Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Page 32
t Miiining: SVEINN SIGURHANSSON „Of seint kem ég að kumli þínu vinur“ sagði skáldið fræga. Þessi orð komu mér í hug, þegar ég gekk um Landakirkjugarð fyrir nokkrum dögum og kom að svo til nýorpnu leiði Sveins heitins Sigur- hanssonar, en þá hann lézt var sá er þessi orð setur á blað fjarver- andi og þessvegna varnað af fylgja honum síðustu ferð hér úr heimi. Leiðina sem allir stærri og smærri verða að flytjast að lokum. En til að gera mitt til minningar um hinn látna heiðursmann, skulu skráð helztu atriði úr lífi og starfi Sveins Sigurhanssonar, eins og þau komu samtíðarmönnum fyrir sjónir. Auðvitað eru slíkar minningar að- eins punktar um rás viðburða spegil- mynd af lífi og starfi hinnar óbreyttu aiþýðu, sem starfar og stríðir í sveita síns andlits. Sveinn Sigurhansson fæddist 21. júní 1892 að Stóru-Mörk Vestur- Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Dóróthea Sveinsdóttir og Sigurhans Ólafsson er þar bjuggu. Laust eftir fermingaraldur var Sveinn sendur til útróðra. Þá voru að gerast straumhvörf í útgerðarmálum með tilkomu vélbáta. Og þar sem í bláma fjarskans Vestmannaeyjar risu sæ- brattar fyrir landi, mun hugur Sveins, sem og fleiri Rangæinga hafa leitað þangað. Sjóróðrar þeirrar tíðar æsku- manna var sá skólabekkur, sem sezt var á, þótt kaldur væri á köflum, óhörðnuðum unglingum. Eigi að síð- ur var reynt að komast fram úr lexíum og standast prófið. Óefað hefir Sveinn Sigurhansson staðizt sitt próf, sem fullgildur í starfi. Hann varð brátt vélamaður á bát- um í Vestmannaeyjum um vetrar- vertíðir, en fór jafnan annan árs- tíma að stunda múrverk, unz sú vinna varð hans aðalstarf. Heilsubilunar fór að gæta laust eftir miðjan aldur hjá Sveini, með því að hönd tók að verða óstyrk. Svo fór, að hann varð að hætta við starf sitt, en þess í stað hóf hann vinnu í hraðfrystihúsi og þótti mörgum samverkamanninum furðu gegna hversu hann dugði og ganga ekki heilli til skógar, en raun bar vitni. Sveini mun hafa verið ráðlagt, að hafa ekki langan vinnudag, eftir að þrek skertist. En sá skóli, sem áður var minnst á, hefir sjálfsagt mótað svo skaphöfn hans, að sjaldan var hætt vinnu ef samstarfsmenn- irnir héldu áfram, þó eðlilegu dags- verki væri lokið. Á síðast liðnu vori fór heilsu Sveins enn hrakandi. Kenndi hann þá sjúkdóms, sem ágerðist, og svo fór að hætta varð störfum og síðla sumars varð sá er tekið hafði völd- in yfirsterkari, svo að ganga vai'ð frá verki, og 6. desember s.l. lézt Sveinn. Hann stóðst einnig sitt próf í sjúkdómum sínum, æðraðist ekki, tók því sem að höndum bar, enda var lundarfar hans á þá leið, að ekki var verið að fjasa um hlutina, þó á brattann þyrfti að sækja. Sveinn var mjög óafskiptinn um einkamál annarra, umtalsfróm- ur, dæmdi menn ekki sem persónur þó svo hann væri þeim ekki sam- mála í skoðunum, gerði skil á yfir- borði og raunhæfu, var í orðsins beztu merkingu sannur alþýðumað- ur, sem vildi hag og hamingju fólks- ins, án æsinga og haturs. Hann var góður félagi og liðs- maður Alþýðuflokksins og lagði jafnaðarstefnunni lið í öllu því, er hann mátti. Til Vestmannaeyja fluttist Sveinn til heimilisfestu 1911 ásamt for- eldrum og systkinum og átti þar heima æ síðan. Sveinn giftist 24. desember 1919 eftirlifandi konu sinni, Sólrúnu Ingvarsdóttur frá Hellnahóli undir Eyjafjöllum, myndar og dugnaðar- konu. Þau hjónin eignuðust 5 börn, eitt þeirra misstu þau kornungt, tvö þeirra er upp komust eru bú- sett í Reykjavík en tvö í Vestmanna- eyjum. _____ Sveinn Sigurhansson var í þeim aldursflokki, sem við ýms tækifæri eru nefndir aldamótamenn. Þetta fólk hefir afkastað geysilegu starfi í þágu alþjóðar. Ef þær kynslóðir, sem erfa hið nýja þjóðfélag, sem þetta fólk endurbætti, og afhenti næstu kynslóðum með enn meiri framförum geta þeir aldamótamenn, sem hér eru svo nefndir, lagzt ró- legir til hinztu hvíldar. Það er ekki ofmælt, að Sveinn Sig- urhansson hafi lagt fram sína krafta, til þess að skapa betra þjóðfélag eins vel og hann gat eftir því vega- nesti, sem hann fékk. Menntun var torsótt í hans æsku, sjálfsmenntun í verkum varð að koma til og svo að brjótast áfram eftir föngum. En þó varð að gæta þess að fara ekki þær leiðir, þar sem hægt var að troða skóinn niður af náunganum. Þá leið valdi Sveinn ekki. Hann vann heiðar- leg störf meðan stætt var, þau störf sem til nytsemdar horfðu. Hrekklaus, án svika eða undir- hyggju, gerði engum vísvitandi til miska, brosti máske sínu góðlátlega brosi, þegar honum þótti yfirborðs- mennska einstöku manna keyra úr hófi. Það væri hverjum manni gæfa að geta kvatt þennan heim með jafn óflekkaðan skjöld og Sveinn Sigur- hansson. Að lokum langar mig að senda konu Sveins svo og börnum þeirra, ásamt systkinum hans, hugheilar kveðjur. Mun ég og margir fleiri geyma minningu hins góða manns, Sveins Sigurhanssonar. Kunningi. 74 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.