Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 4
Fyrsta stjórn Eimskipafélags Islands. Standandi: Ólafur Johnson og Garðar Gíslason.— Sitjandi: Olgeir Friðgeirsson, Halidór Daníelsson, E. Nielsen, framkvæmdastjóri féiagsins, Sveinn Björnsson, Jón Gunnarsson og Eggert Claessen. i fyrir, að ekkert skip kæmi út, og sýnir það vel, að kaupmönn- um hefur ekki litizt á að verzla hér. Upp úr miðri 14. öld ná Hansakaupmenn verzluninni í sínar hendur. Síðar verða svo, 1602, einokunarkaupmenn alls- ráðandi allt fram undir 1854. 27. apríl 1856 urðu þáttaskil í siglingum til íslands, en þá kom til Reykjavíkur póstskipið „Arcturs." Var þá nýbúið að gera samning við eigendur þess, Koch & Henderson, um fastar siglingar milli Danmerkur og ís- lands. Átti skipið að fara 6 ferðir á ári. Árið 1866 sameinaðist Koch & Hendersonfélagið tveim öðrum skipafélögum í nýtt félag, sem nefndist Sameinaða gufuskipa- félagið. Næstu áratugi áttu íslending- ar allt undir þetta skipafélag að sækja með siglingar sínar. — Fjarri fór því, að íslendingar væru ánægðir með þjónustu fé- lagsins, einkum voru það strand- ferðirnar, sem óánægja var með. Þá þótti skorta á lipurð og til- litssemi hinna erlendu sjómanna. við þarfir landsmanna. — Eru margar sögur til um ribbalda- hátt yfirmanna dönsku skip- anna, sem voru einráðir um siglingar skipanna. Kom ekki ó- sjaldan fyrir, að skipin færu úr höfnum fyrir ákveðinn tíma, oft til stórtjóns fyrir landsmenn. Árið 1905 fékk Sameinaða gufuskipafélagið í fyrsta sinn samkeppni í fslandsferðum. — Thorefélagið hafði nokkru áð- ur hafið siglingar hingað á eig- in spýtur. Einn af aðaleigend- um þess var íslendingur, Þórar- inn E. Tulinius, að nafni. Bauð félagið að sigla hingað 36 ferð- ir á ári, þar af 7 strandferðir fyrir 50000 kr. styrk. Samein- aða undirbauð tilboðið og fékk að halda aðstöðu sinni, þó með fleiri ferðum fyrir lægri styrk en áður. Árið 1909 tókust samningar milli landsstjómarinnar og Thorefélagsins um, að félagið héldi uppi strandferðum jafn- framt því sem félagið færi 24 ferðir milli landa. Samningurinn var gerður til 10 ára og jafn- hliða annar samningur gerður við Sameinaða gufuskipafélagið til jafnlangs tíma. Tveir nýir strandferðabátar Austri og Vestri, sem Thorefé- lagið átti, hófu ferðir með ís- lenzkri áhöfn að mestu leyti. En 1912 gafst Thorefélagið upp við strandferðirnar, sem það taldi fjárhag sínum ofviða að reka. Leysti landsstjórnin þá félag- ið frá skuldbindingum sínum. Á alþingi 1912 var þetta mál rætt. Kom fram tillaga, að lands- sjóður keypti Austra og Vestra og héldi úti siglingum. Var sú tillaga felld. í þessum umræðum kom fram hjá Jóni Ólafssyni og Bjarna frá Vogi, að þeim væri kunnugt um, að kaupmenn í Reykjavík hefðu reynt að stofna skipafélag til strandferða og Englandssiglinga. En félags- stofnunin strandaði á því, að þeir kaupmenn, sem hlynntir VÍKINGUR 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.