Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 3
Emil Nielsen, fyrsti framkvæmdastjóri Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Óttarr Möller, núverandi forstjóri
Eimskipafélags Islands. félagsins i 32 ár. Eimskips.
17. jan. sl. átti Eimskipafélag
íslands 50. ára afmæli. Segja
má að verið sé að bera í bakka-
fullan lækinn með því að minn-
ast félagsins hér, svo margar
góðar greinar hafa birtzt í ýms-
um blöðum um fyrirtækið síð-
ustu vikur. En eimskipafélagið
stendur í svo nánum tengslum við
sj ómannastéttina, að ekki sæmir
málgagni sjómanna að hleypa
svo merkum atburði framhjá,
án þess að minnast lítillega á
þetta góða félag.
Á tímamótum þessum finnst
mér rétt að rifja upp siglinga-
sögu landsins, þótt aðeins verði
í stórum dráttum, enda komast
siglingar hér á landi fyrst í við-
unandi horf með tilkomu Eim-
skipafélagsins.
Það var einkennandi fyrir
landnámsmenn íslands, að þeir
áttu sjálfir skip, þegar þeir
komu til landsins. Sá siður hélzt
og nokkuð fyrst eftir íslands-
byggð, að menn ættu skip og
flyttu sjálfir varning sinnlanda
á milli. Skipaferðir voru því all
tíðar og samgöngur góðar fyrst
framan af. En er fram liðu
stundir gengu skipin úr sér og
lítt sem ekkert var um skipa-
smíði innanlands, því að skipa-
við skorti. Fé vantaði og til
kaupa á skipum erlendis frá.
Innlend verzlunarstétt komst
ekki á legg, varð það einnig til
þess, að íslendingar endurnýj-
uðu ekki skipastól sinn.
Mönnum þótti of áhættusamt
að stunda kaupskap sem aðalat-
vinnuveg, einkum er þeir gerð-
ust rosknir. Mörg dæmi eru þó
þess, að ungir menn öfluðu sér
frama með kaupsýslu, enda þótti
verzlunin snemma fýsileg til
fjár og ævintýra, þrátt fyrir á-
hættuna. Er leið fram á 11. öld
var skipaeign íslendinga að
mestu úr sögunni. 0g þeir eign-
uðust ekki teljandi skipastól,
fyrr en komið er fram á 19. öld.
Norðmenn hófu snemma sigl-
ingar hingað og tóku að stunda
kaupskap. Þeir urðu einráðir um
alla verzlun, eftir að íslending-
ar urðu skipalausir. Samt þótti
ekkert sældarbrauð að stunda
verzlun úti við ísland. Það sýna
fækkandi skipakomur til lands-
ins. Norðmönnum þótti ekki ráð-
legt að festa fé sitt í verzlun
nema að einum þriðja gegn því
að hafa - tvo þriðju fjárins
bundið í jarðeignum, sýnir það
einnig hvað þeim þótti verzlun
mikið glæfrafyrirtæki.
Árið 1118 komu 35 skip til
landsins og þótti gott. En með
Gamla sáttmála árið 1262 var
gert ráð fyrir aðeins 6 skipa-
ferðum á ári. Þetta sýnir hvaða
siglingu landsmenn álitu nauð-
synlega. Á 13. öldinni kom þó
VIKINGUE
45