Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Side 21
fyrr en þessi harði og einbeitti kafbátaskelfir hafði drukkið úr fullu bjórglasi standandi á höfði. En allar gleðistundir taka endi — ekki sízt á styrjaldartímum, og í janúarlok 1944 lét Walker úr höfn sem foringi fyrir Star- ling, Með Wild Goose, Kite, Wren, Woodpecker, Magpie og 2 flugvélamóðurskip undir sinni stjórn og nú var haldið á „Kaf- bátamiðin“ N af írlandi. Fyrsti febrúar rann upp, heið- skír en kaldur. Flotinn skreið á- fram, og hafði skipað sér í árás- nrlínu með 200 metra millibili. . Allt í einu heyrðist hrópað frá Wild Goose: Foringi! Kafbáts- bergmál á stjórnborða. Skip- stjórinn á Wild Goose fann á sér, að kafbáturinn ætlaði sér að sleppa í gegnum miðja árás- arlínuna, sennilega treyst því að sleppa á miklu dýpi. Walker gaf stuttar en hraðar skipanir: Hart í stjórnborða. Fulla ferð. Dragið upp árásarflaggið. Úr vegi. ég er að hefja árás!“ Skipununum var tafarlaust hlýtt. Flotinn vék úr vegi, en Wild Goose réðst á óvininn, en það bar engan á- rangur, og kom það þeim ekki á óvart. Walker var ekki vanur að hætta árás eftir að hann hafði fengið fyrstu „snertinguna". Hann lét flotann halda áfram en beið rólegur átekta á Starling, ásamt Wild Goose. Þessi árásar- ,,taktik“ var fordæmd af öðrum brezkum sjóliðsforingjum, sem héldu því frarn, að setja bæri allan flotastyrkinn í árásina hvenær sem tækifæri gæfizt. „Ekki leikur vafi á því“, skrif- aði Walker í skýrslu sína, „að hin skjóta árás Wild Goose bjargaði. okkur. Ég tel það mikinn heiður að berjast við hlið hins hug- rakka og þrautreynda skipstjóra á Wild Goose. Hann færði mér bergmálssambandið". Skilyrðin voru góð, enda þótt sjór væri að aukast. Er Walker hóf eltingarleikinn komst hann að raun um, að kaf- báturinn var á miklu dýpi með 4ra mílna ferð. Hann ákvað að hefja árásina með tveim skipum, sem héldu áfram með stuttu millibili með hægri ferð og slepptu 60 djúpsprengjum. Haf- ið komst á ólgandi hreyfingu við neðans j ávarsprengingarnar. — Skipin tvö hentust til og frá og hinum vönu sjómönnum var nóg boðið. Djúpsprengjurnar voru aðalvopnið og þeim var sleppt svo ört að það var líkast stór- skotahríð. Skipshöfnin á Star- ling varð allt í einu höggdofa. Drunur bárust upp úr hafdjúp- inu. Vatnssúla gaus upp af yfir- borðinu og streymdi innyfir aft- urdekkið. „Hættið árásinni", skipaði Walker. Bði skipin biðu í ofvæni, en biðin var ekki löng. Olía, fatnaður, plankar, uppblás- in björgunarvesti, bækur og líkamspartar voru þögult vitni um dauða og eyðileggingu niðri í hafdjúpinu. Bátur var settur á flot til að safna sönnunargögn. Kafbátar léku stundum þann leik að skjóta út um tóm tundur- skeytahólfin allskonar drasli til þess að villa um fyrir óvinunum. En í þetta skipti var ekki um neitt að villast. Á báðum hersnekkjunum var gefin skipun um að „splæsa höfuðlínuna“ en það var sjó- mannamál og þýddi romm- skammt handa skipshöfninni í tilefni sigursins yfir hinum 740 tonna U 602. Fjórum dögum síðar fékk flotadeild Walkers skipun um að taka að sér vernd geysistórrar skipalestar: SL 147 á leið frá Bandaríkjunum með herlið og birgðir til innrásarinn- ar á meginlandið, sem nú var í undirbúningi í Bretlandi. — Flaggamerki frá forystuskipinu tjáðu, að 15 kafbátar væru í ná- grenninu. Rökkrið skall á og innan tíðar var orðið niðdimmt. Myrkrið var ægilegt. Regnúðinn umlukti hin 80 skip í lestinni. Himinn og haf runnu saman í eina heild og í þokumistrinu virtist skipalestin svífa áfram í lausu lofti. Kyrrð færðist yfir hinn væntanlega víg- völl, og ekkert hljóð heyrðist ut- VÍKINGUR 93

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.