Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 17
Við vélamenn, sem í dag fá- umst við mótora, og önnumst gæzlu þeirra og hirðingu, höfum orðið þess áskynja, að einungis dieselvélar séu á markaðnum, miðþrýstivélarnar eru að renna sitt skeið. — Lágþrýstivélamar eiga enn dálitlu fylgi að fagna, einkum í bifreiðum. Dieselmót- orinn á svo marga kosti umfram lágþrýstivélina, að auðséð er, að hún er hagkvæmari í notkun, þar sem dieselmótorinn notar Va af eldsneytismagni á við lág- þrýstivélamar, og gerir sér að góðu að brenna talsvert ódýrara eldsneyti. Úr töflu nokkurri þar sem samlíking milli lágþrýsti- mótorsins og dieselmótorsins er dregið fram,. leyfi ég mér að birta nokkrar tölur: Lágþrýsti- Diesel- mótorinn. mótorinn. Yerð á eldsneyti 100% ca. 60-70% Eyðsla á km. 100% - 70% Kostnaður á km. 100% Eldhætta af elds- - 42-50% neytinu stór lítil. Auk þess er útblástursgas lág- þrýsti mótorsins talið hættulegt vegna mikils kolsýrlingsinni- halds. Aftur á móti inniheldur blástursgas dieselmótorsins að- eins 0,1-0,2%. Um 1895 hugsaði Rudolf Die- sel sjálfur um að gefamótorsín- um nafn, var á þeim tíma orðin Diesel motor mikið notað í Augs- burg. Dag nokkurn er þau hjón- in sátu saman og ræddu um mót- orinn, ráðlagði hún manni sín- um að nota nafnið „dieselmot- or.“ „Kallaðu það bara einfald- lega „dieselmotor," sagði hún. — Við því svaraði diesel: „Það seg- irðu eiginlega rétt.“ Læt ég hér staðar numið, 0g vænti þess að einhverjir hafi úr þessum fróðleiksmolum mínum, einhvern fróðleik fengið og að þessi grein verði aðeins upphaf af fróðleik um sögu mótoranna. Ritað í nóvember 1963. VÍKINGUR Greinargerð minnihluta Frh. af bls. 173 athugasemdir okkar við áætlanir S. R. Helztu breytingar okkar voru þessar: 1. Að lýsisverð yrði áætlað £ 74 pr. tonn mcðalverð í stað £ 71, sem er í áætl- unum verksmiðjanna. Þetta byggjum við á því, að £ 74 er nú viðurkennt almennt gangverð á síldarlýsi, og það er nú betur staðfest m.a. í framlagðri áætlun verk- smiðjueigenda á Suðurlandi, dags. 21. þ. m. 2. Að síldarmjölsverð skuli áætlað 19 sh. próteineiningu pr. tonn meðalverð í stað 18% sh. Er þetta byggt á fyrirfram sölu á ca. belmingi af áætluðu framleiðslumagni og viðurkenndu gangverði á því, sem óselt er. Gangverð á síldarmjöli er nú orðið hærra, eða 21 sh. próteineining pr. tonn. 3. Afskriftir af vélum verksmiðjanna verði ákveðið 10% í stað 18% eins og það er í áætlun S. R. Er sú breyting byggð á venjum um afskriftir á öðrum fiskvinnsluvélum og er ekki gild ástæða til að fyrna verksntiðjuvélarnar á svo skömm- mn tíma, sem verksmiðjueigendur ætlast til, á SVz ári. Nokkrar fleiri athugasemdir gerðu full- trúar seljenda við framlagða áætlun S.R., sem of langt yrði að rekja lið fyrir lið. En niðurstaða af ofangreindum breyting- um á áætlun S. R. var sú, að verð á sumarsíld, veiddri við Norður- og Austur- land ætti að vera 253 krónur pr. mál í bræðslu. Er það miðað við meðalnýtingu, eins og bún hefir orðið hjá S. R. s. 1. 5 ár, þ. e. að 24,98 kg af lýsi og 28,3 kg af mjöli fáist úr máli. Var því tillaga selj- enda, að verð á bræðslusíld yrði 253 krón- ur málið og jafnt allt sumarveiðitímabilið. Á fundi 16. júní gerðu fulltrúar kaup- enda tillögu um að ákveða yrði tvö verð á sumarsíld til bræðslu, 185 pr. mál til 15. júní og annað verð frá 16. júní til 30. sept., en á slíka tvískiptingu á verðinu hafði þá verið nokkuð minnst 2 til 3 dög- um áður. Fulltr. seljenda höfnuðu allir tillögu þessari, að ákveðin yrðu tvö verð á sumarsíldinni, en það er algert nýmæli um verðlagningu sumarsíldar. Því fremur var þessi tillaga óhæf að seljanda dómi, að hún kom nú fyrst fram, þegar komið var fram yfir þann tíma, sem verð átti að vera ákveðið í síðasta lagi, og veiðamar höfðu staðið í nær 4 vikur. Vertíðin hafði verið hafin af sjómönnum og útgerðar- mönnum án þess að verð lægi fyrir, í trausti þess að síldarverð það, sem ákveðið kynni að verða fyrir sumarsildina, gilti nú eins og áður frá byrjun sumar- síldveiða fyrir Norður- og Austurlandi. Á þessu stigi gafst Verðlagsráð upp við að ákveða síldarverðið og vísaði því til yfirnefndar 18. júní. Við meðferð yfimefndar kom ekkert það nýtt fram, sem hnekkti þeim rökum, sem við fulltrúar seljenda í Verðlagsráði höfðum fært fram fyrir því, að verðið ætti að ákvarðast um 253 krónur, miðað við sama verð allt sumarið. Við léðum máls á einhverri smávægilegri hækkun, ef það gæti leitt til samkomulags, en því var ekki sinnt é neinn hátt, sem viðunandi gæti orðið fyrir okkar umbjóðendur. Auk þess, að tillögur okkar vom studdar gild- um rökum, bæði hvað snertir viðurkennt gangverð afurðanna og í öðmm greinum, sem hér að framan hefir lítillega verið gerð grein fyrir. Má gjarnan líka hafa það í huga, að eftir s.l. sumarsíldarvertíð, sitja síldarverksmiðumar uppi með stór- gróða, sem nemur sjá Síldarverksmiðjum ríkisins um 68 krónum af hverju máli síldar, sem þær unnu, og er þá þess að geta, að sumar verksmiðjur S. R. höfðu lítil eða engin verkefni á s.l. ári, og drógu því stórlega niður afkomu þess fyr- irtækis. Hinar stærri verksmiðjur á Aust- urlandi, sem höfðu stöðuga vinnslu í 5 til 6 mánuði, munu hafa til muna meiri hagnað af viðskiptum sínum við síldveiði- flotinn á s.l. ári, er vart nema minna en 80 til 90 krónum af síldannáli. Reikn- ingar allra síldarverksmiðjanna hafa ekki verið kynntir okkur, en af þeim reikn- ingum, sem kynntir hafa verið teljum við rétt að álykta að gróði síldarverksmiðja á Norður- og Austurlandi á s.l. ári hafi orð- ið eitthvað yfir 200 milljónir króna, eða sem svarar 900 þús. til 1 milljón króna af afla hvers síldveiðiskips að nieðaltali. Hins vegar er kunnugt að aflamagn síld- veiðiskipanna var lítið og hlutur skip- verja einnig. Munu um 40 til 50 skip hafa verið svo aflalág, að þau urðu að leita styrks úr Aflatryggingasjóði, og þá afla- hlutur áhafna þeirra skipa aðeins kaup- trygging. Er það álit okkar, að eins og allar ástæður eru nú, sé skylt samkvæmt réttlátu mati á ástæðum nú, og þjóðhags- leg nauðsyn að ákveða síldarverðið það hátt, sem síldarverksmiðjumar geta sann- anlega greitt. Við teljum það verð, sem meiri hluti yfirnefndar úrskurðaði, því ó- hæfilega lágt, og mótmælum því. 187

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.