Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Síða 29
„HENNAR VORU SORGIRNAR ÞUNGAR SEM BLÝ“ Það þykir ef til vill óviðeig- andi, að minnast látinnar konu í Víkingnum,, ég er ekki svo minnisgóður að ég muni, hvort það hefir nokkurn tíma gjört verið. En þar sem sú kona, sam ég hefi í huga, var ekkja tveggja kunnra skipstjóra og hennar örlög svo einstæð, henn- ar sorgir svo þungar sem blý, þá finnst mér það vel viðeig- andi, að geta hennar í sjó- mannablaðinu. Þessi kona, sem ég hefi i huga, er Jóhanna Gestsdóttir, ekkja Péturs Mikkels heitins Sigurðssonar. Fyrri maður Jó- hönnu var Kristján Bjarnason skipstjóri. Jóhanna lézt 25. ág- úst s.l. á 98. aldursári. Mér er enn minnisstætt, hve saga sú, sem ég heyrði, er ég var barn, af konu, anargra barna móður, er horfði á mann sinn, og föður barnanna henn- ar, farast í brimlendingunni, hafði sterk áhrif á mig. Ég felldi tár í hljóði, og það liðu margir dagar þar til að ég gat hætt að hugsa um þennan at- burð. Það er erfitt að dæma um hverja sorginu sé þyngst að bera, og ef til vill ekki rétt að gjöra það. En hversu sár, sem sorg konunnar var, sem horfði á mann sinn farast í brimlend- ingunni, þá hefi ég ímyndað mér, að sú sorgin myndi vera sárust, þegar skipið hvarf með öllu, og konan beið í marga daga, eða jafnvel margar vikur milli vonar og ótta, þar til öll von var úti, um að maðurinn hennar væri á lífi. Þessa raun varð Jóhanna Gestsdóttir að bera, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Og svo einkennilega vildi til, að bæði skipin, sem eiginmenn hennar fórust með, hurfu á svipuðu svæði, á líkum tíma árs, þau fórust fyrir Suð- urlandi á vetrarvertíð. Fyrri maður Jóhönnu hét Kristján Bjarnason. Hann var ættaður úr Amarfirði, og var bróðir ,Markúsar Bjarnasonar, skólastjóra Stýrimannaskólans. Afi hans var Símon Sigurðsson á Dynjanda í Amarfirði er var annálaður sjósóknari og sela- og hvalaskytta. Hann mun hafa lært siglingafræði í Þýzkalandi, og sú saga gekk í Amarfirði, að þegar sveitungar hans sáu hjá honum lógaritmatöflur, hafi þeim þótt þær ískyggilegar, og jafnvel talið þær vera galdra- bækur. Föðurbróðir Kristjáns Bjarnasonar var Sigurður Sím- onarson; kunnur skipstjóri, er lengi var skipstjóri á skipum Geirs Zoega. Eftir því, sem seg- ir í Skútuöldinni, fórst Kristj- án með skipi sínu Orient í apríl- mánuði 1903 (líklega 7.—8. apríl). Þegar ég kom fyrst til Reykja- víkur 1906, heyrði ég hans get- ið, sem framúrskarandi dugnað- armanns og skipstjóra. Hann hefur víst siglt með dönskum skipum, og tileinkað sér þar hreinlæti og reglusemi framyfir það, sem tíðkaðist á íslenzkum skipum. Það var í frásögu fært, að hann hefði oftast látið þvo þilfarið þegar lagt var yfir á fiskveiðunum. Pétur Mikkel Sigurðsson, seinni maður Jóhönnu var líka Austfirðingur. Hann var fædd- ur á Rauðastöðum í Arnarfirði 1876, en fluttist þaðan ungurtil Bíldudals, sem þá var með stærstu útgerðarstöðum á Is- landi. Þar fór snemma orð af honum, sem framúrskarandi fiskimanni. En skömmu eftir aldamótin fluttist hann til Reykjavíkur, og varð brátt skip- stjóri á skipum þaðan. Þegarég kynntist Pétri Mikkel fyrst ár- ið 1906, var hann skipstjórí á kútti Sigurði, sem var eign Th. Thorsteinsson. Pétur var fram- úrskarandi heppinn skipstjóri, og harðduglegur fiskiskipstjóri, og var að jafnaði með þeim hæstu, eða hæstur að afla af þeim skipum, sem gerð voru út frá Faxaflóa. Pétur Mikkel var skipstjóri á Kútti „Valtýr“ þegar hann fórst. Eftir því sem segir í „Skútuöldinni“ lét hann síðast úr höfn 21. febrúar 1920, en íslenzk skip urðu hans síð- ast vör 28. s.m. Jóhanna Gestsdóttir eignaðist 3 börn með fyrri manni sínum; 1 dóttur og 2 syni, en með seinni manni sínum eignaðist hún 1 dóttur og 1 son. Þótt Jóhanna hefði orðið að bera þá ofraun tvisvar að eigin- menn hennar hurfu í hafið með allri skipshöfn, þá voru hennar raunir ekki þar með búnar. Hún missti Markús son sinn úr berklum, þegar hann var 29 ára. Ég veit að hann var augasteinn hennar, og að hún tók láthans mjög nærri sér. Markús var sér- staklega efnilegur tónlistamaður og píanóleikari. Eldri dóttir hennar hefir tvisvar staðið uppi sem ekkja, og hefur það auðvit- að snert djúpt móðurina. Ég kynntist Jóhönnu fyrst árið 1906. Hún var þá tiltölu - lega nýlega gift í annað sinn. Það virtist þá sem hún væri bú- in að yfirvinna harm sinn eftir missi fyrsta manns síns, en þó hvíldi ætíð einhver alvörublær yfir svip hennar, og þegar við unga fólkið hlógum, þá brosti hún aðeins. Þau ár, sem Jóhanna naut vista við seinni mann sinn voru hennar hamingjuár. Árið 1906 byggðu þau sér nýtt hús að Stýrimannastíg 7, Reykjavík. Þau eignuðust 2 myndarleg börn, og héldu uppi rausn á heimili sínu. Þangað komu líka margir gestir, og Jóhanna var annáluð fyrir gestrisni sína. Missir seinni manns síns bav Framh. á bls. 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.