Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 24
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöáum:
Þiö djarfhuga sveinar me'ödrotlinní stafni
á djúpiö þið lögöuö í frelsisins nafni,
þótt holskeflur hryndu um fley.
Þiö voruð einingar bundnir bandi
aö bjarga ylckar kæra fósturlandi,
þær fórnir fyrnast ei.
HETJUR HAFSINS
TILEINKAÐ SJÓMANNADEGINUM.
Friöur morgun skin á láöi og legi
lýsir röðull yfir nýjum degi,
vakir i loftinu vor.
Óðum lægist sérhver alda á sjónum,
sumariö vekur blóm i högum grónum.
Gleymast hin gengnu spor.
1 dag er hátið hafsins vökumönnum,
hvildarstund er tekin dags frá önnum
og sungið sigurlag■
Fleyin bundin bíöa upp viö sandinn,
burt er vetur, glaöur sérhver landinn,
þennan dýröardag.
í sólríkri minning sagan geymir,
hvern son, er liöinn i hafinu dre
um ástvini eina á strönd•
Drottinn strjúki burt trega tárin
timinn lækni blæöandi sárin,
og rétti þeim hjálparhönd.
Þiö voruö striösmenn gegnum allar aldir,
yklcar sigrar veröa aldrei taldir,
né vegnir á rétta vog.
Af öllum hetjufórnum sem þiö færöuð
frelsishugsjón göfga endurnæröuö,
viö aflknúin áratog.
Er hungurvofan hart aö dyrum baröi,
þiö hungrið södduö löngu fyrr en varöi,
dróguö úr djúpinu björg.
Svo oft úr hjörtunum hjálp ykkar máist,
en höföingja tildur í annálum skráist,
þess dæmi munum viö mörg.
Viö umheiminn tengduö þiö eylandiö hvíta
meö afltaug, sem framtíöin má ekki slíta,
þó allt sé á flugi og ferö.
Er drápsvélar störfuöu á láöi og legi
þiö leiöina þrædduö um hranna vegi
þó brysti brynja og sverö.
lagsins Jón Ólafsson, sem hafði verið stofnandi
þess, og var forstjóri þess til 1930, er hann
tók við bankastjóraembætti útvegsbankans. Þá
varð forstjóri félagsins ólafur, sonur Jóns
ólafssonar, og hefir hann stýrt félaginu með
festu og dugnaði fram á þennan dag. Ólafur er
lögfræðingur að menntun.
Þegar ég nú lít yfir það, sem liðið er, vil ég
segja það, að skortur og erfiðleikar þeir, sem ég
átti við að glíma í uppvextinum hafa orðið mér
lærdómsríkur skóli, sem ég lærði mikið af og
hefi aldrei gleymt. Lán mitt var að lenda með
dugmiklum og góðum sameignarmönnum og
hefur það orðið mér sú blessun, sem ég hefi haft
af uppskeru til þessa dags.
Þegar ég lít yfir farinn veg, get ég hugsað
Margt er þaö til, sem djúpiö dylur
dauöann og lífiö eitt fjalborö skilur,
djarflega er sífellt sótt. —
Meö samtökum, trausti á eigiö afliö
oftast vinniö þiö hættutafliö
í blindhríö og brimi um nótt.
Frelsisins unga, birtandi bjarmi,
bægi frá ylckur slysum og harmi,
hvar sem þiö sigliö um sjá.
Árvöku lífveröir lands og þjóöar
lýsi ykkur öllum vættirnar góöar
þó lyfti sér hafaldan há.
Lifiö vormenn, vermi ykkur blærinn,
vaxandi auölindir gefi ykkur særinn,
blessist sú bjargráöa leit.
Nú hvíslar á hafinu báran viö blæinn
blessaöa vorlanga sjómannadaginn.
Til hamingju hugdjarfa sveit!
til þess með ánægju, að margir vaskir og góðir
menn, sem ég minnist með hlýjum huga fyrir
dugnað og mannkosti, hafa verið með mér á
sjónum. En að öllum öðrum ólöstuðum vil ég
að lokum minnast tveggja vina, sem nú eru
horfnir sjónum mínum, en það eru þeir Magnús
Magnússon, skipstjóri, sem dó 1940 og minn á-
gæti vinur Jón Ólafsson, sem dó 1937. Báðir
voru þeir miklir menn og afburðamenn, vinir
mínir og mér ógleymanlegir, en rás atburðanna
hagaði því svo að ég hafði meira saman við Jón
að sælda. Hann var eins og klettur í hafróti,
dugnaður, mannkostir og karlmennska fór þar
•saman, og er því ávallt bjart og indælt yfir öll-
um þeim minningum, sem ég á um þessa ágætis
samferðamenn mína í lífinu.
56
V I K I N G U R