Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Qupperneq 30
Niðurstöður þriggja manna nefndarinnar. Tillögur um breytingar á frv. til laga um eftirlit með skipum. 1. gr. 4. og 5. liður. Með tilliti til þess að lög þessi eigi að auka öryggi skipa og manna þejrra, sem á þeim ferðast, hvort heldur það eru skipverjar eða farþegar, þá er ekki gott að sjá hvaða þýðingu það hefur í þessu efni, hvort maður greiðir mismunandi fargjöld eða ekki. Farþegi ætti hver sá að kallast, í þessum skiln,- ingi, sem er umfram hina eiginlegu skipshöfn. 35. gr. undir e. þriðji liður, orðist þannig: Reglu- gerðir sem um ræðir í fyrsta og öðrum lið, skulu settar af ráðherra, að fengnu áliti landlæknis og fulltrúa F. F. S. í. 40. gr. fjórða málsgr. orðist þannig: Undanþágur samkv. gr. þessari, má því aðeins veita, að skipaskoð- unarstjóri mæli með þeim, en verður áður að bera þær undir stjórn F.F.S.Í. og sjómannafélagsins á staðnum, eða trúnaðarmenn þessara aðila. Verði ágreiningur út af slíkum undanþágum milli skipaskoðunarstjóra og trúnaðarmanna sjómanna, skal siglingadómur skera úr. 50 gr. Um hlutverk siglingadóms: Komi 5. liður nýr svohljóðandi: 5. að skera úr um undanþágur samkv. 40. gr. 42. gr. Þar sem talað er um hleðsluborð og í 45. gr. um farmborð, virðist vera átt við sama. Gæti hugsast að það valdi misskilningi, myndi fara betur að annað hvort orðið væri notað í báðum tilfellum, svo að um slíkt gæti verið að ræða. í 4. málsgrein er síldveiðiskipum veitt undanþága frá hleðslumerki á síldveiðum, frá 1. júní til 15. septem- ber. Þar sem hleðsla skipa þessara er sett í sjálfsvald hvers einstaklings, virðist nokkuð langt gengið, og leggjum við því til, að undanþáguheimild falli burt, en að sérstök reglugerð um hleðslu skipa á síldveiðum verði gefin út, og þar ákveðið hvað skip megi liggja dýpst, og um útbúnað til að losna fljótlega við dekk- lest, ef með þarf og um útbúnað og frágang á lestar- opum. 49. gr. Um skilyrði þeirra er eiga sæti í siglingadómi. 1. Tveir skulu vera eða hafa verið starfandi skipstjór- ar, og skal annar þeirra hafa verið skipstjóri á verzl- unarskipi í utanlandssiglingum. 2. Tveir skulu vera eða hafa verið sjómenn, án þess að hafa sérþekkingu og skal annar þeirra, að minnsta kosti, hafa verið á verzlunarskipi í utanlandssiglingum. JJm fasta dómendur. Fastir dómendur eru formaður dómsins, annar þeirra skipstjóra, sem tilnefndir hafa verið og annar vélastjóranna. Ennfremur viljum við 'benda á að ein tegund vanhleðslu virðist hafa farið fram hjá löggjafanum. Það er hvað skip megi vera léttust. Það mun hvergi vera neitt fast ákvæði, um hvað létt skip má vera, þegar það siglir úr höfn, hvorki í siglingalögum eða í reglugerðum. Öllum sjó- mönnum mun þó kunnugt vera hvað stórhættulegt það getur verið, að sigla skipi of léttu. Það væri því íull ástæða til, að beina því til löggjafans, hvort ekki væri hægt að finna grundvöll fyrir föstum ákvæðum um þetta efni, og ætti það þá tvímælalaust heima í þess- um lögum. Þingsál. um frv. til laga um eftirlit með skipum. 9. þing F.F.S.Í. ályktar að skora á ríkisstjórnina, að sömu nefnd, er samdi lagafrumvarpið, verði falið að út- búa reglugerðir þær, sem nauðsynlegar eru taldar, til að framfylgja lögunum. Hagnýting sjávarafurða og vöruvöndun. 9. þing F. F. S. I. ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um og stuðla að því: 1. Að byggðar verði á næsta ári, að minnsta kosti 6 niðursuðuverksmiðjur og verði ein við Faxaflóa, ein á Vestfjörðum, tvær á Norðurlandi og ein á Austfjörð- um og ein á Suðurlandi. Jafnframt verði í sambandi við sérhverja verksmiðju starfrækt hraðfrystihús, fiski- mjölsverksmiðja og kæligeymsluhús. Æskilegast væri að byggingar þessar stæðu svo nærri hvorri annarri, að flutningur allur á milli þeirra gæti farið fram á bönd- um. Byggingum þessum sé, eftir því sem við verður komið, valdir staðir með tilliti til upplands, hafnar- skilyrða og fjarlægðar frá fiskimiðum. Niðursuðuverk- smiðjurnar hver um sig, séu sem mest innstilltar á sérstök verksvið, með hliðsjón af, hverjar fiskitegundir eru auðfengnastar á nálægum fiskimiðum og því, hvað verksmiðjunni er ætlað að framleiða úr þeim fiski. Verksmiðjurnar séu hafðar það stórar, að hægt sé að koma fyrir í þeim hverskonar vélasamstæðum, sem orðið geta til hagkvæms reksturs og aukinna afkasta. 2. Að byggð verði á næsta ári að minnsta kosti éin fullkomin dósaverksmiðja. 3. Að fengið verði úr því skorið, svo fljótt sem auðið er, hvort framleiðsla á niðursuðuvörum til mann- eldis úr úrgangi frá hraðfrystihúsum, geti tekizt í stór- um stíl hér á landi og hvort sala þessara afurða er- lendis geti ekki orðið mjög arðvænleg. 4. Að byggingu hinnar fyrirhuguðu fiskiiðnaðar- deildar við háskóla íslands, verði hraðað sem mest. 5. Að rannsakað verði, hvort hægt sé að þjappa vatni úr fiski, án þess að gæðum hans sé spillt. Þetta sé gert í því augnamiði, að gera hann fyrirferðaminni í flutningi. 6. Að rannsakað verði, hvort hægt sé að gera fisk- slor geymsluhæft, með tilliti til þess, að nota það sem ræktunaráburð. 7. Að athugaðir séu möguleikar á útvegun skips eða skipa til selveiða í Norðurhöfum. 8. Að Alþingi það, er nú situr, samþykki lög, sem skyldi menn til ströngustu vöndunar á öllum sjávaraf- urðum, með opinberu mati og dyggilegu matvælaeftir- 62 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.