Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 6
langt á eftir Islendingum í fisk-
veiðum. Veiðar voru mest stund-
aðar á litlum togbátum, sem veiða
með botnvörpu og alveg upp í
landsteinum. En að einu leyti álít
ég að þeir séu langt á undan okk-
ur og það er í löndunartækninni.
Bandaríkjamenn dæla öllum smá-
fiski, bæði úr veiðarfærinu í bát-
inn og úr bátnum í land. Þegar
við komum með síld í land í Port
Monmouth og vorum lagztir að
bryggju, þá komu þeir með barka
og festu á rör, sem stóð upp úr
bátsþilfarinu og náði niður í lest.
Vatni var dælt úr 2 vatnsslöng-
um niður í lestina, en síldin sog-
uð upp um barkann og dælt í
land. Engin mannshönd kom þar
nærri. Það var stórkostlegur
munur frá því sem við eigum við
að búa hér. Þegar síldin kom úr
dælubarkanum var vatnið skilið
frá í gegnum sáld. Fór þá síldin
á færiband, en á því var sjálfvirk
vog, sem vigtaði síldina jafnharð-
an og hún barst á bandið. Þetta
er mjög fullkomin og fljótvirk
löndunaraðferð, tekur 5—6 sinn-
um styttri tíma að landa með
dælunni, heldur en með krana,
eins og hér er gert, og er auk
þess mikið léttara.
Eitt var það enn, sem vakti at-
hygli mína. Ekki fór neitt til
spillis hjá þessum stóru fiski-
mjölsverksmiðjum, allt hráefni
var gjörnýtt. Þarna var bannað
að meinga vatn með úrgangsefn-
um, enda eru þarna stórar bað-
strendur í nágrenninu. — En hér
á landi eru allir firðir og hafnir
í nágrenni síldarverksmiðja fullir
af grút. Hér þurfum við að taka
okkur á.
Eftir tveggja mánaða dvöl
þarna vestra hélt ég áleiðis heim
til Islands ásamt konu minni,
Elínu Frímannsdóttur, en hún
hafði komið vestur í febrúar.
Skipverjar á Cape May kunna
nú orðið á asdictækin og veiðar-
færið, en báturinn hentar ekki.
Fyrirtækið ætlaði að láta smíða
nýjan hentugri bát. Var ég einn
dag á fundi með skipaverkfræð-
ingi til að ræða um ýmis fyrir-
komulagsatriði á þessu skipi.
Að lokum segir Kristján, að
sér hafi nýlega borizt tilboð um
að fara til Perú á vegum brezks
fyrirtækis, til þess að kenna notk-
un asdictækja við ansjónuveiðar,
„en nú er ég kominn í fast starf
og býzt ekki við að sinna því til-
boði,“ segir þessi vasklegifulltrúi
íslenzkrar sjómannastéttar að
lokum.
J. J. D.
Grein þessi birtist
áður í blaðinu Magna
frá Akranesi.
176
VÍKINGUE