Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 31
Landtaka á Siglufirði haustið 1926 * Sumarið 1926 var ég vélstjóri á 8 tonna bát, sem Georg hét, og var eign verzlunarinnar Hamborg Siglufirði, en gerð- ur út frá Ólafsfirði um sumar- ið. Formaður hét Steingrímur Baldvinsson, bróðir Sigurðar Baldvinssonar útgerðarmanns á Ólafsfirði. Við vorum á línu- veiðum og vorum aðeins 3 á bátnum. En seint í ágúst var farið á reknet og þá lagt upp á Siglufirði. — Um mánaðamótin ágúst september veiktist for- maður, fór heim, og kom ekki aftur til róðra. Heldur urðu stopular driftir hjá okkur, því erfitt var að fá menn, þó fór ég 3 eða 4 driftir með menn, sem fengust í það og það sinn. Heldur var veiðin lítil, en dágott verð, að mig minnir. Svo um miðjan septem- ber tók við formennsku Björn Halldórsson, sem átti heima á Siglufirði. Við vorum oftast 4 á, því ekki þótti fært að vera færri við netin. Um 20. september skeði sá at- burður er fyrirsögnin bendirtil. Við fórum í drift, eins og all flestir bátarnir, þó laugardagur væri. Það var frekar stillt veð- * ur en talsverð alda af norðri. Við létum reka undan Ólafs- fjarðarbjargi, en um kvöldið fór strax að bræla og smá jókst og kl. 4 um nóttina var kominn stórastormur og mikill sjór. — Undir morguninn var auðséð orðið að ganga mundi í vonzku VÍKINGUR Olía og vatn geta ekki blandast. Eðlisþyngd oliunnar er minni en sjávarins, þá er samloðunarkraftur hennar mikill. Vegna þessa getur olían myndað liimnu yfir sjóinn og varnað því að sjórinn rísi. veður, var þá farið að draga netin eins fljótt og fært þótti vegna biifu. Ekki reyndum við að hrista síldina úr netunum, enda lítil veiði. Netin drógum við beint í lestina þar sem veð- ur var alltaf að versna. Þegar öll veiðarfæri höfðu verið inn- byrt voru belgir og allt lauslegt sett í lest og vandlega gengið frá lúgum. Þegar þessu var lok- ið var komið vonzku veður, en samt var strax haldið í áttina til Siglufjarðar. Eftir stuttan tíma fórum við að mæta bátum, sem búnir voru að draga, og héldu nú í áttina til Ólafsfjarðar, undan veðrinu. En alltaf héldum við í áttinatil Siglufjarðar þótt él byrgðu land- sýn við og við. Sjórinn jókst og komin var stór alda þegar við vorum undan Hestfjalli, þá vor- um við all djúpt undan, en greindum land. Hægjum við nú á og ráðgumst um hvað gera skuli. Ákveðið er að halda á- fram til Siglufjarðar, en nú voru góð ráð dýr ef allt ætti að fara vel, fleytan var ekki stór, en aldan há. Alltaf vorum við að mæta bátum sem héldu í öf- uga átt við okkur. Ég sem var elztur af skipshöfninni, fór að hafa orð á því við formanninn að lægja öldumar með olíu,, við höfðum lesið um notkun báru- fleygs eins og Norðmenn voru farnir að nota. Aftan við stýris- hús stóð i/2 tunna full af olíu, sem var vara forðinn, hana lét- um við lægja öldurnar og hjálpa okkur að ná heim heilu og höldnu. Olíufatið var lagt á hliðina, losað um tappann svo alltaf vætlaði með, en við það myndað- ist brá í kjölfarinu og öldurnar lægðu. Alltaf héldum við áfram á hægri ferð og náðum við til Siglufjarðar seinnipart dags, en mai’gir hinna bátanna höfðu snúið við í fjarðarmynninu, og sumir sem inn héldu orðið fyr- ir áföllum, þó ekki yrði af því mannsskaði. En af hverju er ég að skrá þetta nú. Það er af því að vetr- arróðrar fara í hönd á stórum og smáum fleytum og mér er í minni hið hörmulega sjóslys í fjarðarmynni Eyjafjarðar síð- astliðinn vetur. Ég vil beina þessum línum til allra, en þó sérstaklega til ykk- ar, sem á minni fleytunum ró- ið, og lendið í hamförum við Ægi, reynið að lægja öldurnar eins og við gerðum og gaf okk- ur góða raun. Ég leyfi mér enn- fremur að benda skipstjórum, sem til hjálpar fara öðrum bát- um, látið olíu eða eitthvað slíkt í sjóinn, setjið það kulborðsmeg- in við fleytuna sem hjálpa á, þá mun aldan lægja og hægara verða að athafna sig við björg- un. Svalbarðseyri 2. j óladag 1963 Sigmar Benediktsson vélstjóri. 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.