Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 18
Maður nokkur var að flýta sér að ná í ferjuna heim. Þegar hann kom niður á bryggjuna var ferjan nokkra metra undan landi. Hann tók undir sig heljarmikið stökk og lenti á þil- farinu. „Ég hafði það“, sagði hann sigrihrósandi við nærstaddan far- þega. „Að hika er sama og að tapa“. „Já, ég sá yður stökkva", sagði hinn, „en ég skil ekkert í því, hvers vegna þér biðuð ekki, því að ferjan er að leggjast að bryggjunni". JrtöaktiH »•«•«•••••••••••••••••••••• Sókrates sagði eitt sinn: „Ef allt okkar andstreymi væri látið í eina hrúgu sem síðan skyldi skipt þann- ig, að allir fengju jafnt, mundu flestir verða fegnir að fá aftur sinn fyrri skerf og hverfa á brott, mögl- unarlaust". * Hermaður hafði verið lengur utan herbúðanna en hann hafði leyfi til eg ætlaði hann að reyna að laumast yfir girðinguna og komast í bragga sinn, áður en til hans sæist. Þegar hann var kominn með annan fótinn yfir girðinguna, kallaði vörðurinn til hans og spurði hvert hann væri að fara. „Ég ætlaði aðeins að skreppa snöggvast út fyrir“, svaraði her- maðurinn. „Það verður ekkert af því, karl minn“, svaraði vörðurinn byrstur. „Komdu innfyrir undireins". * í síðari heimsstyrjöldinni var að- eins einn tundurspillir í brezka flot- anum af svo gamalli gerð, að hann hafði 3 reykháfa. Það var tundurr spillirinn Skate. Eitt sinn stöðvaði brezkt herskip Skate, og spurði með merkjum: „Hvaða skip?“ Foringinn á Skate svaraði um hæl: „Leynivopn Churchills". * Botnlanginn. Thorkild Rovsing (1862—1927) var í mörg ár prófessor í skurð- lækningum við Hafnarháskóla og yfirskurðlæknir við Ríkisspítalann. Eitt sinn, skömmu á undan skurð- aðgerð, spurði sjúklingurinn Rov- sing að því, hvort menn gætu nú eiginlega ekki lifað góðu og heil- brigðu lífi án nokkurs botnlanga. „Jú, jú, flestir geta það nú“, svar- aði Rovsing, „en þó eru til þeir menn, sem myndu hafa af því ákaf- lega mikinn og óbætanlegan skaða, ef enginn væri botnlanginn“. „Er ég einn af þeim?“ spurði sjúklingurinn óttasleginn. „Nei, vissulega eruð þér ekki einn þeirra“, sagði Rovsing. „Þetta eru aðeins skurðlæknarnir“. * * ökumenn smábíla verða að taka skjótar ákvarðanir. Sérstaklega þegar stór Cadillac stanzar snögg- lega. Þá verða þeir að ákveða á hvaða hornið þeir eiga að keyra. * Ha, ha, ha, er þetta hún Siyga, sem þú tóksl frá fér fijrir 15 árum. Svona getur fariö, þcgar Frívaktin er ekki lesin á frivaktinni. * Læknirinn var í sjúkravitjun. „Hvað er það nú, sem þjáir yður?“ „Það er yðar verk að komast að því“, svaraði sjúklingurinn. „Ágætt“, svaraði læknirinn. „Bíð- ið andartak, og ég skal ná í annan lækni fyrir yður, sem getur ákvarð- að sjúkdóm, án þess að spyrja sjúk- linginn. Hann er nefnilega dýra- læknir“. * Fólk hefur mesta tilhneigingu til að trúa því, sem það skilur minnst. Það var fyrir mörgum árum að tveir bændur voru að koma sjóleiðis úr kaupstað. Þeir höfðu fengið sér vel á ferðapelann og strönduðu bátn- um. „Út með akkerið“, kallaði sá, sem stýrði. „Það þýðir ekkert", kall- aði stafnbúinn, „það vill ekki sökkva“. * „Ég er viss um að þú mundir aldrei giftast kvenmanni aðeins vegna peninganna". „Nei, en á hinn bóginn mundi ég aldrei geta fengið af mér að láta hana deyja sem jómfrú, einungis af því að hún væri rík“. 90 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.