Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1946, Qupperneq 14
Frh. frá bls. 275. hafi pössun Þorleifs á vélunum verið slík, að alltaf hafi verið hægt að reiða sig á hans þátt. Þegar Þorleifur fór að þreytast og eldast fór Þorleifur Þorsteinsson hann í land og fékk hann þá strax stöðu við gömlu rafstöðina hér, og svo við núverandi raf- stöð, þegar hún var byggð, og við hana starfaði hann til s. 1. hausts, með sérstakri prýði og samvizkusemi, eins og allsstaðar sem hann hef- ur verið. Nú er Þorleifur Þorsteinsson 67 ára gamall. Hann er maður, sem búinn er að vinna lengi við ábyrgðarmikið starf. Hann er grandvar mað- ur og samvizkusamur svo af ber, og sá maður- inn, sem lengst er búinn að vera'vélstjóri hér við Djúp. Sem virðingarvott fyrir sitt 38 ára starf sem vélstjóri vill ísfirzka sjómannastéttin í dag heiðra þennan heiðursmann og þakka honum langt og trúverðugt starf. Þar sem ég veit, að Þorleifur er nú í Reykja- vík, vildi ég biðja Jón Þorleifsson, son hans, að taka við, fyrir hönd föðurs síns, heiðursmerki ísfirzku sjómannastéttarinnar, og afhenda það föður sínum. Magnús Jónsson sjómaður er fæddur hér við Djúp árið 1869. Þessi heiðurs- og dugnaðarmað- ur byrjaði að róa 12 ára gamall, og var sjómað- ur af lífi og sál meðan hann hafði heilsu til. Eftir 30 ára strit við árina kom hann fyrst á mótofbát, svo að við getum hugsað okkur hvernig æska þessa trúverðuga manns hefur verið. Hvað mynduð þið segja, ungu menn, ef þið sæjuð fram á 30 ár við árina — 30 ára róður —. Ég er hræddur um að ykkur fyndist svart fram- undan. Skipstjórinn veit livað ríður á að hafa góða háseta, og þess vegna var Magnús eftirsóttur maður í hvaða skiprúm sem var, fyrir dugnað sinn og trúmennsku, svo af bar. Nú er Magnús Jónsson 77 ára og hættur að stunda sjó fyrir 4 árum, en ekki gafst hann upp fyrr en læknir hans skipaði honum það, vegna þess að hann væri orðinn úttaugaður. Læknir- inn hafði þau orð, að allur hans líkami væri eins og útslitin flík. Því miður eru nú þetta oft á tíðum endalok hinna íslenzku sjómanna, látlaust strit þar til yfir lýkur með heilsuleysi eða dauða. En sem betur fer má búast við betri endalok- um ungu sjómannanna okkar, með betri skip- um og skilyrðum. Nú í dag, á heiðursdegi sinum, vill hin ísfirzka sjómannastétt sýna Magnúsi Jónssyni þakklæti sitt og virðingu fyrir öll þau löngu 61 ár, sem hann hefur staðið vörð á sjónUm, með því að sæma hann í dag heiðursmerki stéttarinnar. Ég vil biðja Magnús Jónsson um að gjöra svo vel og koma hingað til mín og móttaka verð- skuldað heiðursmerki ísfirzku sjómannastéttar- innar. ★ Þá er þessum þætti dagskrárinnar lokið. Þið sáuð vonandi sexræðinginn, sem róið var hér á Pollinum í dag. Á svona skipum háðu þessir öldnu sjógarpar, sem við höfum heiðrað í dag, sína lífsbaráttu. Ef við lítum á þær miklu framfarir er orðið hafa á þessu sviði á undanförnum árum, getum við sannarlega verið glaðir og þakklátir, og allt- af má búast við og vona eftir meiri tækni og fleiri nýjungum á þessu sviði sem öðrum. Ég vil að endingu biðja guð að halda verndar- hendi sinni yfir öllum íslenzkum sjómönnum, eldri sem yngri; hann leiði þá ávallt heila í höfn. Magnús Jónsson 27B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.