Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Síða 20
/ jólctbliöí Víkings birlist fyrri hluti af frásögn þeirri, sem hér fer á eflir. Fyrir smávægileg mistök var ekki hægt aö láta framhald koma í síöasta blaöi og eru lesendur beönir velviröingar á þessu. Mesti kafbátaskeifir allra tíma Frá stjórnpalli Starlings beið Walker þar til hann sá U 202 hverfa. Síðan sneri hann sér að þjóðverjunum þremur, sem hýrð- ust skjálfandi á flekanum. Hvaða kafbátur og nafn kafbáts- foringjans! hrópaði hann í kall- arann. Ekkert svar. Ágætt, þið verðið þarna þar til ég fæ svar. Að lokum stóðst annar undirfor- inginn ekki mátið. Hann æpti: — Poser. . . U 202. Walker hal- aði þremenningana um borð og hélt heimleiðis. Hann var innilega ánægður með árangurinn. Tundurspillar hans höfðu notað árásaraðferðir hans og þær höfðu borgað sig, og meir en það, — margborgað sig, langt fram yfir hans björtustu vonir. 17. júní var Walker og kaf- bátaspillar hans konmir aftur á kreik. Nú var stefnan sett að „bakdyrunum", Biscayaflóanum, en þýzku kafbátarnir leituðu nú flestir til bækistöðvana Lorient og Bordeaux. Þeir eygðu brátt U 449 á fullri ferð ofansjávar og Walker hóf þegar árásina. kafbáturinn reyndi að stíma þá af sér, en skot frá Starling setti gat á skrokkinn og kveikti í turninum. Þó að kafbáturinn væri óvígur gat hann samt keyrt áfram. Walker tók skjóta ákvörð- un: — Tilbúnir að keyra á hann, hrópaði hann í kallarann, og skipverjar gerðu sig klára til að taka á móti hinu geysilega höggi. Starling slapp á næstum ótrú- legan hátt. Þegar skipið var rétt komið að því að rekast á kaf- bátinn reið alda undir og U 449 lenti í öldudalnum og Starling rúllaði yfir kafbátinn, se,m sner- ist á hvolf. Tvær djúpsprengjur stilltar grunnt luku svo verkinu. U 449 sökk með manni og mús, og skyldi eftir stóra olíubrák á yf- irborðinu. Ennþá einu sinni hafði Walker tekizt það. En ekki mátti slaka á klónni þótt einn sigur væri unninn. Walker hafði nú tekið við stjórn Kite og 28. júlí fékk hann skeyti frá Sunder- land flugvél, sem átti í höggi við 8 kafbáta skammt undan. Það stóð ekki á Walker, þegar hann og félagar hans komu á vettvang var Sunderland flug- vélin að varpa sprengju á U 461, sprengjan hæfði kafbátinn og skipti honum í tvo hluta. Þá voru aðeins 2 kafbátar eft- ir handa Walker.U 462 og U 504. Kite réðst á U 462 með fall- byssuskothríð. Walker brosti kuldalega, þegar kafbáturinn sprakk í loft upp í um það bil 300 metra fjarlægð. Þá var U504 eftir en hann hafði notað tækifærið og kafað. Kite Woodpecher og Wild Goose slepptu 22 djúpsprengjum beint niður á U 504. Olía og brak flutu upp á yfirborðið, plankar, mikið af fötum, síða af svínsfleski og mannslungu. Walker skrifaði stuttlega í dagbókina. — Svínsfleskið var vel reykt, en lungun voru ný. Fyrsta ágúst sökk U 454 til botns eftir harða skothríð. 12 af 45 manna áhöfn voru fiskaðir upp úr sjónum. 12. ágúst sneri Walker og menn hans, þreyttir og úttaug- aðir aftur til Liverpool. Um leið og skip hans skaut landfestum gekk foringi úr sjó- hernum um borð til Walker og tilkynnti honum, að sonur hans Timmy hefði sokkið með brezka kafbátnum Parthian. Þarna var kaldhæðni örlag- anna að verki. Enginn viðstadd- ur sá svipbrigði á Walker. Og þeir, sem þekktu hann bezt vissu, að hann bar engan hefndarhug til þjóðverja. Hann var persónu- lega hlutlaus, jafnvel eftir þetta áfall. Þjóðverjar voru einfald- lega óvinir hans.. Og út á hafið hélt Walker á ný. Þjóðverjar höfðu goldið mikið afhroð á kafbátum sínum síð- ustu mánuðina, en þeir voru enganvegin af baki dottnir. Ný vopn og ný taktik var komin til sögunnar. Sjálfstýrð tundur- skeyti, sem leituðu að skipa- skrúfunum og læddust að þeim í kjölfarinu, sköpuðu óþægileg.x kennd hjá áhöfnum brezku skip- anna. Skipverjum Walkers var ljóst, að tundurskeyti í skutinn, þar sem djúpsprengjurnar voru geymdar mundu valda skjótum endi á tilveru þeirra. En nú virtist sem stríðslukk- an hefði yfirgefið þá. Þeir sveimuðu um Biscayaflóann án þess að verða varir við einn ein- asta kafbát, og áfram hélt sama giftuleysið eftir að flotinn lagði leið sína út á Atlantshafið. Þeir lentu í ofsaveðri og áttu fullt í fangi með að halda hópinn. Að lokum lægði veðrið og þrút- in augu Walkers manna sáu móta fyrir turninum á U 220, sem þegar fór í kaf og flúði. Starling Woodcock og Kite eltu kafbátinn á krákustigs-flótta hans og slepptu honum aldrei, og eftir 14 klst. réðu 26 djúp- sprengjur öriögum hans. Þrem dögum síðar rakst Walker á U 842. í margar klukkustundir háði hann einvígi við kafbáts- foringjann, sem að síðustu beygði óvænt, svo að hann lenti í dauðafæri, enda réðu nokkrar sprengjur niðurlögum hans. Einn erfiðasti túrinn til þessa var á enda. Flotinn hélt heim- leiðis til jólahalds, og sjaldan hafa örþreyttar áhafnir notið jólanna betur í höfn. Og Walker kunni einnig að njóta lífsins. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmislífinu. Ekkei't party þótti vel lukkað 92 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.