Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 33
Eimskipafélag íslands Framh. af bls. J+7 Austfjörðum og fara svo um- hverfis landið. Talið var þurfa 385000 kr. hutafé til stofnunar fyrirtækisins. Hlutabréf voru útbúin og gefin út á upphæðir 25,00, 50,00, 100,00, 1000,00, og 5000,00 kr. Alls mun hafa safnast í fyrstu lotu hér innanlands með- al almennings um 368000,00 kr. Vestur-íslendingar sýndu mál- inu sérstakan áhuga og vin- semd, en framlag þeirra mun hafa numið 200000,00 kr. Gegn þessu framlagi áskyldu þeir sér rétt til að hafa 2 menn í stjórn fyrirtækisins, svo að þeir gætu fylgzt með málum. Síðarkeypti landssjóður hlutafé fyrir 200.- 000,00 kr. 1. des. 1917 var hætt að taka á móti hlutafé. Höfðu þá safn- ast nærri 2 milljónir króna. Eftir söfnun fyrsta hluta- fjárins varð ljóst, að hægt var að stofna félagið. Lét þá stjórn Eimskipafélags íslands smíða tvö skip, var annað þeirra Gull- foss, sem kom til landsins í apríl 1915. Hitt var Goðafoss eldri, sem kom heim í júlímán- uði sama ár. Mikill fögnuður ríkti meðal allra íslendinga við komu þess- ara fríðu skipa. Sáu menn nú draum sinn rætast um betri siglingar og bætta þjónustu, og ungir menn fylltust vonarneista, að komast í siglingar á innlend- um kaupskipaflota. Enda varð það svo, að Eim- skipafélagið átti eftir að veita landsmönnum góða þjónustu. Á myrku styrjaldartímabili komu skipin tvö til landsins og ef landsmenn hefðu ekki haft þau til umráða, er óséð hvernig tek- izt hefði um flutningana. — Að vísu varð félagið fyrir miklu áfalli er það missti Goðafoss hinn eldri, aðeins tæpra tveggja ára gamalt skip, sem strandaði við Straumnes 30. nóv. 1916. En félagsstjórnin sýndi enn VÍKINGUR mikinn dugnað er hún fljótlega fékk annað skip í stað Goðafoss. Á fyrri styrjaldarárunum tepptist siglingaleiðin um tíma til meginlandsins vegna kafbáta og tundurduflahættu, fóru þá skipin nokkrar ferðir til Vestur- heims. Eftir stríðið hættu skip- in þessum ferðum og tóku að sigla á Evrópulönd á ný, enda voru skipin of lítil til svo iangra ferða sem Ameríkusiglingar voru. Skipastólinn stækkaði smám saman og í byrjun seinni styrj- aldarinnar átti félagið 6 skip. Öðru sinni varð að beina ferðum þessara smáu skipa yfir til Ameríku vegna seinni styrj- aldarinnar. Urðu þær ferðir oft erfiðar og svaðilsamar í skipa- lestum með miklu stærri skip- um. En litlu fossarnir skiluðu sér furðanlega vel. — Má það tvennu þakka: í fyrsta lagi dugnaði og þrautseigju íslenzku sjómannanna og í öðru lagi við- haldi skipanna, sem Eimskipa- félag Islands hefur alltaf látið sitja í fyrirrúmi og aldrei skor- ið fé við nögl að láta skip sín vera í sem beztu ástandi, enda vekja skipin hvarvetna athygli fyrir fagurt útlit. I seinni heimsstyrjöldinni glötuðust 3 skip, sem kunnugt er, þ.e. Gullfoss er varð inn- lyksa í Danmörku og Goðafoss og Dettifoss, sem bæði fórust af styr j aldaraðgerðum. Eftir styrjöldina endurnýjaði félagið flota sinn af mikíum myndarskap og í dag á félagið 12 falleg skip, sem stunda sigl- ingar jöfnum höndum til margra landa Evrópu og Vesturheims. Þegar litið er yfir farinn veg sl. 50 ár verður að viðurkenna, að viðhorfin hafa mikið breytzt í okkar þjóðfélagi. Athafnalíf er allt fjölbreyttara og fjörugra en var á frumbýlingsárum Eim- skips. Enginn vafi leikur þó á, að með stofnun Eimskips var traustasti hlekkurinn bundinn í öllum framförum hér á landi, því að skipin tengja með föst- um öruggum ferðum sínum sain- band okkar við umheiminn, sem er skilyrði fyrir góðu menn- ingar- og athafnalífi eyþjóðar úti í Atlantshafi miðju. Aðstaða Eimskips hefur einn- ig mikið breytzt. Nú eru fleiri skipafélög allsterk komin á lagg- irnar, veldur þetta samkeppru og krefst meiri yfirsýnar for- ráðamanna félagsins. Ekki er ég þó í vafa um að félagið mun standa sig og þróast áfram með miklum glæsibrag. Eimskip hefur átt góðum framkvæmdastjórum á að skipa. Var hinn fyrsti sem fyrr getur Emil Nielsen, skipstjóri, og gegndi hann starfinu til ársins 1930. Þá tók við Guðmundur Vilhjálmsson og starfaði til árs- ins 1962 eða samfleytt í 32 ár, er hann hætti vegna aldurs. Samskipti þessara tveggja manna við stéttafélög sjómanna voru mjög til fyrirmyndar. Vildu þeir alltaf gera sem bezt við starfsmenn sína, eftir því sein afkoma félagsins leyfði. Núverandi forstjóri er Óttarr Möller, þótt stuttur tími sé frá því að hann tók við fram- kvæmdastjórastarfinu, bendir margt til þess, að hann verði farsæll í starfi. Víkingurinn vill á þessum tímamótum færa Eimskipafélagi íslands og hinum unga for- stjóra þess óskir um bjarta framtíð. Ö.S. -x Haraldur Ólafsson Framh. af bls. 50 hann sem formaður með Goða- foss og flytur alfarið til Vest- mannaeyja það sama ár. Har- aldur fór sinn fyrsta róður 9. janúar 1926 og fórst í þeim róðri við fimmta mann í suð- austan aftakaveðri. — Haraldur var eins og áður segir Vestfirð- ingur og þaulvanur fonnaður þaðan og aflamaður að sama skapi og með afbrigðum hraust- menni. 75 /

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.