Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 13
Og í þriðja lagi að þeir taki upp störf á skipunum að námi loknu og haldi þeim áfram, og er þriðja atriðið í rauninni af- leiðing þess fyrsta. Til þess að laða unga hæfileikamenn aðsjó- vinnunni, verða atvinnuhorfur að vera góðar, og sýnilegir mögu- leikar að komast áfram, sem haldi áhuganum fyrir starfinu vakandi, en undirstaða þess er fyrirhyggja og framsýni fyrir- tækisins og útvegsins í heild. Að því er snertir tækifæri til þess að vinna sig upp, þá ætti stjórnarherbergið að vera opið þeim, sem starfa á skipunum. Þannig hefir það verið í okkar félagi og reynst mjög vel. Hin tæknilega og siglingafræðilega hlið í rekstri skipafélaga erhin mikilvægasta, og því hyggilegtað hafa fulltrúa úr þessum starfs- greinum í stjórn fyrirtækjanna. Aðbúð þessara manna verður að vera góð, hvort sem þeir eru á verði eða utan þess. Ein mesta framför í því efni er loftræst - ingarkerfin sem komið hefir verið fyrir í skipunum. Að því er þjálfun manna snertir, þá hefir hærra kaup og meiri frístundir í sér fólgið fleiri tækifæri til skemmtana, en einnig auknar freistingar. Það stoðar í raunnini lítið að ala upp efnað fólk með auknu frjálsræði, ef það leiðir til al- mennt lækkandi siðferðis. Sér- hver einstaklingur verður að fórna af fúsum vilja eigi síður en krefjast af öðrum, og byrj- unaruppeldi og þjálfun eigaþar í mikinn þátt, því lengi býr að fyrstu gerð. Við verðum að læra að leika fyrir náungann eigi að síður en sjálfa oss. Verðandi stýrimenn eiga kost mikillar þjálfunar áður en á sjó- inn kemur við þar til gerðar stofnanir, þar sem þeir læra ekki einungis sitt fag, þeirlæra þar einnig að vinna saman og leika sér saman, og öðlast með því hinn rétta samvinnuanda. Ungir vélstjórar eiga þessa ekki kost. Lít ég svo á að áðurnefnd- ar stofnanir ættu einnig að VÍKINGUR veita vélstjóraefnum hliðstæða þjálfun. Mikið hefir verið gert til að leiðbeina ungum stýri- mönnum um hegðun og fram- komu. Yfirgripsmikil námskeið hafa verið haldin til þess að ferska upp á kunnáttu þeirra o.s. frv., en það sem gert hefir verið fyrir unga vélstjóra í þessum efnum er alveg ófull- nægjandi. Oftast er kostnaður- inn sagður of mikill, en slíkt er fjarstæða. Mörg eru þau ó- höpp, sem fyrir koma á vélun- um og ekki síður á vélaliðinu sjálfu, sem eiga rætur að rekjatil ófullnægjandi eftirlits og þjálf- unar. í mínu félagi höfum við orðið fyrir miklum útgjöldum og tapað verðmætum tíma, og stór slys hafa hent vegna ein- staklings mistaka. Það er löngu kominn tími til þess að mennt- un og þjálfun ungra vélstjóra sé meiri gaumur gefin bæði tæknilega og menningarlega. Til þess að vekja hina réttu ábyrgðartilfinningu hjá þeim, sem starfa á skipunum, verður að gefa þeim tækifæri til að kynnast framkvæmdum fyrir- tækjanna í landi. Ég er því hlynntur að yfirmenn bæði af þilfari og úr vélarúmi séu tekn- ir í land um tíma og gefinn kostur á að kynnast stjórninni þar, á þeirra starfsviði, og gefa þeim einnig innsýn í skrifstofu- störfin og þá erfiðleika, sem skipafélögin hafa við að etja. Bretar eiga enn stærsta starf- andi skipaflota í heimi. Hvort það ástand helzt, er komið und- ir góðri stjórn á öllum sviðum, og þá ekki sízt á tæknisviðinu, því þar verðum við að vísaveg- inn, en ekki láta segja okkur fyrir verkum. — Brezka þjóðin héfir tekið mestum framförum þegar mest á reið. Við verðum að vera með í framþróuninni og færa okkur hana í nyt. Brezk skipafélög og brezkar skipa- smíðastöðvar verða að láta sér skiljast að meiri samvinna er nauðsynleg, og betri stjórntæki en nokkru sinni áður. Þessar starfsheildir verða að treysta á stofnanir sem þessa, Brezka vél- stjórasambandið, að þæi> vinni með allri framfaraviðleitni, hið verklega og fræðilega þarf að fylgjast að. Bölsýnismenn eru ávallt með- al okkar, en fyrir mér er fram- tíðin mjög björt, og örvandi tímar eru framundan fyrir skipaeigendur. Vissulega verða þeir að taka á hinum stórasín- um, ef þeir vilja halda forust- unni. En það er nú einu sinni svo, að barátta við erfiðleika og sigurinn yfir þeim er vissulega kryddið í lífinu. Æska þessa lands er eins góð og hún hefir áður verið, ef til vill betri, — en hún þarf örfun og leiðsögu. Fyrir því hvílir mikil ábyrgð á herðum eldri kynslóð- arinnar að láta þá leiðsögu ekki vanta. — Staða Stóra-Bretlands síðan á stríðsárunum hefir breytzt og er sífellt að breytast á öllum sviðum. Við erum nú meira háðir hæfni okkar og hug- vitsemi en nokkru sinni áður. Við getum ekki lifað á lárberj- um fortíðarinnar. Framtíð okk- ar er komin undir hæfileikum til breytinga í síbreytilegum heimi.“ — O — Erindi Sir Nicholas hefir að sjálfsögðu verið miklu lengra, en meira af því er ekki birt í blaðinu. Orð hans eru vissulega í tíma töluð, og áminning um að á þessu sviði þarf að gera miklu meira en gert hefir verið. Bezta öryggisráðstöfunin sem fundin verður er að kenna þeim mönn- um, sem tækjum og vélum stjórna að þekkja gerð þeirra og skilja hvernig með þau skuli fara svo að fullur árangur ná- ist. Og þetta gildir bæði þar og hér. Við íslendingar erum líka með á öld hraðans. Þó við séum fáir og fátækir, þá er framtíð okkar eigi síður en stórþjóð- anna komin undir viðbrögðum þeirra sem einkum ráða yfir verðmætum þjóðarinnar. Hvern- ig þeir meta og hagnýta nýjung arnar sem fram koma, þ.e. hæfileikanum til breytinga í sí- breytanlegum heimi. 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.