Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 18
Fyrsta loftskeytamannanámskeiðið.
J*.
/<i{
i’tt«
Vegna annríkis varð Ottó B.
Arnar að hætta rekstri loft-
skeytaskólans árið 1936. Hann
hafði frá því fyrsta brennandi
áhuga á hinni nýju tækni og kom
fljótt auga á gildi hennar. Árið
1926 stofnaði hann hina fyrstu
útvarpsstöð hér á landi og rak
hana um nokkur ár. Hann verzl-
aði með og hafði umboð fyrir
loftskeyta- og siglingatæki, og er
m. a. umboðsmaður Marconi-
félagsins. Hann rak til skamms
tíma radíóviðgerðarverkstæði.
Félag ísl. loftskeytamanna og
gamlir nemendur Ottó B. Arnars
meta brautryðjendastarf hans á
radíósviðinu og skólamálum stétt-
arinnar og góða fyrirgreiðslu
alla tíð.
Síðan árið 1940 hefur Lands-
sími íslands rekið loftskeytaskóla
og útskrifað um 350 loftskeyta-
menn til starfa á landi, skipum
og flugvélum og með því ynnt
af hendi nauðsynlegt starf í þágu
íslenzkra fjarskiftamála, útgerð-
ar og loftsiglinga.
En þótt loftskeytaskólinn
hafi starfað í 40 ár, ýmist
sem einkaskóli eða á vegum
Landssíma Islands, þá hefur það
lengi verið og er ennþá áhugamál
Félags ísl. loftskeytamanna, að
stofnaður verði sérstakur fastur
skóli — Radíóskóli Islands —
sem veitti alhliða menntun þeim
ungu mönnum, sem hafa í hyggj u
að stunda hin margvíslegu störf
á sviði radíótækninnar, m. a.
loftskeytastörf á skipum.
Geir Ólafsson.
Höfundur greinarinnar.
VÍKINGUR
60