Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 21
Bóndinn á Nýjabæ fékk heimsókn af bóndanum á Loftshúsum, sem var í annarri sveit. Hann bauð Loftshúsabóndanum til stofu upp á veitingar. Á stofuveggnum hékk mynd af postulunum 12. „Þetta er víst gömul mynd“, sagði gesturinn. „Já, hún er nokkuð gömul“. „Er hún héðan úr nágrenninu“, spurði gesturinn. „Já, það er sagt svo“, sagði bónd- inn íbygginn, „en þessi þarna“, og bóndinn benti á Júdas, „það er fullyrt að hann sé ættaður frá Lofts- húsum“. * Góði láttu mig hafa eintak af Víkingn- um. Því varstu að finna stelpuna áður en við vorum komnir út á sjó? — Er konan þín slíkur söngfugl, að þú hafir ástæðu til að kalla hana næturgala? — Nei, alls ekki, en hún er svo villt og „galin“, ef ég kem seint heim. Skoti og Englendingur fóru sam- an í veiðitúr. Þeir urðu ásáttir um að sá, sem fengi fyrstu veiðina skyldi spandera drykk. Þeir höfðu dorgað alllengi þegar Bretinn veiddi smá titt, og sýndi vini sínum sigri hrósandi. Þvínæst veitti félaginn hinn umtalaða drykk. „Hann bragðaðist vel“, sagði Skot- inn og sleikti útum. „Ég held að ég verði að beita næst þegar ég renni“. * Forstjóri Gallupstofnunarinnar sagði eitt sinn eftirfarandi sögu: Það var hringt til mín kl. 3 um nóttina. „Halló, er það herra Gall- up? — Já, en hvers vegna í ósköp- unum hringið þér á þessum tíma sólarhringsins ? — Jú, ég mátti til að hringja vegna skoðunarkönnunar. Þér verðið að breyta niðurstöðu- tölunum, ég hef nefnilega skipt um skoðun“. * Frívaktin Það er ekki sá, sem hefir á réttu að standa, sem hefir meginþýðing- una heldur; hvað er hið rétta. * Móðirin var að lesa „hrollvekju“ fyrir litlu dóttur sína, sem sagði frá þegar úlfur réðst á lítið lamb og át það upp til agna. Hún varð undrandi þegar sagan virtist ekki hafa áhrif á dótturina, og spurði hana: — og finnst þér ekki synd að úlfurinn skyldi borða lambið? — Nei, ekki finnst mér það, sagði barnið. — Annars hefðum við borðað það. Ungur fréttaritari var sendur til að afla frétta af stóru afmælishófi. M.a. lýsti hann hófinu á þessa leið: „í hópi fegurstu kvennanna var Frið- finnur forstjóri". Þegar ritstjórinn las þetta varð hann ævareiður og lét kalla frétta- ritarann á sinn fund. „Þetta er engin lýgi“, sagði hinn ungi fréttaritari í einlægni sinni. „Friðfinnur forstjóri var þarna allt kvöldið, — og hvergi annars staðar". * Nonni var í fyrsta tímanum í skólanum. Hann var lítill vexti „Heyrðu vinur“, sagði kennarinn, „þú ert eiginlega nokkuð lítill til að sækja skóla. Hvað ertu gamall?“ „Ég er 6 ára, — en mamma sagði mér að ég hefði hæglega getað verið 7 ára, ef hann pabbi hefði ekki verið svo feiminn". VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.