Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Qupperneq 8
sími væri í, og skyldum við reyna þar í baka- leiðinni. Komum við að húsi þessu. Var það lítið timburhús, sem í var íbúð og verzlun á fyrstu hæð, og minnti það mig á gömlu Grams- búðina á Þingeyri fyrir 40 árum. Þar ægði öllu saman, hveiti, kartöflum, grænsápu, coca cola, súkkulaði, barnaglingri, álnavöru o. fl. í búð- inni var ungur afgreiðslumaður og tveir aðrir náungar, er sátu sinn á hvorum kassa og röbb- uðu við afgreiðslumann. Minnti það mig einnig á búðarstöðurnar í flestum búðum í gamla daga. Afgreiðslumaðurinn hringdi í símann, en kvað það taka dálitla stund að ná í lóðsinn. Menn þessir störðu á mig eins og naut á nývirki, og varð einkennishúfa mín mest fyrir þessu. Ósk- aði ég að hún væri komin norður og niður, og að ég hefði aldrei haft hana á hausnum. Mestan beyg hafði ég af töturlega klædda manninum. Hann sat aftur í bílnum, en ég fram í hjá bíl- stjóra. Fylgdi hann mér hvert fótspor og var alltaf á hælunum á mér. Síðar sagði hann mér, að aldrei á ævinni hefði verið nær sér að drepa mann en mig, svo viss var hann um að við vær- um nazistar og öll okkar saga væri uppspuni og lygi. Mér fannst tíminn í krambúð þessari, meðan ég beið eftir símtalinu, heil eilífð, og vissi ekki upp á hverju ég ætti að fitja til að fá mannverur þessar til að hætta að mæla mig svona, því á augnatilliti og öðru látbragði mátti lesa hugsun þeirra. Ég fór að verða hálf kvíð- inn um Björn vélstjóra, kannske væru þeir búnir að stúta honum og eyðileggja bátinn, og auðvitað biði mín sama. Mér hafði hugkvæmst áður en ég fór frá borði að fá hjá brytanum eina flösku af Svartadauða. Ég skipti henni á tvo whiskypela og stakk öðrum í vasa minn. Hafði ég sagt Birni af þessu og ákváðum við að geyma pelann til kvöldsins, ef kalt yrði í veðri, er við færum um borð. Ég ákvað nú að grípa til pelans og hressa upp á þetta leiðinda „selskap", meðan ég biði eftir símtalinu. Dró ég nú pelann upp úr vasa mínum og bauð upp á hressingu. Ég bað búðarmanninn um eina flösku af „Seven Up“, en það er vel þekktur kanadískur gosdrykkur. Einnig bað ég hann um glös, en þau hafði ég séð standa á hillu innan um nokkur myndarleg næturgögn í þessari kauadísku Grams-verzlun. Vonaði ég að þetta vinarbragð mitt mundi blíðka skap þeirra félaga og mundu þeir þyrma lífi mínu, að minnsta kosti á meðan drukkið væri úr pel- anum. Þeir litu hornauga til pelans og spurðu hvaða vín þetta væri. Ég sagði þeim, að á þeirra máli mundi það heita Black Dead. Kom þá hik á mannskapinn og mun þeim hafa þótt nafnið fráhrindandi. Ég flýtti mér því að full- 5 vissa þá um að drykkurinn væri ósvikinn og áfengur vel. Dreyptu þeir þá á glösunum og smjöttuðu mikið. En þegar þeir þóttust full- vissir um að ég væri ekki að byrla þeim neitt eitur, gekk þeim furðu fljótt að tæma pelann. Sögðu þeir þetta vera gott vín og eiga skilið fallegra nafn. Ég samþykkti það alls hugar feg- inn, þar eð framkoma þessara náunga virtist nú taka stórum breytingum til batnaðar, sem ég eingöngu þakkaði innihaldi pelans. Ég skál- aði því í hljóði fyrir Guðbrandi okkar í Bíkinu heima, þakklátur í huga. Lítið virtist þó vínið liðka um tungutak þeirra og voru þeir fámálgir mjög. Búðarmaðurinn einn spurði mig um Is- land, en ekki virtist hann vita neitt um hvar þess væri að leita á hnettinum. Loks hringdi síminn og ég fékk samband við hafnsögumanninn. Gaf ég honum allar nauðsyn- legar upplýsingar um skip og ferðalag og benti honum á í fullri einurð, að hann hefði brugðizt skyldu sinni gagnvart okkur, þar eð honum hefði verið kunnugt um ferðir okkar. Gekkst hann við því, en bar fram einhverjar afsak- anir, sem ég ekki man hverjar voru. Sagðist hann mundi koma kl. 7 til 8 um kvöldið, því við flytum ekki út á bátnum fyrr en kl. 10 til 11 í fyrsta lagi. En við yrðum að vera komnir af stað með skipið ekki síðar en kl. 7 til 8 næsta morgun, til að ná flóði á þeim stað, sem við ættum að taka timbrið, en það væri innst á Bass River í Bay of Fundy. ' Eftir að hafa kvatt búðarmanninn og borgað límonaðið, var haldið af stað til strandar. Fór það eins og mig hafði grunað. Þegar við kom- um niður á fjarðarkambinn, virtist þar allt í uppnámi. Var þar kominn hermaður, grár fyrir járnum, einnig tveir lögregluþjónar, með gríð- arstóra kúrekahatta á höfði og gula borða á buxnaskálmum. Flugvél sveimaði í stórum hringjum yfir Selfossi, þar sem hann lá úti á firðinum, en í f jarska mátti heyra drunur mikl- ar. Voru það skriðdrekar á leiðinni á staðinn, en í nokkurri fjarlægð. Hér var því allt sem benti til þess, að þarna ætti bráðlega að leggja til stórorustu. Mér varð fyrst fyrir að litast um eftir Birni. Var mér ekki grunlaust um, að allur þessi hernaðarútbúnaður stæði eitthvað í sam- bandi við okkur og bátinn. Ég varð því alls hugar feginn, er ég sá Björn uppistandandi og hinn reifasta, en hann sagðist vera að krókna í kulda og bað mig blessaðan að koma nú með pelann. Mér þótti leitt að þurfa að segja honum af afdrifum pelans, en ekki gat ég þess við hann þá að ég hefði fórnað pelanum fyrir hræðslu sakir við menn þessa, sem með mér voru. (Sem reyndust vera hjálpsemin sjálf og hinir vin- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.