Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 22
Eg var að hugsa mn framvinduna í félagsmáluin skip- stjómarmanna, er ég mundi eftir þessari grein. Hún er flutt fyrir 19 árum í félagshófi er haldið var eftir að Skipstjóra- og Stýrimannafélag Reykjavíkur, Skipstjóra- félagið Aldan og Skipstjóra- og' Stýrimannafélagið Ægir höfðu sameinast haustið 1944. Þar sem í greininni er aðeins rætt um Ölduna, skal tekið fram að þá voru allir Ægisfélagar fullgildir Öldu- félagar og fór sameining félaganna einvörðungn fram á þeim grundvelli, að svo skyldi verða framvegis. Þar sem þessi þáttur í félagsstarfsemi skipst.jórnar- manna og hið merka starf Skipstjóra- og Stýrimannafé- lags Reykjavíkur, má teljast ókunnugt yngri mönniun, gætu þessar hugleiðingar vaki'S einhverja af þeim til um- hugsunar um félagsmál Rifjuð upp Til hefir verið mælst að ég segði hér nokkur orð í þessu virðulega félagshófi. — Hófinu sem vissulega skapar tímamót í athafnalífi félagsins. Því eins og ykkur er kunnugt, hafa tvö félög verið sameinuð með því að Skipstjóra- og Stýrimanna- félag Reykjavíkur hefir gengið inn í Ölduna og lagt niðurnafn sitt. Á þennan hátt veittist Öld- unni nýr kraftur, félagatalan meir en tvöfaldaðist. Ég er einn þeirra nýliða, er nú fylla félagatölu Öldunnar, og það hefir ætíð verið mín skoð- un, að þessi nýbreytni sé til stórbóta fyrir báða aðila. — Róðurinn mun alltaf sækjast léttar með því að hafa ræðar- ana jafna. Aldan er elzta stéttarfélag landsins, stofnað 7. október 1893. Hún hefir sögu sína að geyma, og saga hennar er gróin í meðvitund allra eldri félags- manna. Ég ætla því ekki að fara út í það, að lýsa félags- göngu hennar á þessum fimm tugum ára, en vildi í þess stað flytja nokkur kveðjuorð til ný- græðingsins okkar, Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavík- ur, og gera mér far um, að lýsa nokkrum áföngum. Skipstjóra- og Stýrimannafé- lag Reykjavíkur var stofnað 18. 64 sín. liðin stund nóv. 1934. Stofnendur voru 35. Fyrsta áhugamál félagsins, og eiginlega má segja, að félagið hafi verið stofnað utan um það mál, — var breyting á lögum um atvinnu við siglingar, er lá fyrir Alþingi, og fól í sér veru- lega réttindaaukningu minna- prófsmanna, án frekari bóklegr- ar fræðslu. Félagið gekkst fyrir að stétt- arfélögum skipstjórnarmanna víðsvegar um land, voru skrif- uð áskorunarbréf um að mót- mæla harðlega, einnig voru send út umburðar mótmælaskjöl til undirskriftar hjá einstökum mönnum. Mál þetta náði ekki fram að ganga á því þingi, en það kaus milliþinganefnd til að endurskoða lögin um atvinnu við siglingar, og þarmeð sá draugur, kveðinn niður. Þá hófst félagið handa um það, að fá 2. stýrimann á tog- urum, lögfestan sem yfirmann og með góðri aðstoð alþingis- mannanna Sigurðar Kristjáns- sonar og Sigurjóns Á. Ólafsson- ar, náðist það fram að ganga með lögum nr. 104, okt. 1936. Haustið 1935 var samþykkt að sækja um upptöku í Alþýðu- samband íslands þó með þeim forsendum, að þeir fulltrúar er félagið kæmi með til að senda, þyrftu ekki að vera yfirlýstir Alþýðuflokksmenn. Er félagið Guðm. H. Oddsson. fékk synjun á þessari umsókn, var samþykkt að gera tilraun til þess að mynda samband allra starfandi yfirmanna á landinu. Kosin var þriggja manna nefnd til að sjá um framkvæmd máls- ins, og skipuðu hana þeir Þór- arinn Dúason, Jóhannes Hjálm- arsson og Guðmundur H. Odds- son. Nefndin ásamt stjórn félags- ins ræktu störf sín vel, komu sér saman um á hvað helzt þyrfti að leggja áherzlu við stofnun slíks sambands,, ásamt fleiru sem of langt mál yrði að rekja hér. Öllum stéttarfélögum yfir- manna voru sendar þessar hug- leiðingar okkar, og niðurstaðan af þessu varð svo stofnun Far- manna og fiskimannasambands Islands 8. desember 1936. Félagið hefir frá byrjun verið virkur aðili að Sjómannadegin- um í Reykjavík og lagt alúð sína fram, að virkum framgangi hans. Félagið hefir samið um kaup og kjör félaga sinna, og var fyrsta félagið er fékk með samningnum viðurkennda pró- sentu af sölu, í yfirstandandi styrjöld. Eins og gefur að skilja hefir félagið látið sig skipta fjölda málefna er varða öryggi og velmegun stéttarinnar í heild og má í því sambandi nefna vitalöggjöfina. VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.