Dieselmót- ora, að ekki mundi takast að ræsa mótor með miðflóttaaflsblásara sem skolloftsdælu, af því að þrýstingur skolloftsins væri of lítill með lágum snúningshraða. Það mundi heldur ekki hægt að komast hjá sveiflum (pumpning) við hina reglubundnu skiptingu á skolloftinu. Skol- unin hlyti því að verða ófullnægjandi. Diesel- mótorsmiðirnir voru ekki sérfróðir um smíði þessara blásara og trúðu því um of á slíkar staðhæfingar. En árið 1935 tók Atlas-Diesel ákvörðun um að gera tilraun með einstrokka tvígengisvél með reimknúnum miðflóttaaflsblásara. Leið ekki á löngu þar til tilraun þessi heppnaðist. Þegar síðar var ákveðin smíði á 6-strokka vél með fasttengdum miðflótta-afls-blásara, varð þó verksmiðjan sjálf að taka að sér smíði hans. Varð þá til blásarinn sem sýndur er á mynd 5. Eru hjólin í honum tvö, annað fyrir gang áfram, en hitt fyrir aftur á bak. Frítenging á viðeigandi hjóli er komið í vei’k frá þrýstiloft- hliðinni með „Servomotor", sem er sjálfstilltur með gangsetnings-handföngum vélarinnar. Meðan unnið var að þessari endanlegu gerð, urðu margir þröskuldar á leiðinni. Meðal ann- ars ýlfraði blásarinn eins og „sirena“, það mynduðust sveiflur í skolloftinu, legin stóðu sig ekki, o. s. frv. En blásarinn, sem sýndur er á mvnd 5, er eins gangviss og góður og bullu- skolloftsdæla; hann notar minni orku og gefur jafnari skolloftsþrýsting með þar af leiðandi fullkomnari brennslu í strokkunum. Miðflóttaaflsblásarar hafa, því miður, þann ágalla, að með jöfnum hraða minnkar loftgjöf þeirra ef mótþrýstingur eykst. Nú er því svo farið, að í mótor með jöfnum meðalþrýstingi fellur skolloftsþrýstingurinn með snúninga- fjöldanum. Af þessu leiðir það, að eigi t. d. að nota mótor með miðflóttaafls blásara í öku- tækjum, verða menn annað tveggja að gera sér að góðu minni orku við lækkaðan snúninga- fjölda, eða nota á vélinni blásara sem er of stór við fullan snúningshraða. Fyrir skipamótara og aðra sem ganga með jöfnum hraða, er mið- flóttaaflsblásarinn aftur á móti snjallasta lausnin, og svipað er um mótara með vökva- tengslum. Ný þróun hefur einnig í för með sér nýja erfiðleika. Eitt af því örðugasta viðfangs var V I K I N G U R 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.