Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Side 28
„Aðalfundur fulltrúaráðs sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnar-
firði haldinn í Hrafnistu sunnudaginn 6. marz 1960, samþykkir
að reynt verði að fá lögum Happadrættis D. A. S. breytt á þann
veg að happdrættið fái að starfa á breiðari grundvelli en hingað til,
með því að styrkja byggingar dvalarheimila út um land, sam-
kvæmt, nánari reglum er settar yrðu.“
GreinarfierS:
Framkvæmd aðal-stefnumáls Sjómannadagsráðs, að byggja Dvalarheim-
ili Aldraðra Sjómanna, liefur gengið sérstaklega vel og vonum framar,
og á þarna happdrætti samtakanna að sjálfsögðu drýgstan þátt í.
Má nú segja að með óbreyttuin gangi happdrættisins, mundi reynast
auðvelt að Ijúka byggingu þess innan hins leyfða starfstíma happdrættis-
ins, en 7. starfsár þess er að hefjast.
Það er einróma álit flutningsmanna, og vonandi flestra cða allra með-
liina samtaka okkar, að einmitt vegna þess hve þjóðin hefur rausnarlega
stutt málefni okkar, beri okkur skylda til að sýna í áframlialdandi dug-
miklu starfi að traust það liafi verið verðskuldað.
í ljósi æ meira langlífis með þjóðinni og síaukinnar fólksfjölgunar er
eykst að mun með hverjum áratug, er fyrirsjáanlegt að það 4-500 manna
heimili er við höfum í byggingu, muni innan fárra ára reynast allt of
lítið, og það svo, að annars sams konar heimilis muni fljótlega þörf fyrir
Reykjavík og nágrenni, svo ljóst er að mál þessi þarf að skipuleggja 5-10
ár fram í tímann hverju sinni.
Það sem við teljum þó fyrst liggja fyrir, jafnframt því að ljúka bygg-
ingu Dvalarheimilisins, er að styrkja byggingar dvalarheimila út um
land, en nokkur slík eru þegar ráðgerð sem liluti sjúkraliússbygginga.
Meira að segja hafa okkur þegar borizt fyrirspurnir um slíka aðstoð frá
2-3 útgerðarbæjum.