Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 13
með að toga, ef þurfti að fara
yfir 100 faðma dýpi, einkum ef
eitthvað var að veðri. A-þýzku
togbátarnir toga hæglega til
jafns við nýjustu og stærstu tog-
ara okkar, niður í x allt að 150
faðma dýpi.
2) Greinarhöf telur: fáránlegt
að láta dýpi eða stærð þeirra
hafna, sem skipin eiga að hafa
viðskipti við, ráða nokkru um
stærð skipanna, sem veiðiskipa".
Greinarhöf. virðist algjörlega
misskilja hlutverk það sem þess-
um skipum er ætlað, en það er
einmitt að geta athafnað sig við
hin ófullkomnu hafnarskilyrði,
sem víðast hvar eru í sjávar-
þorpunum úti um land. Það er
alger misskilningur, að minni
skip geti ekki verið eins rekst-
urshæf eins og stærri skip. Og
það er fráleit fjarstæða og mjög
vítaverð, að fullyrða að menn
fáist ekki á togbátana,nema til
þess að sigla þeim heim! Auk
annars tals um ,,gerfimennsku“
í sambandi við skipin.
Greinarhöf. virðist alls ekki
gera sér ljóst, þegar hann talar
um hvað sé „þjóðhagslega bezt“
hverju hlutverki vinna fólksins
í sjávarþorpunum gegnir raun-
verulega í þjóðarbúskapnum. Það
sem raunverulega skiptir mestu
máli fyrir þjóðarhag, er að sem
flestir fái tækifæri til og vilja
vinna að framleiðslustörfum. Ég
tel alveg óhætt að fullyrða, að
fólkið í sjávarþorpunum á svo
mikinn þátt í afkomu þjóðarbú-
skapsins, að það eigi fullan rétt
á því að fá sem margbreytileg-
ust atvinnutæki í hendur til öfl-
unar og vinnslu hráefnis. Ef ég
man rétt mun heildarfiskaflinn
í fyrra hafa verið um 500,000
smál. og skv. skýrslum Fiskifé-
lags íslands mun skiptingin hafa
verið sem næst þannig: Togara-
fiskur rúmar 200 þús. smál., ver-
tíðaraflinn fyrir S-landi, Vest-
mannaeyjum og Faxaflóa um
100 þús. smál. á V-,N- og A-
landi hefur því borist að landi
auk togaraafla um 150 þús. smál.
svo að einhverjir hafa orðið að
taka til hendi, bæði á sjó og
Bíldudalsbryjfgja. — Hið nýja togskip Bílddæia: Pétur Thorstoinsson
liggur framan við bryggjuhaus.
landi til öflunar og vinnslu þess-
ara stórfelldu verðmæta.
3) Greinarhöf. segir: .j,Nú eru
margir af þessum gerfitogurum
komnir til landsins, sex hafa leg-
ið bundnir við bryggjur á Akur-
eyri síðan löngu fyrir jól. —
A. m. k. einn þessarar gerðar er
bundinn og hefur verið nokkuð
lengi á Isafirði. Þetta er sorgleg
en sönn saga“.
ísafjarðarskipið var „bundið“
samtals 20 daga um þetta leyti,
en heildarúthaldstími þess var
um 300 sólarhringar þetta ár,
eða nákvæmlega eðlilegt eins og
gerist um stóru togarana. Akur-
eyrarskipin, sem um er rætt,
voru þeir togbátar, sem verið
var að gera nokkrar breytingar
á, sem reynslan sýndi að var
hagkvæm, eins og t. d. að borð-
hækka þá o. fl.
Ég man ekki betur en að á
fyrsta nýsköpunartogaranum,
Ingólfi Arnarsyni, hafi verið
gerðar margvíslegar lagfæringar
eftir að hann kom heim, sem
betur þóttu fara við reynslu, og
munu þó hafa kostað talsvert fé.
Einu togararnir af þeirri gerð,
er komu upprunalega borðhækk-
aðir, voru Júpíter og Marz skip-
in, hinir nýsköpunartogararnir
voru allir borðhækkaðir eftir að
þeir voru komnir í notkun hér
heima. Og nokkrir þeirra voru
einnig lengdir, eftir að smíði var
hafin á þeim fyrstu.
4) Greinarhöf. segir: „Það eru
línuveiðiskip og síldveiðiskip,
sem henta smáhöfnunum, en ekki
gerfitogarar“. Ég þekki engan
greinarmun á „línuveiðiskipi“ og
veit ekki betur, en að sömu bát-
arnir stundi hvoru tveggja veið-
arnar eftir því sem hagkvæmt
þykir. Hinsvegar er mér full-
kunnugt um það, að „gerfitog-
ararnir“ Sigurður Bjarnason,
Björgvin og Jón Trausti stund-
uðu allir síldveiðar í sumar.
Gunnar frá Reyðarfirði stundar
neta- og línuveiði. Guðmundur
Péturs hefur samfellt stundað
togveiðar, og hásetahlutur frá
jan.—sept. s.l. ár var til jafnað-
ar 7.000 kr. á onán. Að Margrét
frá Siglufirði var gerð út til
togveiða um síldveiðitímann, há-
setahlutur komst upp í 17,500
kr. og á sama tíma sem meðal-
afli stóru togaranna á Akureyri
í sumar var um 500 smál. var
Margrét með 400 smál. Á stóru
togurunum munu vera 32 menn,
en á togbátnum 14 menn. Þetta
er sem betur fer ekkert sorgleg
saga og þó sönn. Hinsvegar mun
því miður hafa verið erfitt í
sumar að fá nægan mannafla á
stóru togarana, en sem betur fór
VÍKINGUR
85