Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Síða 23
hreppstjóri Gerðahrepps í mörg ár. Hann var góðmenni og vildi öllum hjálpa eftir því, sem efni leyfðu. Hann var kvæntur Kristínu Berg- þórsdóttur frá Straumfirði, ágætiskonu. Ég átti það sem ég dró, hlutur háseta var 608 fiskar, en minn reyndist 603, allt stórþorskur. Var ég þó alltaf sjóveikur. Þetta var á vertíðinni. Um vorið, snemma í maí, var ég fermdur á Hvalsnesi af síra Jens Pálssyni, en til altaris fór ég næsta sunnudag í Kirkjuvogskirkju ásamt fermingarsystkinum mínum, sem voru meðal annars, Steinunn dóttir síra Odds í Grindavík, Engilbert Magnússon skipstjóri, Þorsteinn Árnason bóndi í Kirkjuvogi .o. fl. Frá altaris- göngunni fór ég beint til Reykjavíkur og réðist sem matsveinn á Harald, einmastrað „slúff“, eigandi var Geir Zoéga, skipverjar voru 15 alls. Ásgeir Þorsteinsson var skipstjóri. Hann var af Ströndum, ágætur aflamaður og mikill sjó- maður. Ég var á því skipi eitt ár sem matsveinn. Næsta ár réðist ég hjá sama skipstjóra á kútter Toyler, eigandi var G. Zoéga, borðaði ég á heim- ili hans þegar ég var í landi og skip voru naust- uð, vegna þess að ég var utanbæjarmaður, og þar sem ég var einstæðingur, sá hann mér alltaf fyrir fari til heimferðar og leysti mig út með góðu nesti. Árið 1892 fór ég til Seyðisfjarðar og stund- aði róðra á opnum báti í eitt ár, en þá sá ég að þetta dugði ekki og fór að líta í kring um mig vegna þess að þá var þilskipaöldin að byrja, og ég hafði áður verið á þilskipi. Ég réðist því á „forenaktina“ Gylfa, eigandi Th. Thorsteinsson, skipstjóri Ellert Schram. Ellert var aflamaður góður, ágætur sjómaður og vel að öllum verk- um farinn. Árið 1895 réðist ég sem háseti með sama skipstjóra á kútter Sigríði, eigandi Th. Thor- steinsson, og var þar tvö úthöld. Árið 1897 trúlofaðist ég Elínu Sigríði ólafs- dóttur, ættaðri af Álftanesi. Við giftumst 15. nóv. 1899 hér í Reykjavík. Síra Jóhann Þorkels- son vígði okkur. Reyndist kona mín mér trygg- ur og traustur förunautur, sem ég minnist með ástúð og þakklæti til hinztu stundar. Hún and- aðist 5. febrúar 1941. Ekki varð okkur barna auðið, en við ólum upp fjögur fósturbörn, en af þeim lifa nú tvö þeirra, Vigdís Jónsdótir, kjör- dóttir mín, og Gunnlaugur Kristjánsson, sonur fósturdóttur minnar, Ingibjargar, sem er látin. Árið 1897 réðist ég sem háseti á kútter Helgu, eigandi Helgi Helgason, kaupmaður og tónskáld. Á þessu skipi var skipstjóri Árni Hannesson. Árið 1898 réðist ég sem háseti á Guðrúnu Soffíu, eigandi Th. Thorsteinsson, skipstjóxá var Magnús Magnússon, sem síðar varð kennari við Stýrimannaskólann í mörg ár. Magnús var aflmaður mikill og afburða sjómað- ur og var gaman að vera undir stjórn hans og naut ég hans vináttu og samstarfs síðar allt til þess er hann dó árið 1940. Árið 1899, í október, fór ég í Stýrimannaskól- ann og lauk þaðan prófi í api’ílmánuði 1900. Var það síðasta árið sem Markús Bjarnason skólastjóri kenndi. Hann dó þá um sumarið. Um voi'ið, 10. maí, réðist ég sem stýrimaður á kútter Sigi’íði, eigandi Th. Thoi’steinsson, skip- stjóri var Ellert Schram og var á því skipi til 15. september um haustið. Ái’ið 1901 vai’ð ég skipstjóri á „forenaktinni" Gylfa, eign Th.Thor- steinsson, og lét úr höfn 26. febi’úar klukkan 10 um moi’guniixn, þá 25 ára gamall. Við fiskuðum ágætlega og hafði skipið aldrei áður fengið ann- an eins afla yfir úthaldið. Ég var annar í drætti, minn bezti maður var Sigurður Jónsson, sem drukknaði á Leifi heppna. Hann var afburða sjómaður og aflamaður. Ái’ið 1902 vai’ð ég skipstjói’i á kútter ísa- bellu, eign Edinborgai’verzlunar, og var ég skipstjói’i á henni í tvö úthöld. Árið 1904 réðist ég sem skipstjóri á kútter Ragnheiði. Ái'ið 1905 urðu eigendaskipti að skipinu og keyptum við þrír skipið, Thor Jensen einn þi’iðja, en við Magnús Magnússon, skipstjói'i og stýrimanna- skólakennari tvo þriðju hluta. Haustið 1906, þann 25. september seldum við Milljónafélaginu skipið. Ái’ið 1906 var stofnað fiskiveiðahlutafélagið Alliance og var þá hafin srníði á botnvörpuskipinu Jóni Forseta. Skipið Jón Forseti kom til Reykjavíkur snemma í janú- ar 1907, fyrsta stálskip, sem byggt hefur vei'ið fyrir Islendinga. Skipstjói'i var Halldór Kr. Þorsteinsson, sem hafði umsjón með byggingu skipsins í Skotlandi. Stýrimaður á þessum fyrsta togara var Kolbeinn Þorsteinsson, bx’óðir Halldórs. En mörgum ei'fiðleikum voru þessi kaup bundin. Seljendur skipsins gátu, þegar skipið var fullsmíðað, selt það fyrir miklu hærra verð, og vildu því helzt rjúfa samningana um skipið við fslendinga. En þar sem Halldór Kr. Þoi’steinsson var úti staddur, símaði hann heim og sagði hvernig ástæðui’nar voru. En þótt bankar væru ófáanlegir til útlána, tókst þávei’- andi fox-manni félagsins, Thor Jensen, með dugnaði sínum, að ráða fram úr þessum vand- ræðum. Stofnendur Alliance voru: Thor Jensen, Jón Ólafss., Halldór Kr. Þorsteinss., Magnús Magn- ússon, Kolbeinn Þorsteinsson og ég. Thor Jens- en var foi’maður félagsins í tvö ár, í stjórn með honum voru Jón Ólafsson og Halldór Kr. Þor- steinsson. Eftir tveggja ára samvinnu skiptust leiðir þannig, að Thor Jensen seldi sinn hlut í félaginu og vai’ð kaupandi Gunnar Gunnarsson, kaupmaður í Reykjavík. Gunnar var foi-maður félagsins í eitt ár. Þar næst tók við stjórn fé- V I K I N □ U R 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.